Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2022 11:45 Margir efnahagssérfræðingar segja skattalækkanir sem ríkisstjórnar Liz Truss kynnti á föstudag auka á efnahagsvandann. Nú hafa stórir veitendur húsnæðislána hætt að lána tímabundið eða þrengt lánamöguleika vegna væntinga um miklar vaxtahækkanir hjá Englandsbanka. AP/Jessica Taylor Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. Ný ríkisstjórn Liz Truss forsætisráðhera kynnti efnahagsaðgerðir sínar á föstudag sem fela meðal annars í sér lækkanir á tekjuskatti og virðisaukaskatti. Gagnrýnendur segja aðgerðirnar ófjármagnaðar og þýða að ríkissjóður Bretlands verði að taka lán á verri kjörum en áður. Meginvextir Englandsbanka eru 1,75 prósent í dag en fóru lægst í 0,1% í marsmánuði 2020 til að draga úr efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins. Búist er við að Englandsbanki hækki meginvexti sína um 0,75 eða eitt prósentustig á næstunni sem þýddi hæstu meginvexti í Bretandi í marga áratugi. Verðbólga er sögulega í hæstu hæðum í Bretlandi og gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadollar hefur fallið.AP/Frank Augstein Sky fréttastofan segir að Virgin Money og Skipton Building Society, sem eru stórir veitendur húsnæðislána, hafi ákveðið að hætta tímabundið að veita húsnæðislán. Þá hafi Halifax, sem er stærsti lánveitandinn, hætt að veita húsnæðislán með lántökugjaldi sem tryggt hafi lántakendum lægri vexti en ella. Pundið hefur fallið mikið gagnvart Bandaríkjadollar undafarna daga. Á sama tíma og verðbólga eykst eru stjórnvöld að reyna að auka eftirspurn um allt að 2,5 prósent, sem er langt umfram spár um 1,5 prósenta hagvöxt. Það rekst því allt á hvers annars horn. Efnahagssérfræðingar segja ekki bæta úr skák að Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra útiloki ekki enn frekari skattalækkanir til að auka eftirspurn á sama tíma og draga þurfi úr eftirspurn til að vinna á verðbólgunni.AP/Jessica Taylor Ekki bætir úr skák að mati margra efnahagssérfræðinga að fjármálaráðherrann hefur boðað möguleika á enn frekari skattalækkunum. Susannah Streeter fjárfestinga- og markaðassérfræðingur hjá Hargreaves Lansdown segir ríkisstjórnina hafa glatað trausti vegna efnahagsaðgerðanna. „Nú er boltinn hjá Englandsbanka. Það eru getgátur um að gripið verði til neyðaraðgerða á aukafundi peningastefnunefndar og vextir hækkaðir eða að bankinn ítreki að minnsta kosti skuldbindingar sínar til að koma verðbólgunni niður. Nú þegar er búist við að nefndin ákveði verulega mikla hækkun vaxta á reglulegum fundi hennar í nóvember, til að draga úr eftirspurn sem ríkisstjórnin er þvert á móti að reyna að auka,“ segir Streeter. Bretland Tengdar fréttir Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18 Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Sjá meira
Ný ríkisstjórn Liz Truss forsætisráðhera kynnti efnahagsaðgerðir sínar á föstudag sem fela meðal annars í sér lækkanir á tekjuskatti og virðisaukaskatti. Gagnrýnendur segja aðgerðirnar ófjármagnaðar og þýða að ríkissjóður Bretlands verði að taka lán á verri kjörum en áður. Meginvextir Englandsbanka eru 1,75 prósent í dag en fóru lægst í 0,1% í marsmánuði 2020 til að draga úr efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins. Búist er við að Englandsbanki hækki meginvexti sína um 0,75 eða eitt prósentustig á næstunni sem þýddi hæstu meginvexti í Bretandi í marga áratugi. Verðbólga er sögulega í hæstu hæðum í Bretlandi og gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadollar hefur fallið.AP/Frank Augstein Sky fréttastofan segir að Virgin Money og Skipton Building Society, sem eru stórir veitendur húsnæðislána, hafi ákveðið að hætta tímabundið að veita húsnæðislán. Þá hafi Halifax, sem er stærsti lánveitandinn, hætt að veita húsnæðislán með lántökugjaldi sem tryggt hafi lántakendum lægri vexti en ella. Pundið hefur fallið mikið gagnvart Bandaríkjadollar undafarna daga. Á sama tíma og verðbólga eykst eru stjórnvöld að reyna að auka eftirspurn um allt að 2,5 prósent, sem er langt umfram spár um 1,5 prósenta hagvöxt. Það rekst því allt á hvers annars horn. Efnahagssérfræðingar segja ekki bæta úr skák að Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra útiloki ekki enn frekari skattalækkanir til að auka eftirspurn á sama tíma og draga þurfi úr eftirspurn til að vinna á verðbólgunni.AP/Jessica Taylor Ekki bætir úr skák að mati margra efnahagssérfræðinga að fjármálaráðherrann hefur boðað möguleika á enn frekari skattalækkunum. Susannah Streeter fjárfestinga- og markaðassérfræðingur hjá Hargreaves Lansdown segir ríkisstjórnina hafa glatað trausti vegna efnahagsaðgerðanna. „Nú er boltinn hjá Englandsbanka. Það eru getgátur um að gripið verði til neyðaraðgerða á aukafundi peningastefnunefndar og vextir hækkaðir eða að bankinn ítreki að minnsta kosti skuldbindingar sínar til að koma verðbólgunni niður. Nú þegar er búist við að nefndin ákveði verulega mikla hækkun vaxta á reglulegum fundi hennar í nóvember, til að draga úr eftirspurn sem ríkisstjórnin er þvert á móti að reyna að auka,“ segir Streeter.
Bretland Tengdar fréttir Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18 Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Sjá meira
Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18
Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent