Sean Dyche um Heiðar Helguson: Þegar á leikdag var komið vildir þú alltaf hafa Heiðar í liðinu þínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 08:01 Heiðar Helguson og Oliver Kahn, þáverandi markvörður Þýskalands, á góðri stundu. Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Sean Dyche, fyrrum þjálfari Burnley, var gestur í hlaðvarpi Ben Foster, markvarðarins fyrrverandi. Fór Dyche yfir víðan völl og á einum tímapunkti varð Heiðar Helguson að umræðuefni þáttarins. Foster spurði Dyche einfaldlega hvort það kæmi leikmaður upp í hugann sem hefði mögulega ekki verið sá besti á æfingum en var alltaf hægt að treysta á þegar í leik var komið. Eftir að Foster bar spurninguna upp þá tók það Dyche varla innan við sekúndu að svara. „Án alls vafa, þegar ég var enn að spila það er, Heiðar Helguson,“ sagði hann með sínum þykka hreim. Dyche er ekki ókunnugur Íslendingum en ásamt því að spila með Heiðari hjá Watford frá 2002 til 2005 þá keypti hann Jóhann Berg Guðmundsson til Burnley sumarið 2016. Sean Dyche þegar hann var enn þjálfari Burnley.Getty/Clive Brunskill En aftur að tímanum hjá Watford. Dyche sagði einfaldlega að leikmenn hefðu hrist hausinn ef þeir voru með Heiðari í liði á æfingum: „Við vorum með Danny Webber til að vinna leiki á litlu svæði á æfingu, og Heiðar mun kosta þig leikina. En, þegar á leikdag var komið vildir þú alltaf hafa Heiðar í liðinu þínu,“ bætti Dyche við. Dalvíkingurinn Heiðar var á sínum tíma kraftmikill og óttalaus framherji sem barðist um hvern einasta bolta og þrátt fyrir að vera „aðeins“ 178 sentímetrar á hæð þá var hann betri en flestir ef ekki allir í loftinu. „Þeir búa ekki til leikmenn eins og Heiðar í dag,“ sagði Foster en hann spilaði gegn honum á sínum tíma. Að lokum sagði Dyche að Heiðar hefði verið einkar vanmetinn leikmaður miðað við gæði. Á leikdegi þar að segja, „en á æfingum, úff.“ Umræðuna má um Heiðar Helguson má finna í þættinum hér að neðan. Hún byrjar þegar 44 mínútur og 40 sekúndur eru liðnar af þættinum. Alls lék Heiðar 222 leiki fyrir Watford í öllum keppnum á sínum tíma, þar á meðal ensku úrvalsdeildinni. Skoraði hann 73 mörk og gaf 12 stoðsendingar. Þá ék hann 55 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði 12 mörk. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Foster leggur hanskana á hilluna Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna. 15. september 2022 17:45 Foster sviptur ökuréttindum Ben Foster, markvörður Watford, var í gær sviptur ökuleyfum sínum í sex mánuði eftir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur á M40 hraðbrautinni í Beaconsfield í suður Englandi. 26. mars 2022 10:00 Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
Foster spurði Dyche einfaldlega hvort það kæmi leikmaður upp í hugann sem hefði mögulega ekki verið sá besti á æfingum en var alltaf hægt að treysta á þegar í leik var komið. Eftir að Foster bar spurninguna upp þá tók það Dyche varla innan við sekúndu að svara. „Án alls vafa, þegar ég var enn að spila það er, Heiðar Helguson,“ sagði hann með sínum þykka hreim. Dyche er ekki ókunnugur Íslendingum en ásamt því að spila með Heiðari hjá Watford frá 2002 til 2005 þá keypti hann Jóhann Berg Guðmundsson til Burnley sumarið 2016. Sean Dyche þegar hann var enn þjálfari Burnley.Getty/Clive Brunskill En aftur að tímanum hjá Watford. Dyche sagði einfaldlega að leikmenn hefðu hrist hausinn ef þeir voru með Heiðari í liði á æfingum: „Við vorum með Danny Webber til að vinna leiki á litlu svæði á æfingu, og Heiðar mun kosta þig leikina. En, þegar á leikdag var komið vildir þú alltaf hafa Heiðar í liðinu þínu,“ bætti Dyche við. Dalvíkingurinn Heiðar var á sínum tíma kraftmikill og óttalaus framherji sem barðist um hvern einasta bolta og þrátt fyrir að vera „aðeins“ 178 sentímetrar á hæð þá var hann betri en flestir ef ekki allir í loftinu. „Þeir búa ekki til leikmenn eins og Heiðar í dag,“ sagði Foster en hann spilaði gegn honum á sínum tíma. Að lokum sagði Dyche að Heiðar hefði verið einkar vanmetinn leikmaður miðað við gæði. Á leikdegi þar að segja, „en á æfingum, úff.“ Umræðuna má um Heiðar Helguson má finna í þættinum hér að neðan. Hún byrjar þegar 44 mínútur og 40 sekúndur eru liðnar af þættinum. Alls lék Heiðar 222 leiki fyrir Watford í öllum keppnum á sínum tíma, þar á meðal ensku úrvalsdeildinni. Skoraði hann 73 mörk og gaf 12 stoðsendingar. Þá ék hann 55 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði 12 mörk.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Foster leggur hanskana á hilluna Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna. 15. september 2022 17:45 Foster sviptur ökuréttindum Ben Foster, markvörður Watford, var í gær sviptur ökuleyfum sínum í sex mánuði eftir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur á M40 hraðbrautinni í Beaconsfield í suður Englandi. 26. mars 2022 10:00 Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
Foster leggur hanskana á hilluna Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna. 15. september 2022 17:45
Foster sviptur ökuréttindum Ben Foster, markvörður Watford, var í gær sviptur ökuleyfum sínum í sex mánuði eftir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur á M40 hraðbrautinni í Beaconsfield í suður Englandi. 26. mars 2022 10:00