Ískyggilegar aðstæður á slysaæfingu Snorri Másson skrifar 1. október 2022 19:36 Mörgum brá ef til vill í brún vegna elds og mikils viðbúnaðar á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þar var verið að halda stórslysaæfingu á vegum Isavia og almannavarna þar sem æfð voru viðbrögð við umfangsmiklu flugslysi. Hér í innslaginu að ofan má virða fyrir sér aðstæður á „slysstað.“ Neyðin virtist meiri en hún var í raun þegar á fjórða hundrað manns tóku þátt í flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Tveimur flugvélum átti að hafa lent saman og á áttunda tug manna átti að hafa slasast. Allt var þetta leikið samviskusamlega og allir liðir atburðarásarinnar settir á svið. Fólk var meira að segja keyrt upp á sjúkrahús. Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbragða hjá Isavia. „Við reynum að hafa þetta sem raunverulegast þannig að þau fái sem mest út úr æfingunni sjálfri og leikararnir leggja náttúrulega mikið á sig að leika þannig að þetta verði sem best fyrir okkur hin,“ sagði Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbragða hjá Isavia. Það er gífurlega mikið lagt í æfingu af þessum toga þannig að spurningin vaknar hvort þetta hafi raunverulega þýðingu þegar á hólminn er komið, að hafa farið í gegnum þetta allt á æfingu? „Klárlega, af því að við erum í rauninni að efla allt okkar hópslysaviðbragð hérna á þessu svæði, af því að við notum sama kerfi í útislysi, snjóflóði eða hvað sem er. Þannig að við erum að æfa alla ferlana - þetta er flugslys núna, en þetta er að efla okkur í okkar störfum.“ Eins ískyggilegt og ástandið kann að hafa blasað við í morgunsárið var árangurinn þegar æfingunni lauk um hádegisbil góður. Það er alltaf eitthvað sem má fara betur - eins gott að nú sé vitað hvað. Björgunarsveitir Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Neyðin virtist meiri en hún var í raun þegar á fjórða hundrað manns tóku þátt í flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Tveimur flugvélum átti að hafa lent saman og á áttunda tug manna átti að hafa slasast. Allt var þetta leikið samviskusamlega og allir liðir atburðarásarinnar settir á svið. Fólk var meira að segja keyrt upp á sjúkrahús. Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbragða hjá Isavia. „Við reynum að hafa þetta sem raunverulegast þannig að þau fái sem mest út úr æfingunni sjálfri og leikararnir leggja náttúrulega mikið á sig að leika þannig að þetta verði sem best fyrir okkur hin,“ sagði Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbragða hjá Isavia. Það er gífurlega mikið lagt í æfingu af þessum toga þannig að spurningin vaknar hvort þetta hafi raunverulega þýðingu þegar á hólminn er komið, að hafa farið í gegnum þetta allt á æfingu? „Klárlega, af því að við erum í rauninni að efla allt okkar hópslysaviðbragð hérna á þessu svæði, af því að við notum sama kerfi í útislysi, snjóflóði eða hvað sem er. Þannig að við erum að æfa alla ferlana - þetta er flugslys núna, en þetta er að efla okkur í okkar störfum.“ Eins ískyggilegt og ástandið kann að hafa blasað við í morgunsárið var árangurinn þegar æfingunni lauk um hádegisbil góður. Það er alltaf eitthvað sem má fara betur - eins gott að nú sé vitað hvað.
Björgunarsveitir Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira