Ríkisstjórnin gekk út vegna samsæriskenninga umdeilds þingmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2022 10:44 Sigrid Kaag og samráðherrar hennar á leið úr þingsal í gær. EPA-EFE/BART MAAT Samsæriskenningar þar sem ýjað var að því að fjármálaráðherra Hollands væri njósnari á vegum vestrænna ríkja sem viðraðar voru í þingræðu í Hollandi í gær varð til þess að öll hollenska ríkisstjórnin gekk af þingfundi í mótmælaskyni. Atvikið átti sér stað í gær. Í frétt á vef hollenska dagblaðsins De Telegraaf kemur fram að ástæðan hafi verið þingræða hins umdeilda leiðtoga hægriflokksins FvD, Thierry Baudeut. Á þinginu var verið að ræða fjárlög næsta árs. Ræða Baudeut snerti hins vegar takmarkað á fjárlögum næsta árs. Þess í stað beindi hann spjótum sínum að Sigrid Kaag, fjármálaráðherra og varaforsætisráðherra Hollands. Í ræðu Baudet ræddi hann um St. Anthony skóla Oxford-háskólans í Bretlandi, sem væri að hans mati „ekkert nema þjálfunarbúðir fyrir vestrænar njósnastofnanir.“ Þar kæmi hin „heimsvaldasinnaða elíta“ saman sem „vilji skipuleggja líf allra hinna bak við tjöldin.“ Hinn umdeildi þingmaður Thierry Baudet ræðir hér við forseta hollenska þingsins, Veru Bergkamp.EPA-EFE/BART MAAT Að þessu loknu minntist Baudet að Kaag hafi einmitt stundað nám við þennan tiltekna skóla. Þetta vakti ekki mikla lukku á meðal þingmanna. Samkvæmt frétt De Telegraaf reyndi Kaag þá að blanda sér í umræðuna, án árangurs. Vera Bergkamp, forseti þingsins, stöðvaði þá ræðu Baudet og sagði honum að umræða um menntun Kaag ætti ekki erindi við umræðu um fjárlög næsta árs. Það hélt þó ekki aftur af Baudet sem hélt áfram ræðu sinni. Við það virðist meðlimum ríkisstjórnar Hollands hafa ofboðið og yfirgáfu þeir salinn í mótmælaskyni, einn af öðrum. Bergkamp sleit þingfundi eftir að ríkisstjórnin yfirgaf salinn. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sneri einn aftur til þess að segja Baudet að með ræðunni hafi hann farið yfir strikið. Í viðtali við De Telegraaf segir Kaag að með ræðunni hafi Baudet farið langt yfir strikið yfir hvað gæti talist ásættanlegt í pólitískri umræðu. Holland Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira
Atvikið átti sér stað í gær. Í frétt á vef hollenska dagblaðsins De Telegraaf kemur fram að ástæðan hafi verið þingræða hins umdeilda leiðtoga hægriflokksins FvD, Thierry Baudeut. Á þinginu var verið að ræða fjárlög næsta árs. Ræða Baudeut snerti hins vegar takmarkað á fjárlögum næsta árs. Þess í stað beindi hann spjótum sínum að Sigrid Kaag, fjármálaráðherra og varaforsætisráðherra Hollands. Í ræðu Baudet ræddi hann um St. Anthony skóla Oxford-háskólans í Bretlandi, sem væri að hans mati „ekkert nema þjálfunarbúðir fyrir vestrænar njósnastofnanir.“ Þar kæmi hin „heimsvaldasinnaða elíta“ saman sem „vilji skipuleggja líf allra hinna bak við tjöldin.“ Hinn umdeildi þingmaður Thierry Baudet ræðir hér við forseta hollenska þingsins, Veru Bergkamp.EPA-EFE/BART MAAT Að þessu loknu minntist Baudet að Kaag hafi einmitt stundað nám við þennan tiltekna skóla. Þetta vakti ekki mikla lukku á meðal þingmanna. Samkvæmt frétt De Telegraaf reyndi Kaag þá að blanda sér í umræðuna, án árangurs. Vera Bergkamp, forseti þingsins, stöðvaði þá ræðu Baudet og sagði honum að umræða um menntun Kaag ætti ekki erindi við umræðu um fjárlög næsta árs. Það hélt þó ekki aftur af Baudet sem hélt áfram ræðu sinni. Við það virðist meðlimum ríkisstjórnar Hollands hafa ofboðið og yfirgáfu þeir salinn í mótmælaskyni, einn af öðrum. Bergkamp sleit þingfundi eftir að ríkisstjórnin yfirgaf salinn. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sneri einn aftur til þess að segja Baudet að með ræðunni hafi hann farið yfir strikið. Í viðtali við De Telegraaf segir Kaag að með ræðunni hafi Baudet farið langt yfir strikið yfir hvað gæti talist ásættanlegt í pólitískri umræðu.
Holland Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira