Flugvélum beint frá Keflavík vegna sprengjuhótunar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. september 2022 00:21 Samkvæmt heimildum fréttastofu bað flugstjóri UPS flutningaflugvélar um leyfi til að nauðlenda á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar. epa Flutningaflugvél UPS lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan ellefu í kvöld vegna sprengjuhótunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var flugvélin á leið frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum þegar flugstjóri óskaði eftir leyfi til lendingar á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar. Ekki er vitað nánar hvernig sú hótun barst áhöfn flugvélarinnar. Í tilvikum sem þessum tekur lögreglustjórinn á Suðurnesjum við stjórn aðgerða sem nú standa yfir. Flugvélin stendur enn á einni flugbrauta flugvallarins en samkvæmt heimildum fréttastofu er áhöfnin komin út úr flugvélinni og óhult. Nokkrum flugvélum, sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli eftir að atvikið átti sér stað, var beint annað. Heimildir fréttastofu herma að ein flugvél frá Wizz air og önnur frá Transavia hafi verið beint til Egilsstaða. Þá hafi einnig flugvél Play sem var að koma til landsins frá Madríd verið beint til Reykjarvíkurflugvallar. Annarri var snúið við til brottfararstaðar. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Þá mun flugvél frá Lufthansa, samkvæmt heimildum, hafa lent í Glasgow. Viðbragðsaðilar eru nú að störfum á Keflavíkurflugvelli. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort takast muni að draga UPS flugvélina af flugbrautinni áður en aðalmorgunumferðin hefst á Keflavíkurflugvelli. Farþegar á leið til útlanda ættu því að fylgjast vel með upplýsingum um brottfarir á heimasíðum Isavia og flugfélaganna. Ekki náðist í Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, við vinnslu fréttarinnar. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Sjá meira
Í tilvikum sem þessum tekur lögreglustjórinn á Suðurnesjum við stjórn aðgerða sem nú standa yfir. Flugvélin stendur enn á einni flugbrauta flugvallarins en samkvæmt heimildum fréttastofu er áhöfnin komin út úr flugvélinni og óhult. Nokkrum flugvélum, sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli eftir að atvikið átti sér stað, var beint annað. Heimildir fréttastofu herma að ein flugvél frá Wizz air og önnur frá Transavia hafi verið beint til Egilsstaða. Þá hafi einnig flugvél Play sem var að koma til landsins frá Madríd verið beint til Reykjarvíkurflugvallar. Annarri var snúið við til brottfararstaðar. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Þá mun flugvél frá Lufthansa, samkvæmt heimildum, hafa lent í Glasgow. Viðbragðsaðilar eru nú að störfum á Keflavíkurflugvelli. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort takast muni að draga UPS flugvélina af flugbrautinni áður en aðalmorgunumferðin hefst á Keflavíkurflugvelli. Farþegar á leið til útlanda ættu því að fylgjast vel með upplýsingum um brottfarir á heimasíðum Isavia og flugfélaganna. Ekki náðist í Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, við vinnslu fréttarinnar.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Sjá meira