Laug því að stóri bróðir væri faðir sinn Snorri Másson skrifar 22. september 2022 08:52 Kópavogsbúi á áttræðisaldri með einstakan persónuleika er aðalpersónan í nýrri heimildarmynd þar sem fjallað er um leit hans að uppruna sínum í Bandaríkjunum. Rætt var við Árna Jón Árnason í Íslandi í dag, sem lýsir því hvernig líf hans hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu. Viðtalið hefst á tólftu mínútu. Árni átti erfitt með að útskýra það á yngri árum hver faðir hans væri. „Einu sinni benti ég á elsta bróður minn jafnvel, að hann væri pabbi minn. Það fór nú mjög vandræðalega, sko. Það komst náttúrulega upp,“ segir Árni.Vísir Árni Jón er fæddur í fæddur árið 1945 í Reykjavík. Móðir hans var þá 46 ára, hún var ekkja og sagði Árna aldrei hver faðir hans var. Árni átti ekki gott eða náið samband við móður sína, sem lést svo þegar hann var 15 ára og áfram vissi hann ekkert um faðerni sitt. Árni átti flókin fullorðinsár sem einkenndust af taugaáfalli og öðrum erfiðleikum og hann var vitanlega orðinn alveg úrkula vonar um að finna föður sinn þegar hann fékk símtal einn daginn árið 2017 frá Viktoríu Hermannsdóttur fjölmiðlakonu. Mögulegur bandarískur hálfbróðir, sonur fyrrum hermanns, var að leita að ættingjum sínum á Íslandi. Átti hann þessa ættingja og átti Árni fjölskyldu vestanhafs? Um það fjallar kvikmyndin Velkominn Árni, sem nú sýnd í Bíó Paradís. „Hún hringir bara allt í einu í mig einn daginn og sagði mér að mögulegur bróðir minn frá Vesturheimi væri að svipast eftir mér. Sá sagði mér síðan að faðir minn, væntanlega, hefði sagt honum nafnið á móður minni,“ segir Árni. Þegar Árni var kominn í samband við þennan mögulega bróður vestanhafs upphefst rannsókn þeirra á mögulegum skyldleika með tilheyrandi erfðafræðirannsóknum og óvæntum vendingum. Árni og David Balsam. Faðir Balsam var hermaður á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni og sagði syni sínum frá því skömmu áður en hann lést að hann ætti barn á Íslandi.Aðsend mynd En um leið er sagt frá þyrnum stráðu ferðalagi Árna í gegnum lífið – hvernig er að alast upp án föður? „Það var dálítið snúið, bæði út á við og inn á við líka. Auðvitað vissi ég að ég væri ástandsbarn en einhvern veginn gat ég ekki sagt það bara hreint út þegar fólk var að spyrja. Einu sinni benti ég á elsta bróður minn jafnvel, að hann væri pabbi minn. Það fór nú mjög vandræðalega, sko. Það komst náttúrulega upp,“ segir Árni. Í seinni tíð segist Árni hafa fyrirgefið foreldrum sínum að hafa ekki gert hreint fyrir sínum dyrum gagnvart honum. Kannski má síðan halda því fram að Árni hafi eignast nýja fjölskyldu á efri árum - ekki aðeins blóðfjölskylduna sem hann leitar í kvikmyndinni, heldur líka Viktoríu Hermannsdóttur kvikmyndagerðarkonu og Sólmund Hólm eiginmann hennar, sem hafa tekið honum opnum örmum. „Ég er eiginlega bara kominn inn í fjölskylduna. Það á bara eftir að gera það formlega,“ segir Árni, sem hefur jafnvel varið jólunum með þessum vinum sínum. Ísland í dag Seinni heimsstyrjöldin Kópavogur Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14. september 2022 20:01 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Árni átti erfitt með að útskýra það á yngri árum hver faðir hans væri. „Einu sinni benti ég á elsta bróður minn jafnvel, að hann væri pabbi minn. Það fór nú mjög vandræðalega, sko. Það komst náttúrulega upp,“ segir Árni.Vísir Árni Jón er fæddur í fæddur árið 1945 í Reykjavík. Móðir hans var þá 46 ára, hún var ekkja og sagði Árna aldrei hver faðir hans var. Árni átti ekki gott eða náið samband við móður sína, sem lést svo þegar hann var 15 ára og áfram vissi hann ekkert um faðerni sitt. Árni átti flókin fullorðinsár sem einkenndust af taugaáfalli og öðrum erfiðleikum og hann var vitanlega orðinn alveg úrkula vonar um að finna föður sinn þegar hann fékk símtal einn daginn árið 2017 frá Viktoríu Hermannsdóttur fjölmiðlakonu. Mögulegur bandarískur hálfbróðir, sonur fyrrum hermanns, var að leita að ættingjum sínum á Íslandi. Átti hann þessa ættingja og átti Árni fjölskyldu vestanhafs? Um það fjallar kvikmyndin Velkominn Árni, sem nú sýnd í Bíó Paradís. „Hún hringir bara allt í einu í mig einn daginn og sagði mér að mögulegur bróðir minn frá Vesturheimi væri að svipast eftir mér. Sá sagði mér síðan að faðir minn, væntanlega, hefði sagt honum nafnið á móður minni,“ segir Árni. Þegar Árni var kominn í samband við þennan mögulega bróður vestanhafs upphefst rannsókn þeirra á mögulegum skyldleika með tilheyrandi erfðafræðirannsóknum og óvæntum vendingum. Árni og David Balsam. Faðir Balsam var hermaður á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni og sagði syni sínum frá því skömmu áður en hann lést að hann ætti barn á Íslandi.Aðsend mynd En um leið er sagt frá þyrnum stráðu ferðalagi Árna í gegnum lífið – hvernig er að alast upp án föður? „Það var dálítið snúið, bæði út á við og inn á við líka. Auðvitað vissi ég að ég væri ástandsbarn en einhvern veginn gat ég ekki sagt það bara hreint út þegar fólk var að spyrja. Einu sinni benti ég á elsta bróður minn jafnvel, að hann væri pabbi minn. Það fór nú mjög vandræðalega, sko. Það komst náttúrulega upp,“ segir Árni. Í seinni tíð segist Árni hafa fyrirgefið foreldrum sínum að hafa ekki gert hreint fyrir sínum dyrum gagnvart honum. Kannski má síðan halda því fram að Árni hafi eignast nýja fjölskyldu á efri árum - ekki aðeins blóðfjölskylduna sem hann leitar í kvikmyndinni, heldur líka Viktoríu Hermannsdóttur kvikmyndagerðarkonu og Sólmund Hólm eiginmann hennar, sem hafa tekið honum opnum örmum. „Ég er eiginlega bara kominn inn í fjölskylduna. Það á bara eftir að gera það formlega,“ segir Árni, sem hefur jafnvel varið jólunum með þessum vinum sínum.
Ísland í dag Seinni heimsstyrjöldin Kópavogur Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14. september 2022 20:01 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14. september 2022 20:01