Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. september 2022 20:30 Þeir Sverrir Björn Björnsson varðstjóri Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og Halldór Óskarsson slökkviliðsmaður hjá sama embætti vara fólk við að hlaða rafhjól inni hjá sér. Sífellt fleiri eldsvoðar verða slíkra hjóla. Vísir/Egill Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. Altjón varð í bruna í Hafnarfirði í síðasta mánuði þegar kviknaði í rafmagnshlaupahjóli í íbúð og eldurinn náði að breiðast út á örskömmum tíma. Á Youtube er að finna myndbönd þar sem eftirlitsmyndavélar ná því þegar kviknar í rafmagnshjólum og rafhlaðan springur. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur að minnsta kosti farið í fjögur útköll síðasta mánuðinn eftir að kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjóli. Það er svipuð þróun og hefur verið annars staðar á Norðurlöndum. „Það hefur orðið aukning hjá okkur á tilfellum þar sem eldsvoðar verða eftir að það kviknar í rafmagnshlaupahjóli. Þegar það gerist er eldurinn oft fljótur að breiðast út. Þá erum líka að fara meira í útköll þar sem kviknar í þessum hjólum þar sem þau standa ein og sér, “ segir Sverrir Björn Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir einnig dæmi um eldsvoða eftir að það kviknaði í út frá rafmagnsreiðhjóli. „Þetta getur verið einhver bilun í hjólum eða fólk kannski ekki að hlaða þau á réttum stöðum. En við sjáum þessa fjölgun á brunum af völdum lítilla rafmagnsfarartækja,“ segir hann. Vara fólk við að hafa rafmagnsfarartæki inni hjá sér Þeir ráða fólki frá því að geyma og hlaða rafmagnsfarartæki inni í íbúðum. „Það getur orðið gríðarlegt tjón ef það kviknar í svona hjóli inni hjá fólki. Það er svo mikið afl í rafhlöðum þessara farartækja og ef þær springa getur allt nálægt brunnið á örskömmum tíma. Það getur því verið hættulegt að hafa þessi hjól inni, best er að hlaða þau úti,“ segir Halldór Óskarsson slökkviliðsmaður. Þeir benda líka á að slysum af völdum rafmagnshlaupahjóla fari fjölgandi. „Hraði fólks á þessum hjólum eykst sífellt og slysin verða þá alvarlegri. Við þurfum að læra betur að umgangast þessa nýju fararskjóta. Hvernig við ætlum að nota þá og hvar við getum hlaðið þá,“ segir Sverrir að lokum. Slökkvilið Slysavarnir Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14 Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00 Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05 Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. 8. júlí 2020 19:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Altjón varð í bruna í Hafnarfirði í síðasta mánuði þegar kviknaði í rafmagnshlaupahjóli í íbúð og eldurinn náði að breiðast út á örskömmum tíma. Á Youtube er að finna myndbönd þar sem eftirlitsmyndavélar ná því þegar kviknar í rafmagnshjólum og rafhlaðan springur. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur að minnsta kosti farið í fjögur útköll síðasta mánuðinn eftir að kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjóli. Það er svipuð þróun og hefur verið annars staðar á Norðurlöndum. „Það hefur orðið aukning hjá okkur á tilfellum þar sem eldsvoðar verða eftir að það kviknar í rafmagnshlaupahjóli. Þegar það gerist er eldurinn oft fljótur að breiðast út. Þá erum líka að fara meira í útköll þar sem kviknar í þessum hjólum þar sem þau standa ein og sér, “ segir Sverrir Björn Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir einnig dæmi um eldsvoða eftir að það kviknaði í út frá rafmagnsreiðhjóli. „Þetta getur verið einhver bilun í hjólum eða fólk kannski ekki að hlaða þau á réttum stöðum. En við sjáum þessa fjölgun á brunum af völdum lítilla rafmagnsfarartækja,“ segir hann. Vara fólk við að hafa rafmagnsfarartæki inni hjá sér Þeir ráða fólki frá því að geyma og hlaða rafmagnsfarartæki inni í íbúðum. „Það getur orðið gríðarlegt tjón ef það kviknar í svona hjóli inni hjá fólki. Það er svo mikið afl í rafhlöðum þessara farartækja og ef þær springa getur allt nálægt brunnið á örskömmum tíma. Það getur því verið hættulegt að hafa þessi hjól inni, best er að hlaða þau úti,“ segir Halldór Óskarsson slökkviliðsmaður. Þeir benda líka á að slysum af völdum rafmagnshlaupahjóla fari fjölgandi. „Hraði fólks á þessum hjólum eykst sífellt og slysin verða þá alvarlegri. Við þurfum að læra betur að umgangast þessa nýju fararskjóta. Hvernig við ætlum að nota þá og hvar við getum hlaðið þá,“ segir Sverrir að lokum.
Slökkvilið Slysavarnir Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14 Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00 Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05 Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. 8. júlí 2020 19:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14
Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00
Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05
Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. 8. júlí 2020 19:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent