Börn í kerfinu þola enga bið Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 22. september 2022 07:30 Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað. Framkvæmdastýra barnaverndar í Reykjavíkur steig fram fyrir fáeinum vikum síðan og sagði frá þeim mikla úrræðaskorti sem barnaverndaryfirvöld standa nú frammi fyrir. Skortur sem þessi er ólíðandi, en það er þó ekki aðeins skorturinn sem er slæmur – heldur hafa úrræðin mörg hver ekki þróast mikið síðustu tíu til tuttugu árin. Barnaverndarkerfið er enn að kljást við skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi þess að veita viðeigandi úrræði hverju sinni. Börn með flókinn geð- og hegðunarvanda eru vanrækt af stjórnvöldum, þrátt fyrir að það sé skýrt hversu mikilvægt það er að setja þau í forgang og tryggja að úrræði séu tiltæk og ekki yfirfull. Ég beindi fyrirspurn til barna- og menntamálaráðherra á Alþingi fyrr á árinu þar sem ég spurði hvaða fjármunum hefði verið varið til þess að tryggja að sveitarfélög hafi yfir fullnægjandi úrræðum að ráða – og svarið sem barst staðfesti áhyggjur mínar: „Engar fjárveitingar hafa runnið frá ríki til sveitarfélaga sem er sérstaklega ætlað að koma á fót úrræðum fyrir börn vegna verkefna sem eru á ábyrgð sveitarfélaga.“ Fjársvelt og vanrækt barnaverndarkerfi er ekki barnaverndarkerfi nema að nafninu til – það getur ekki sinnt skyldu sinni og tilgangi, sem er að vernda börn. Þess vegna verðum við að leggja mun meiri orku og fjármagn í að sinna fjölskyldum og börnum í barnaverndarkerfinu. Það er ekki boðlegt að hér á landi séum við ekki að tryggja að börn í mjög viðkvæmri stöðu fái bestu þjónustu sem völ er á. Vandinn er augljós og viðvarandi en viðbrögðin og viljinn hjá stjórnvöldum eru lítil sem engin. Í ljósi þeirra átakanlegu reynslusagna sem við heyrum í dag frá einstaklingum sem dvöldu á meðferðarheimilum forðum er deginum ljósara hvað er í húfi þegar við tölum um að efla og fjölga úrræðum í kerfinu: það snýst um að tryggja að börn hljóti þá vernd sem þau þurfa til þess að þroskast og dafna í öruggu og heilsusamlegu umhverfi. Það er með öllu óforsvaranlegt að stjórnvöld sýni vandanum svo lítinn áhuga. Höfundur er varaþingmaður Pírata og barnaverndarstarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Eyjafjarðarsveit Alþingi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Börn og uppeldi Barnavernd Félagsmál Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað. Framkvæmdastýra barnaverndar í Reykjavíkur steig fram fyrir fáeinum vikum síðan og sagði frá þeim mikla úrræðaskorti sem barnaverndaryfirvöld standa nú frammi fyrir. Skortur sem þessi er ólíðandi, en það er þó ekki aðeins skorturinn sem er slæmur – heldur hafa úrræðin mörg hver ekki þróast mikið síðustu tíu til tuttugu árin. Barnaverndarkerfið er enn að kljást við skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi þess að veita viðeigandi úrræði hverju sinni. Börn með flókinn geð- og hegðunarvanda eru vanrækt af stjórnvöldum, þrátt fyrir að það sé skýrt hversu mikilvægt það er að setja þau í forgang og tryggja að úrræði séu tiltæk og ekki yfirfull. Ég beindi fyrirspurn til barna- og menntamálaráðherra á Alþingi fyrr á árinu þar sem ég spurði hvaða fjármunum hefði verið varið til þess að tryggja að sveitarfélög hafi yfir fullnægjandi úrræðum að ráða – og svarið sem barst staðfesti áhyggjur mínar: „Engar fjárveitingar hafa runnið frá ríki til sveitarfélaga sem er sérstaklega ætlað að koma á fót úrræðum fyrir börn vegna verkefna sem eru á ábyrgð sveitarfélaga.“ Fjársvelt og vanrækt barnaverndarkerfi er ekki barnaverndarkerfi nema að nafninu til – það getur ekki sinnt skyldu sinni og tilgangi, sem er að vernda börn. Þess vegna verðum við að leggja mun meiri orku og fjármagn í að sinna fjölskyldum og börnum í barnaverndarkerfinu. Það er ekki boðlegt að hér á landi séum við ekki að tryggja að börn í mjög viðkvæmri stöðu fái bestu þjónustu sem völ er á. Vandinn er augljós og viðvarandi en viðbrögðin og viljinn hjá stjórnvöldum eru lítil sem engin. Í ljósi þeirra átakanlegu reynslusagna sem við heyrum í dag frá einstaklingum sem dvöldu á meðferðarheimilum forðum er deginum ljósara hvað er í húfi þegar við tölum um að efla og fjölga úrræðum í kerfinu: það snýst um að tryggja að börn hljóti þá vernd sem þau þurfa til þess að þroskast og dafna í öruggu og heilsusamlegu umhverfi. Það er með öllu óforsvaranlegt að stjórnvöld sýni vandanum svo lítinn áhuga. Höfundur er varaþingmaður Pírata og barnaverndarstarfsmaður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar