Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2022 19:30 Arnar er hættur hjá KA. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. Arnar hefur stýrt KA síðan snemma sumars árið 2020 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Liðið endaði í 7. sæti þegar tímabilinu var hætt vegna kórónufaraldursins það sumarið. Á síðustu leiktíð var KA hársbreidd frá því að komast í Evrópu en liðið endaði með 40 stig í 4. sæti deildarinnar á meðan KR komst í Evrópu með 41 stig. Í ár hefur liðið svo gert enn betur en nú þegar hefðbundinni deildarkeppni er lokið situr KA í 3. sæti með 43 stig. Samningur Arnars átti að renna út að tímabilinu loknu og ræddi hann stöðu mála nýverið við Stöð 2. Þar kom fram að Arnar ætti eftir að setjast niður með KA og ræða framtíðina. Arnar hefur verið ítrekað orðaður við starfið á Hlíðarenda en talið er ólíklegt að Ólafur Jóhannesson haldi áfram með liðið. Arftaki Arnars á Akureyri er aðstoðarmaður hans, Hallgrímur. Sá stýrði liðinu með góðum árangri eftir að Arnar var dæmdur í leikbann eftir atvik sem gerðist í leik KA og KR sem og degi síðar. „Við erum mjög ánægð með að hafa gengið frá þessari ráðningu. Það hefur verið mikill stígandi í allri þjálfun og stýringu liðsins, sem endurspeglast hefur í bættum leik liðins á undangengnum árum. Við teljum Hadda vera okkar besta val í að halda áfram á sömu braut og byggja á þeim grunni sem hér hefur verið lagður,“ sagði Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. Hann gjörþekkir alla innviði félagsins og er auk þess mikil fyrirmynd á meðal iðkenda okkar. Við hlökkum til samstarfsins með Hadda en þökkum um leið Arnari Grétarssyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Við sem félag erum gríðarlega þakklát fyrir starf Arnars og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Hjörvar að endingu. Hallgrímur Jónasson ráðinn þjálfari KA næstu 3 árin! #LifiFyrirKA https://t.co/fCkJi7tIHo pic.twitter.com/UBXUyDLsNA— KA (@KAakureyri) September 23, 2022 KA mætir KR á Akureyri þann 2. október þegar úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst. Verður það fyrsti leikru Hallgríms með liðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Akureyri Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Arnar hefur stýrt KA síðan snemma sumars árið 2020 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Liðið endaði í 7. sæti þegar tímabilinu var hætt vegna kórónufaraldursins það sumarið. Á síðustu leiktíð var KA hársbreidd frá því að komast í Evrópu en liðið endaði með 40 stig í 4. sæti deildarinnar á meðan KR komst í Evrópu með 41 stig. Í ár hefur liðið svo gert enn betur en nú þegar hefðbundinni deildarkeppni er lokið situr KA í 3. sæti með 43 stig. Samningur Arnars átti að renna út að tímabilinu loknu og ræddi hann stöðu mála nýverið við Stöð 2. Þar kom fram að Arnar ætti eftir að setjast niður með KA og ræða framtíðina. Arnar hefur verið ítrekað orðaður við starfið á Hlíðarenda en talið er ólíklegt að Ólafur Jóhannesson haldi áfram með liðið. Arftaki Arnars á Akureyri er aðstoðarmaður hans, Hallgrímur. Sá stýrði liðinu með góðum árangri eftir að Arnar var dæmdur í leikbann eftir atvik sem gerðist í leik KA og KR sem og degi síðar. „Við erum mjög ánægð með að hafa gengið frá þessari ráðningu. Það hefur verið mikill stígandi í allri þjálfun og stýringu liðsins, sem endurspeglast hefur í bættum leik liðins á undangengnum árum. Við teljum Hadda vera okkar besta val í að halda áfram á sömu braut og byggja á þeim grunni sem hér hefur verið lagður,“ sagði Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. Hann gjörþekkir alla innviði félagsins og er auk þess mikil fyrirmynd á meðal iðkenda okkar. Við hlökkum til samstarfsins með Hadda en þökkum um leið Arnari Grétarssyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Við sem félag erum gríðarlega þakklát fyrir starf Arnars og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Hjörvar að endingu. Hallgrímur Jónasson ráðinn þjálfari KA næstu 3 árin! #LifiFyrirKA https://t.co/fCkJi7tIHo pic.twitter.com/UBXUyDLsNA— KA (@KAakureyri) September 23, 2022 KA mætir KR á Akureyri þann 2. október þegar úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst. Verður það fyrsti leikru Hallgríms með liðið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Akureyri Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira