Hrúga af orðum Gunnar Dan Wiium skrifar 21. september 2022 07:31 Þetta er ekki skoðun heldu reynsla, reynsla sem sýndi mér að það er okkur hulin heimur sem tækin geta ekki mælt. Við rífumst og hótum hvort öðru með sprengjum, eitrum fyrir hvort öðru eins og að ég sé ekki þú. En ég sat í þessu rými með öðru fólki. Þetta var svona hugleiðslufundur, shitt hvað ég var búin að langt úti, þetta var einskonar geðrof, tengslarof. Ég var svo búin á því inn í kjarnan, ekkert eftir en allt út um allt, hvernig er það hægt, að eiga ekkert eftir en á sama tíma er allt út um allt eiginlega? Það eru 3 vikur síðan ég stöðvaði neyslu á öllu þessu drasli ég var að klína í mig og á, lungun, nefholið, maginn, fylla þetta drasl af drasli þar til fyrir 3 vikum. Mér var sagt á degi eitt að sársaukin og þreytan kæmi yfir mig eins og heil herdeild um leið og rofaði til. Það var rétt, það fór að rofa til og vonleysið heltist yfir mig, sársaukinn inn í, allt var á iði og mér var allsstaðar íllt nema þegar ég svaf. Mér var sagt að allt væri út um allt og athyglin sprengt og því þyrfti ég, égið að verða eftirtekt, sargent eftirtekt. Ég þyrfti að beina athygli að föstum takt, sveiflu, búm-búm-búm-búm, möntru. Ég þyrfti að hengja athyglina á hana, möntruna og um leið og athyglin byrjaði að leita annað ætti ég að beina henni tilbaka að möntrunni. Mantran eru fótsporin að miklum hvell. Þarna sit ég með öllu þessu fólki og hugleiðslan hefst, hún á að standa í hálftíma og rýmið er myrkvað. Mér er allstaðar íllt, axlir, bak, og hné, mér klæjar allstaðar, það er allt asnalegt. En ég fer af stað eins og ég er búin að gera síðustu 3 vikur, það veitir mér slökun en andskotanum erfitt að halda fókus í meira en nokkrar sekundur í einu, en aftur að möntrunni. Svo gerist það, slökun færist yfir mig, ég fer að finna fyrir doða í höndum. Það er eins og líkaminn stífni upp án áreynslu, steingervist. Útlimir mínir eru kassóttir gráir steinar, þungir sem allt sem er til en engin sársauki. Hann er horfin, engin sársauki. Ég dreg athyglina aftur að möntrunni, spáðu ekki í þessu hugsaði ég, haltu áfram. Smátt og smátt er sem andardrátturinn nánast hverfi, hann er þarna, örfínn, eins og silki, grunnur, mjúkur og stöðugur en nánast óþarfur. Ég finn ekkert fyrir líkamanum lengur, hann er horfin. Það er bara þessi silki fíni dráttur af lofti, drátturinn er mantran, orðin eru horfin. Yfir mig, ég´ið, það, sá, hana sem sér, upplifir, yfir hina kjörnuðu eftirtekt ríður yfir eins og öldur af orku, einskonar ljósi svo öflugu að það hafði og hefur massa. Ríður yfir mig með ólýsanlegri sælutilfinningu. Ég sleppi öllu og er hvergi og þar er eftirtektin dregin upp giltan silkiþráð og svo er bara ljós, ekkert nema ljós, allt ljós sem er. Þar er allt en ekkert samtímis. Ég skynja ekkert nema ljós og með henni fylgir vissa sem sagði mér allan sannleika heimsins í einu hljóðlausu orði. Engin tími, ekkert en allt. Ég er að koma tilbaka og þá finn ég fyrir lífinu í kringum mig, ég finn það án fjarlægðar, ég finn og skynja lífið óendanlega langt í burtu en í mér og ég í þeim á sama tíma. Ég var allir í rýminu, allt í rýminu. Ég kom tilbaka grátin, hlæjandi, verkjalaus, heill. Ég vissi að allt færi vel því framtíðin er hér og ekkert stenst núið. Ég kem þessari lýsingu, reynslu í orð því hún er hornsteinninn, þetta móment þar sem augun opnast og aftur er ég fæddur og í þeim eina tilgangi að deyja með reisn og í öryggi. Eitthvað dó og eitthvað fæddist, andardrátturinn sem fæðir af sér. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þetta er ekki skoðun heldu reynsla, reynsla sem sýndi mér að það er okkur hulin heimur sem tækin geta ekki mælt. Við rífumst og hótum hvort öðru með sprengjum, eitrum fyrir hvort öðru eins og að ég sé ekki þú. En ég sat í þessu rými með öðru fólki. Þetta var svona hugleiðslufundur, shitt hvað ég var búin að langt úti, þetta var einskonar geðrof, tengslarof. Ég var svo búin á því inn í kjarnan, ekkert eftir en allt út um allt, hvernig er það hægt, að eiga ekkert eftir en á sama tíma er allt út um allt eiginlega? Það eru 3 vikur síðan ég stöðvaði neyslu á öllu þessu drasli ég var að klína í mig og á, lungun, nefholið, maginn, fylla þetta drasl af drasli þar til fyrir 3 vikum. Mér var sagt á degi eitt að sársaukin og þreytan kæmi yfir mig eins og heil herdeild um leið og rofaði til. Það var rétt, það fór að rofa til og vonleysið heltist yfir mig, sársaukinn inn í, allt var á iði og mér var allsstaðar íllt nema þegar ég svaf. Mér var sagt að allt væri út um allt og athyglin sprengt og því þyrfti ég, égið að verða eftirtekt, sargent eftirtekt. Ég þyrfti að beina athygli að föstum takt, sveiflu, búm-búm-búm-búm, möntru. Ég þyrfti að hengja athyglina á hana, möntruna og um leið og athyglin byrjaði að leita annað ætti ég að beina henni tilbaka að möntrunni. Mantran eru fótsporin að miklum hvell. Þarna sit ég með öllu þessu fólki og hugleiðslan hefst, hún á að standa í hálftíma og rýmið er myrkvað. Mér er allstaðar íllt, axlir, bak, og hné, mér klæjar allstaðar, það er allt asnalegt. En ég fer af stað eins og ég er búin að gera síðustu 3 vikur, það veitir mér slökun en andskotanum erfitt að halda fókus í meira en nokkrar sekundur í einu, en aftur að möntrunni. Svo gerist það, slökun færist yfir mig, ég fer að finna fyrir doða í höndum. Það er eins og líkaminn stífni upp án áreynslu, steingervist. Útlimir mínir eru kassóttir gráir steinar, þungir sem allt sem er til en engin sársauki. Hann er horfin, engin sársauki. Ég dreg athyglina aftur að möntrunni, spáðu ekki í þessu hugsaði ég, haltu áfram. Smátt og smátt er sem andardrátturinn nánast hverfi, hann er þarna, örfínn, eins og silki, grunnur, mjúkur og stöðugur en nánast óþarfur. Ég finn ekkert fyrir líkamanum lengur, hann er horfin. Það er bara þessi silki fíni dráttur af lofti, drátturinn er mantran, orðin eru horfin. Yfir mig, ég´ið, það, sá, hana sem sér, upplifir, yfir hina kjörnuðu eftirtekt ríður yfir eins og öldur af orku, einskonar ljósi svo öflugu að það hafði og hefur massa. Ríður yfir mig með ólýsanlegri sælutilfinningu. Ég sleppi öllu og er hvergi og þar er eftirtektin dregin upp giltan silkiþráð og svo er bara ljós, ekkert nema ljós, allt ljós sem er. Þar er allt en ekkert samtímis. Ég skynja ekkert nema ljós og með henni fylgir vissa sem sagði mér allan sannleika heimsins í einu hljóðlausu orði. Engin tími, ekkert en allt. Ég er að koma tilbaka og þá finn ég fyrir lífinu í kringum mig, ég finn það án fjarlægðar, ég finn og skynja lífið óendanlega langt í burtu en í mér og ég í þeim á sama tíma. Ég var allir í rýminu, allt í rýminu. Ég kom tilbaka grátin, hlæjandi, verkjalaus, heill. Ég vissi að allt færi vel því framtíðin er hér og ekkert stenst núið. Ég kem þessari lýsingu, reynslu í orð því hún er hornsteinninn, þetta móment þar sem augun opnast og aftur er ég fæddur og í þeim eina tilgangi að deyja með reisn og í öryggi. Eitthvað dó og eitthvað fæddist, andardrátturinn sem fæðir af sér. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar