„Er mjög spenntur fyrir þessu og vona að strákarnir séu það líka“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 20:30 Hallgrímur Jónasson er nýr aðalþjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Arnari Grétarssyni, þjálfara KA, var vikið úr starfi í gær, föstudag. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarmaður Arnars, tekur við stjórnartaumunum og mun stýra liðinu út þetta tímabil sem og næstu þrjú ár. Honum lýst vel á verkefnið. Arnar var nokkuð óvænt látinn fara frá KA þrátt fyrir góðan árangur í sumar jafnt og á síðustu leiktíð. Arnar sagði í gær að ástæðan væri líklega sú að hann væri með munnlegt samkomulag við annað félag um að taka við þjálfun þess að leiktíðinni lokinni. „Mér lýst mjög vel á þetta. Spennandi tímar framundan. Erum með gott lið, á góðum stað og ég er mjög spenntur fyrir þessu og vona að strákarnir séu það líka,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag. „Ég er lengi búinn að stefna að því að fara í þjálfun á hæsta stigi en ég var svo sem ekkert búinn að ákveða hvaða tímapunktur myndi passa. Var bara að reyna njóta þess í „núinu“ að vera spila en síðan gerist það fyrir tveimur árum að ég er kúplaður út úr því að fá að spila út af einni tæklingu og þá byrjaði ég að aðstoða Óla Stefán [Flóventsson] og svo Arnar.“ „Maður er búinn að fá smjörþefinn af þessu og ég finn að þetta er eitthvað sem mig langar að gera. Þetta kom virkilega snöggt upp og var ákvörðun sem ég þurfti að hugsa vel. Var svo tilkynnt í gær og ég er mjög ánægður með það.“ „Nú er þetta nýskeð, gerðist seinni partinn í gær. Ég er enn að átta mig á stöðunni en eins og ég segi, liðinu hefur gengið vel í sumar og við ætlum að halda þeirri vegferð áfram. Teljum okkur vera sterka og erum að einbeita okkur á að komast í Evrópu.“ „Arnar gerði margt mjög gott fyrir klúbbinn og nú er sú tíð búin og ég tek við með mitt teymi. Við erum að horfa fram veginn. Erfitt fyrir mig að dæma það núna hvort allir séu himinlifandi eða brjálaðir þar sem þetta er nýskeð og ég á eftir að hitta strákana,“ sagði nýráðinn þjálfari KA að lokum í viðtali sínu við Stöð 2 og Vísi. KA er sem stendur í 3. sæti Bestu deildar með 43 stig, jafn mörg og Víkingur sem situr í 2. sæti. KA mætir KR 2. október þegar úrslitakeppnin hefst. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Tengdar fréttir Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. 23. september 2022 19:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Arnar var nokkuð óvænt látinn fara frá KA þrátt fyrir góðan árangur í sumar jafnt og á síðustu leiktíð. Arnar sagði í gær að ástæðan væri líklega sú að hann væri með munnlegt samkomulag við annað félag um að taka við þjálfun þess að leiktíðinni lokinni. „Mér lýst mjög vel á þetta. Spennandi tímar framundan. Erum með gott lið, á góðum stað og ég er mjög spenntur fyrir þessu og vona að strákarnir séu það líka,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag. „Ég er lengi búinn að stefna að því að fara í þjálfun á hæsta stigi en ég var svo sem ekkert búinn að ákveða hvaða tímapunktur myndi passa. Var bara að reyna njóta þess í „núinu“ að vera spila en síðan gerist það fyrir tveimur árum að ég er kúplaður út úr því að fá að spila út af einni tæklingu og þá byrjaði ég að aðstoða Óla Stefán [Flóventsson] og svo Arnar.“ „Maður er búinn að fá smjörþefinn af þessu og ég finn að þetta er eitthvað sem mig langar að gera. Þetta kom virkilega snöggt upp og var ákvörðun sem ég þurfti að hugsa vel. Var svo tilkynnt í gær og ég er mjög ánægður með það.“ „Nú er þetta nýskeð, gerðist seinni partinn í gær. Ég er enn að átta mig á stöðunni en eins og ég segi, liðinu hefur gengið vel í sumar og við ætlum að halda þeirri vegferð áfram. Teljum okkur vera sterka og erum að einbeita okkur á að komast í Evrópu.“ „Arnar gerði margt mjög gott fyrir klúbbinn og nú er sú tíð búin og ég tek við með mitt teymi. Við erum að horfa fram veginn. Erfitt fyrir mig að dæma það núna hvort allir séu himinlifandi eða brjálaðir þar sem þetta er nýskeð og ég á eftir að hitta strákana,“ sagði nýráðinn þjálfari KA að lokum í viðtali sínu við Stöð 2 og Vísi. KA er sem stendur í 3. sæti Bestu deildar með 43 stig, jafn mörg og Víkingur sem situr í 2. sæti. KA mætir KR 2. október þegar úrslitakeppnin hefst.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Tengdar fréttir Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. 23. september 2022 19:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. 23. september 2022 19:30