Kallar konurnar „upphlaupsmanneskjur“ og „svikakvensur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2022 07:22 Hjörleifur kallar sig „guðföður“ lista Flokks fólksins en efstu konur á lista „upphlaupsmanneskjur“ og „svikakvensur“. Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, sem kallar sig „guðföður“ framboðslista Flokks fólksins á Akureyri, hefur ritað aðsenda grein á Akureyri.net þar sem hann svarar þremur konum á listanum sem hafa sakað karlmenn í forystunni á Akureyri um lítilsvirðingu, rógburð og áreiti. Í greininni talar Hjörleifur ítrekað um konurnar sem „svikakvendi“ eða „svikakvensur“ og gerir að því skóna að ein þeirra, Tinna Guðmundsdóttir, sé veik á geði. Þar vísar hann til meintra sögusagna og segist meðal annars ekki hafa þorað að bjóða Tinnu að gista hjá sér. „Tinna kom oftar en einu sinni heim til mín að degi til vegna þess að hún sá um alla tölvuvinnu fyrir framboðið. Ég hefði einfaldlega ekki þorað að bjóða henni að kvöldi og alls ekki boðið gistingu þar sem ég hafði margt misjafnt um hana heyrt og sel ekki dýrar en ég keypti eins og fyrr segir e.t.v. minnugur þeirrar umfjöllunar um ýmislegt misyndisfólks sem er ekki heilt á geði og ber fyrir sig jafnvel hnífa,“ segir Hjörleifur. Um aðra, Hannesínu Scheving Virgild Chester, segist hann vart hafa hitt „ómerkilegri persónu enda svikakvendi“. „Lýsingar hennar á að hafa sett söfnunarlista inn um bréfalúguna og hlaupið í flýti í burtu vegna hræðslu við mig og símtöl mín við hana sem hún af „manngæsku sinni“ hætti að svars voru frá minni hálfu liður í því að bera klæði á vopnin þegar að ég skynjaði hvernig ástandið var að þróast og þetta er sannleikur málsins. Stundum heimsækja mig konur án hræðslumerkja enda fer vel á með okkur og þær verða ekki varar við kynlífstilburði af minni hálfu.“ Hjörleifur segir konurnar hafa útilokað hann frá fundarsetu með því að segjast ekki myndu mæta ef hann mætti, „sjálfur guðfaðir framboðsins“ eins og hann orðar það. Hann segist íhuga alvarlega að stefna „svikakvensunum“ fyrir meiðyrði og jafnvel kynferðisofbeldi. Grein Hjörleifs. Akureyri Flokkur fólksins MeToo Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Sjá meira
Í greininni talar Hjörleifur ítrekað um konurnar sem „svikakvendi“ eða „svikakvensur“ og gerir að því skóna að ein þeirra, Tinna Guðmundsdóttir, sé veik á geði. Þar vísar hann til meintra sögusagna og segist meðal annars ekki hafa þorað að bjóða Tinnu að gista hjá sér. „Tinna kom oftar en einu sinni heim til mín að degi til vegna þess að hún sá um alla tölvuvinnu fyrir framboðið. Ég hefði einfaldlega ekki þorað að bjóða henni að kvöldi og alls ekki boðið gistingu þar sem ég hafði margt misjafnt um hana heyrt og sel ekki dýrar en ég keypti eins og fyrr segir e.t.v. minnugur þeirrar umfjöllunar um ýmislegt misyndisfólks sem er ekki heilt á geði og ber fyrir sig jafnvel hnífa,“ segir Hjörleifur. Um aðra, Hannesínu Scheving Virgild Chester, segist hann vart hafa hitt „ómerkilegri persónu enda svikakvendi“. „Lýsingar hennar á að hafa sett söfnunarlista inn um bréfalúguna og hlaupið í flýti í burtu vegna hræðslu við mig og símtöl mín við hana sem hún af „manngæsku sinni“ hætti að svars voru frá minni hálfu liður í því að bera klæði á vopnin þegar að ég skynjaði hvernig ástandið var að þróast og þetta er sannleikur málsins. Stundum heimsækja mig konur án hræðslumerkja enda fer vel á með okkur og þær verða ekki varar við kynlífstilburði af minni hálfu.“ Hjörleifur segir konurnar hafa útilokað hann frá fundarsetu með því að segjast ekki myndu mæta ef hann mætti, „sjálfur guðfaðir framboðsins“ eins og hann orðar það. Hann segist íhuga alvarlega að stefna „svikakvensunum“ fyrir meiðyrði og jafnvel kynferðisofbeldi. Grein Hjörleifs.
Akureyri Flokkur fólksins MeToo Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Sjá meira