Dapurt að ásökunum um kynferðislegt áreiti hafi verið slengt fram Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. september 2022 11:03 Inga Sæland formaður Flokks fólksins stefnir á ferð til Akureyrar til að ræða við þá sem tengjast málinu. vísir/Vilhelm Formaður Flokks fólksins þvertekur fyrir að nokkur í forystusveit flokksins á Akureyri hafi verið sakaður um kynferðislegt áreiti. Hún segir dapurt að því hugtaki hafi verið slengt fram í ásökunum þriggja kvenna innan flokksins því nú liggi allir undir grun. Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um ásakanir þriggja kvenna innan flokksins á Akureyri á hendur ónefndum flokksbræðrum sínum. Konurnar sögðust vera sífellt lítilsvirtar og hunsaðar af körlunum, jafnvel kallaðar of geðveikar til að hægt væri að taka mark á þeim og loks segjast þær sumar hafa mátt sæta kynferðislegu áreiti og óviðeigandi framkomu af hálfu karla innan flokksins fyrir norðan. Jón Hjaltason, sem sat í þriðja sæti á lista flokksins, vísaði þessum ásökunum alfarið á bug í samtali við Vísi og hefur tilkynnt að hann muni krefjast lögreglurannsóknar á þessum ásökunum. Hann sagði að þær væru mannorðsskemmandi og óhjákvæmilega liggju nú allir karlar í flokkum fyrir norðan undir grun um kynferðislegt áreiti. Inga Sæland, formaður flokksins, ræddi þessi mál í Bítinu í morgun. „Þess vegna var það náttúrulega dapurt að koma með þetta hugtak, kynferðislega áreitni, fram það er eins og allir liggi þá undir sama grun, sem er ekki. Það er mjög óviðurkvæmilegt. Og ég get sagt það hér að það er enginn í forystusveitinni sem liggur undir neinu slíku ámæli, engu,“ sagði Inga. Stjórn flokksins mun ekki rannsaka ásakanir um kynferðislega áreitni. „Ég segi bara einfaldlega að það er ekki á okkar borði ef það er um eitthvað kynferðislegt að ræða. Þá er það ekki mitt eða stjórnar Flokks fólksins að fara að fjalla um slík mál. Það mál er ekki þannig vaxið að við förum að blanda okkur í það í stjórn Flokks fólksins. Við erum ekki dómstóll eða ákæruvald.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er það helst bréf sem konurnar segja oddvita flokksins Brynjólf Ingvarsson hafa skrifað um þær og hótað að birta sem er til skoðunar. Stjórnin mun á næstunni fara yfir gríðarlegan fjölda tólvupósta milli kvennanna og þeirra karla sem um ræðir. Brynjólfur vildi ekki veita viðtal vegna málsins. Reka ekki „fjölskyldumeðlimi“ að óþörfu Inga segist ekki ætla að flýta sér um of að fella dóm í málinu. Stjórnin ætlar að ferðast til Akureyrar á næstunni til að reyna að ræða við alla sem koma að málinu. „Við náttúrulega gerum allt til þess að vera áfram í fjölskyldunni. Við rekum enga fjölskyldumeðlimi í burtu ef að það er óþarfi. Það liggur í hlutarins eðli,“ segir Inga. Inga sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að stefnt hefði verið á ferð stjórnar norður um helgina en það hefði ekki gengið upp. Fram að helgi væru nóg verkefni að takast á við á þingi og því ljóst að ekkert verður af fundum milli stjórnar og forystunnar á Akureyri fyrr en í næstu viku. Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Tengdar fréttir Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um ásakanir þriggja kvenna innan flokksins á Akureyri á hendur ónefndum flokksbræðrum sínum. Konurnar sögðust vera sífellt lítilsvirtar og hunsaðar af körlunum, jafnvel kallaðar of geðveikar til að hægt væri að taka mark á þeim og loks segjast þær sumar hafa mátt sæta kynferðislegu áreiti og óviðeigandi framkomu af hálfu karla innan flokksins fyrir norðan. Jón Hjaltason, sem sat í þriðja sæti á lista flokksins, vísaði þessum ásökunum alfarið á bug í samtali við Vísi og hefur tilkynnt að hann muni krefjast lögreglurannsóknar á þessum ásökunum. Hann sagði að þær væru mannorðsskemmandi og óhjákvæmilega liggju nú allir karlar í flokkum fyrir norðan undir grun um kynferðislegt áreiti. Inga Sæland, formaður flokksins, ræddi þessi mál í Bítinu í morgun. „Þess vegna var það náttúrulega dapurt að koma með þetta hugtak, kynferðislega áreitni, fram það er eins og allir liggi þá undir sama grun, sem er ekki. Það er mjög óviðurkvæmilegt. Og ég get sagt það hér að það er enginn í forystusveitinni sem liggur undir neinu slíku ámæli, engu,“ sagði Inga. Stjórn flokksins mun ekki rannsaka ásakanir um kynferðislega áreitni. „Ég segi bara einfaldlega að það er ekki á okkar borði ef það er um eitthvað kynferðislegt að ræða. Þá er það ekki mitt eða stjórnar Flokks fólksins að fara að fjalla um slík mál. Það mál er ekki þannig vaxið að við förum að blanda okkur í það í stjórn Flokks fólksins. Við erum ekki dómstóll eða ákæruvald.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er það helst bréf sem konurnar segja oddvita flokksins Brynjólf Ingvarsson hafa skrifað um þær og hótað að birta sem er til skoðunar. Stjórnin mun á næstunni fara yfir gríðarlegan fjölda tólvupósta milli kvennanna og þeirra karla sem um ræðir. Brynjólfur vildi ekki veita viðtal vegna málsins. Reka ekki „fjölskyldumeðlimi“ að óþörfu Inga segist ekki ætla að flýta sér um of að fella dóm í málinu. Stjórnin ætlar að ferðast til Akureyrar á næstunni til að reyna að ræða við alla sem koma að málinu. „Við náttúrulega gerum allt til þess að vera áfram í fjölskyldunni. Við rekum enga fjölskyldumeðlimi í burtu ef að það er óþarfi. Það liggur í hlutarins eðli,“ segir Inga. Inga sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að stefnt hefði verið á ferð stjórnar norður um helgina en það hefði ekki gengið upp. Fram að helgi væru nóg verkefni að takast á við á þingi og því ljóst að ekkert verður af fundum milli stjórnar og forystunnar á Akureyri fyrr en í næstu viku.
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Tengdar fréttir Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53