Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Kristján Már Unnarsson skrifar 21. september 2022 22:11 Solveig Lára Guðmundsdóttir segir frá kórkápunni, sem varðveitt er í Auðunarstofu á Hólum. Sigurjón Ólason Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. Hólar í Hjaltadal urðu biskupssetur árið 1106 og umgjörð biskupsvígslunnar á Hólahátíð í síðasta mánuði hæfði sannarlega tign staðarins. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá prósessíuna á leið til kirkju. Þar gengu prestar í vígsluröð, yngstu prestarnir fremst, síðan prófastar og biskupar. Í biskupsvígslunni bar Solveig Lára kórkápuna á leið til kirkju. Við hlið hennar er Kristján Björnsson, vígslubiskup Skálholts, en fyrir aftan Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Fyrir framan eru fyrrverandi vígslubiskupar, Kristján Valur Ingólfsson og Jón Aðalsteinn Baldvinsson.Árni Gunnarsson, Sauðárkróki Verðandi vígslubiskup, séra Gísli Gunnarsson í Glaumbæ, gekk á undan biskupum frá hinum Norðurlöndunum. Aftast komu svo vígðir biskupar Íslands, fyrrverandi og núverandi vígslubiskupar, og loks biskupinn yfir Íslandi, Agnes M. Sigurðardóttir. Á leið til kirkju bar Solveig Lára kórkápuna en eftir að búið var að vígja nýjan biskup, setja biskupskross um háls hans, skipti kápan um herðar. Vígsla Gísla var innsigluð með því að hann var klæddur kápunni. Frá biskupsvígslunni í Hóladómkirkju þann 14. ágúst síðastliðinn.Árni Gunnarsson, Sauðárkróki Við Auðunarstofu hittum við Solveigu Láru og eiginmann hennar, séra Gylfa Jónsson, en þau hafa núna kvatt Hóla eftir tíu ára búsetu á biskupssetrinu. Á skrifstofu biskups sýnir hún okkur kórkápuna sem er gerð eftir kápu Jóns Arasonar Hólabiskups. „Frumgerðin, sem sagt gamla kápan, er á Þjóðminjasafninu. En Jón Aðalsteinn Baldvinsson og Margrét Sigtryggsdóttir, konan hans, gáfu þessa kápu til minningar um Sigrúnu Jónsdóttur, dóttur sína, sem dó úr krabbameini frá þremur ungum börnum,“ segir Solveig Lára. Kórkápan komin á herðar nýs vígslubiskups Hólastiftis, Gísla Gunnarssonar, eftir vígslu.Árni Gunnarsson, Sauðárkróki Og það var einmitt Jón Aðalsteinn, þáverandi vígslubiskup Hóla, sem fyrstur bar kápuna opinberlega og vígði hana á Hólahátíð árið 2008. „En það var Ólína Bragadóttir Weightman sem saumaði þetta. Og hún var sem sagt fjóra tíma á dag, fimm daga vikunnar í þrjú ár, að sauma þetta. Og þetta er algjört listaverk. Og þvílíkur heiður að fá að bera þessa kápu,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þjóðkirkjan Skagafjörður Trúmál Tíska og hönnun Vistaskipti Um land allt Handverk Fornminjar Tengdar fréttir Séra Gísli nýr vígslubiskup að Hólum Séra Gísli Gunnarsson verður nýr vígslubiskup að Hólum eftir að úrslit vígslubiskupskosninga urðu ljós í dag. 28. júní 2022 15:32 Solveig Lára vígslubiskup á Hólum lætur af embætti Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, tilkynnti á kirkjuþingi sem hófst í morgun að hún hygðist láta af embætti 1. september næstkomandi. 26. mars 2022 14:11 Stórafmælið lendir á nýjum biskupi Sérlega mikil hátíðarhöld verða á Hólahátíðinni á Hólum í Hjaltadal um næstu helgi, enda fagnað í leiðinni 250 ára afmæli Hóladómkirkju sem er elsta steinkirkja landsins. 13. ágúst 2013 09:00 Solveig Lára nýr vígslubiskup á Hólum Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir var vígð til embættis vígslubiskups á Hólum í dag. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, sá um vígsluna. Séra Solveig er önnur konan sem tekur biskupsvígslu en frú Agnes hafði áður gegnt embættinu. 12. ágúst 2012 17:51 Agnes tók við biskupsembætti Íslands Agnes M. Sigurðardóttir hefur formlega tekið við embætti biskups Íslands. Fjölmenni var í Hallgrímskirkju þegar vígsluathöfnin hófst klukkan 14 í dag. 24. júní 2012 14:56 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Hólar í Hjaltadal urðu biskupssetur árið 1106 og umgjörð biskupsvígslunnar á Hólahátíð í síðasta mánuði hæfði sannarlega tign staðarins. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá prósessíuna á leið til kirkju. Þar gengu prestar í vígsluröð, yngstu prestarnir fremst, síðan prófastar og biskupar. Í biskupsvígslunni bar Solveig Lára kórkápuna á leið til kirkju. Við hlið hennar er Kristján Björnsson, vígslubiskup Skálholts, en fyrir aftan Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Fyrir framan eru fyrrverandi vígslubiskupar, Kristján Valur Ingólfsson og Jón Aðalsteinn Baldvinsson.Árni Gunnarsson, Sauðárkróki Verðandi vígslubiskup, séra Gísli Gunnarsson í Glaumbæ, gekk á undan biskupum frá hinum Norðurlöndunum. Aftast komu svo vígðir biskupar Íslands, fyrrverandi og núverandi vígslubiskupar, og loks biskupinn yfir Íslandi, Agnes M. Sigurðardóttir. Á leið til kirkju bar Solveig Lára kórkápuna en eftir að búið var að vígja nýjan biskup, setja biskupskross um háls hans, skipti kápan um herðar. Vígsla Gísla var innsigluð með því að hann var klæddur kápunni. Frá biskupsvígslunni í Hóladómkirkju þann 14. ágúst síðastliðinn.Árni Gunnarsson, Sauðárkróki Við Auðunarstofu hittum við Solveigu Láru og eiginmann hennar, séra Gylfa Jónsson, en þau hafa núna kvatt Hóla eftir tíu ára búsetu á biskupssetrinu. Á skrifstofu biskups sýnir hún okkur kórkápuna sem er gerð eftir kápu Jóns Arasonar Hólabiskups. „Frumgerðin, sem sagt gamla kápan, er á Þjóðminjasafninu. En Jón Aðalsteinn Baldvinsson og Margrét Sigtryggsdóttir, konan hans, gáfu þessa kápu til minningar um Sigrúnu Jónsdóttur, dóttur sína, sem dó úr krabbameini frá þremur ungum börnum,“ segir Solveig Lára. Kórkápan komin á herðar nýs vígslubiskups Hólastiftis, Gísla Gunnarssonar, eftir vígslu.Árni Gunnarsson, Sauðárkróki Og það var einmitt Jón Aðalsteinn, þáverandi vígslubiskup Hóla, sem fyrstur bar kápuna opinberlega og vígði hana á Hólahátíð árið 2008. „En það var Ólína Bragadóttir Weightman sem saumaði þetta. Og hún var sem sagt fjóra tíma á dag, fimm daga vikunnar í þrjú ár, að sauma þetta. Og þetta er algjört listaverk. Og þvílíkur heiður að fá að bera þessa kápu,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Þjóðkirkjan Skagafjörður Trúmál Tíska og hönnun Vistaskipti Um land allt Handverk Fornminjar Tengdar fréttir Séra Gísli nýr vígslubiskup að Hólum Séra Gísli Gunnarsson verður nýr vígslubiskup að Hólum eftir að úrslit vígslubiskupskosninga urðu ljós í dag. 28. júní 2022 15:32 Solveig Lára vígslubiskup á Hólum lætur af embætti Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, tilkynnti á kirkjuþingi sem hófst í morgun að hún hygðist láta af embætti 1. september næstkomandi. 26. mars 2022 14:11 Stórafmælið lendir á nýjum biskupi Sérlega mikil hátíðarhöld verða á Hólahátíðinni á Hólum í Hjaltadal um næstu helgi, enda fagnað í leiðinni 250 ára afmæli Hóladómkirkju sem er elsta steinkirkja landsins. 13. ágúst 2013 09:00 Solveig Lára nýr vígslubiskup á Hólum Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir var vígð til embættis vígslubiskups á Hólum í dag. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, sá um vígsluna. Séra Solveig er önnur konan sem tekur biskupsvígslu en frú Agnes hafði áður gegnt embættinu. 12. ágúst 2012 17:51 Agnes tók við biskupsembætti Íslands Agnes M. Sigurðardóttir hefur formlega tekið við embætti biskups Íslands. Fjölmenni var í Hallgrímskirkju þegar vígsluathöfnin hófst klukkan 14 í dag. 24. júní 2012 14:56 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Séra Gísli nýr vígslubiskup að Hólum Séra Gísli Gunnarsson verður nýr vígslubiskup að Hólum eftir að úrslit vígslubiskupskosninga urðu ljós í dag. 28. júní 2022 15:32
Solveig Lára vígslubiskup á Hólum lætur af embætti Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, tilkynnti á kirkjuþingi sem hófst í morgun að hún hygðist láta af embætti 1. september næstkomandi. 26. mars 2022 14:11
Stórafmælið lendir á nýjum biskupi Sérlega mikil hátíðarhöld verða á Hólahátíðinni á Hólum í Hjaltadal um næstu helgi, enda fagnað í leiðinni 250 ára afmæli Hóladómkirkju sem er elsta steinkirkja landsins. 13. ágúst 2013 09:00
Solveig Lára nýr vígslubiskup á Hólum Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir var vígð til embættis vígslubiskups á Hólum í dag. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, sá um vígsluna. Séra Solveig er önnur konan sem tekur biskupsvígslu en frú Agnes hafði áður gegnt embættinu. 12. ágúst 2012 17:51
Agnes tók við biskupsembætti Íslands Agnes M. Sigurðardóttir hefur formlega tekið við embætti biskups Íslands. Fjölmenni var í Hallgrímskirkju þegar vígsluathöfnin hófst klukkan 14 í dag. 24. júní 2012 14:56