Sara Björk á toppinn á Ítalíu | Bayern byrjar ekki vel Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2022 19:31 Sara Björk Gunnarsdóttir er komin á toppinn á Ítalíu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn á miðri miðju meistaraliðs Juventus er liðið vann 1-0 sigur á Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í liði Bayern München sem tókst ekki að landa sigri gegn Eintracht Frankfurt. Á Ítalíu var það hin ítalska Valentina Cernoia sem skoraði eina mark leiksins er Juventus vann nauman sigur á Rómverjum. Markið kom snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Sigurinn lyftir Juventus upp í toppsæti deildarinnar með sjö stig að loknum þremur leikjum en Roma hafði unnið báða leiki sína í deildinni fyrir leik dagsins. Alexandra Jóhannsdóttir og stöllur hennar í Fiorentina geta náð toppsætinu með sigri á Parma á morgun, laugardag. Í Þýskalandi var Bayern München í heimsókn hjá Frankfurt. Þrátt fyrir mikla yfirburði gestanna tókst þeim ekki að skora og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Glódís Perla lék allan leikinn í miðri vörn Bæjara en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir voru ekki í leikmannahópi Bayern vegna meiðsla. Bayern byrjar tímabilið í raun á að misstíga sig. Eitthvað sem liðið mátti ekki við en reikna má með að liðið verði í harðri baráttu við Wolfsburg um titilinn. Hildur Antonsdóttir spilað sinn fyrsta leik fyrir Fortuna Sittard þegar hollenska úrvalsdeildin hófst. Hildur spilaði allan leikinn í 4-0 tapi gegn Ajax en tvö síðustu mörkin komu í uppbótartíma. Aron Sigurðarson spilaði 72 mínútur þegar AC Horsens vann Nordsjælland óvænt 1-0 á heimavelli en gestirnir eru topplið dönsku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Aron nældi sér í gult spjald í fyrri hálfleik. Horsen er í 5. sæti með 14 stig að loknum 10 leikjum. Fótbolti Ítalski boltinn Hollenski boltinn Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Á Ítalíu var það hin ítalska Valentina Cernoia sem skoraði eina mark leiksins er Juventus vann nauman sigur á Rómverjum. Markið kom snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Sigurinn lyftir Juventus upp í toppsæti deildarinnar með sjö stig að loknum þremur leikjum en Roma hafði unnið báða leiki sína í deildinni fyrir leik dagsins. Alexandra Jóhannsdóttir og stöllur hennar í Fiorentina geta náð toppsætinu með sigri á Parma á morgun, laugardag. Í Þýskalandi var Bayern München í heimsókn hjá Frankfurt. Þrátt fyrir mikla yfirburði gestanna tókst þeim ekki að skora og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Glódís Perla lék allan leikinn í miðri vörn Bæjara en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir voru ekki í leikmannahópi Bayern vegna meiðsla. Bayern byrjar tímabilið í raun á að misstíga sig. Eitthvað sem liðið mátti ekki við en reikna má með að liðið verði í harðri baráttu við Wolfsburg um titilinn. Hildur Antonsdóttir spilað sinn fyrsta leik fyrir Fortuna Sittard þegar hollenska úrvalsdeildin hófst. Hildur spilaði allan leikinn í 4-0 tapi gegn Ajax en tvö síðustu mörkin komu í uppbótartíma. Aron Sigurðarson spilaði 72 mínútur þegar AC Horsens vann Nordsjælland óvænt 1-0 á heimavelli en gestirnir eru topplið dönsku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Aron nældi sér í gult spjald í fyrri hálfleik. Horsen er í 5. sæti með 14 stig að loknum 10 leikjum.
Fótbolti Ítalski boltinn Hollenski boltinn Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira