„Er mjög spenntur fyrir þessu og vona að strákarnir séu það líka“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 20:30 Hallgrímur Jónasson er nýr aðalþjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Arnari Grétarssyni, þjálfara KA, var vikið úr starfi í gær, föstudag. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarmaður Arnars, tekur við stjórnartaumunum og mun stýra liðinu út þetta tímabil sem og næstu þrjú ár. Honum lýst vel á verkefnið. Arnar var nokkuð óvænt látinn fara frá KA þrátt fyrir góðan árangur í sumar jafnt og á síðustu leiktíð. Arnar sagði í gær að ástæðan væri líklega sú að hann væri með munnlegt samkomulag við annað félag um að taka við þjálfun þess að leiktíðinni lokinni. „Mér lýst mjög vel á þetta. Spennandi tímar framundan. Erum með gott lið, á góðum stað og ég er mjög spenntur fyrir þessu og vona að strákarnir séu það líka,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag. „Ég er lengi búinn að stefna að því að fara í þjálfun á hæsta stigi en ég var svo sem ekkert búinn að ákveða hvaða tímapunktur myndi passa. Var bara að reyna njóta þess í „núinu“ að vera spila en síðan gerist það fyrir tveimur árum að ég er kúplaður út úr því að fá að spila út af einni tæklingu og þá byrjaði ég að aðstoða Óla Stefán [Flóventsson] og svo Arnar.“ „Maður er búinn að fá smjörþefinn af þessu og ég finn að þetta er eitthvað sem mig langar að gera. Þetta kom virkilega snöggt upp og var ákvörðun sem ég þurfti að hugsa vel. Var svo tilkynnt í gær og ég er mjög ánægður með það.“ „Nú er þetta nýskeð, gerðist seinni partinn í gær. Ég er enn að átta mig á stöðunni en eins og ég segi, liðinu hefur gengið vel í sumar og við ætlum að halda þeirri vegferð áfram. Teljum okkur vera sterka og erum að einbeita okkur á að komast í Evrópu.“ „Arnar gerði margt mjög gott fyrir klúbbinn og nú er sú tíð búin og ég tek við með mitt teymi. Við erum að horfa fram veginn. Erfitt fyrir mig að dæma það núna hvort allir séu himinlifandi eða brjálaðir þar sem þetta er nýskeð og ég á eftir að hitta strákana,“ sagði nýráðinn þjálfari KA að lokum í viðtali sínu við Stöð 2 og Vísi. KA er sem stendur í 3. sæti Bestu deildar með 43 stig, jafn mörg og Víkingur sem situr í 2. sæti. KA mætir KR 2. október þegar úrslitakeppnin hefst. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Tengdar fréttir Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. 23. september 2022 19:30 Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Sjá meira
Arnar var nokkuð óvænt látinn fara frá KA þrátt fyrir góðan árangur í sumar jafnt og á síðustu leiktíð. Arnar sagði í gær að ástæðan væri líklega sú að hann væri með munnlegt samkomulag við annað félag um að taka við þjálfun þess að leiktíðinni lokinni. „Mér lýst mjög vel á þetta. Spennandi tímar framundan. Erum með gott lið, á góðum stað og ég er mjög spenntur fyrir þessu og vona að strákarnir séu það líka,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag. „Ég er lengi búinn að stefna að því að fara í þjálfun á hæsta stigi en ég var svo sem ekkert búinn að ákveða hvaða tímapunktur myndi passa. Var bara að reyna njóta þess í „núinu“ að vera spila en síðan gerist það fyrir tveimur árum að ég er kúplaður út úr því að fá að spila út af einni tæklingu og þá byrjaði ég að aðstoða Óla Stefán [Flóventsson] og svo Arnar.“ „Maður er búinn að fá smjörþefinn af þessu og ég finn að þetta er eitthvað sem mig langar að gera. Þetta kom virkilega snöggt upp og var ákvörðun sem ég þurfti að hugsa vel. Var svo tilkynnt í gær og ég er mjög ánægður með það.“ „Nú er þetta nýskeð, gerðist seinni partinn í gær. Ég er enn að átta mig á stöðunni en eins og ég segi, liðinu hefur gengið vel í sumar og við ætlum að halda þeirri vegferð áfram. Teljum okkur vera sterka og erum að einbeita okkur á að komast í Evrópu.“ „Arnar gerði margt mjög gott fyrir klúbbinn og nú er sú tíð búin og ég tek við með mitt teymi. Við erum að horfa fram veginn. Erfitt fyrir mig að dæma það núna hvort allir séu himinlifandi eða brjálaðir þar sem þetta er nýskeð og ég á eftir að hitta strákana,“ sagði nýráðinn þjálfari KA að lokum í viðtali sínu við Stöð 2 og Vísi. KA er sem stendur í 3. sæti Bestu deildar með 43 stig, jafn mörg og Víkingur sem situr í 2. sæti. KA mætir KR 2. október þegar úrslitakeppnin hefst.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Tengdar fréttir Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. 23. september 2022 19:30 Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Sjá meira
Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. 23. september 2022 19:30