Telur Mourinho hafa haft af sér heimsmeistaratitil Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. september 2022 08:01 Ekki vel til vina í dag líklega. vísir/Getty Sóknarmaðurinn umdeildi, Anthony Martial, fór í áhugavert viðtal á dögunum þar sem hann skýtur föstum skotum á fyrrum knattspyrnustjóra sína hjá Manchester United. Martial var keyptur til Man Utd sumarið 2015 og voru strax gerðar miklar væntingar til þessa franska sóknarmanns sem þótti þá einn efnilegasti leikmaður heims. Hann fór ágætlega af stað hjá enska stórveldinu og skoraði fimmtán mörk á sínu fyrsta tímabili; aðeins tvítugur að aldri og lék þá undir stjórn Louis van Gaal. Martial náði ekki að fylgja eftir ágætu fyrsta tímabili og hefur aðeins einu sinni náð að skora yfir 20 mörk á tímabili. Samkvæmt honum sjálfum á Jose Mourinho, sem tók við Man Utd sumarið 2016, stóra sök á því. „Þetta byrjaði með því að hann tók níuna af mér. Hann senti mér skilaboð þegar ég var fríi og spurði hvort ég vildi skipta um treyjunúmer og fara í treyju númer 11. Hann talaði um að það væri mikill heiður að taka númerið hans Ryan Giggs.“ „Ég svaraði honum með því að ég bæri mikla virðingu fyrir Giggs en ég myndi frekar vilja halda níunni. Þegar ég sneri til baka úr fríi sé ég að það er búið að setja mig í treyju númer 11,“ sagði Martial en Zlatan Ibrahimovic var þá mættur í níuna á Old Trafford. Martial hafði átt fast sæti í franska landsliðshópnum á árunum 2015-2017 en var ekki hluti af franska landsliðinu sem vann HM í Rússlandi 2018 og það svíður enn. Hann skrifar það einnig á Mourinho. „Hann vanvirti mig reglulega. Hann talaði um mig í fjölmiðlum; á svipaðan hátt og hann gerði um Benzema hjá Real Madrid. Tímabilið 17/18 var ég markahæsti leikmaður liðsins fyrri hluta tímabilsins en hann fékk inn Alexis Sanchez í janúar og ég spilaði ekki mikið eftir það.“ „Þetta var í aðdraganda HM og þetta hafði miklar afleiðingar fyrir mig, sérstaklega í ljósi þess að Frakkland vann svo HM og ég átti að vera með þeim þar,“ segir Martial. Enski boltinn Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
Martial var keyptur til Man Utd sumarið 2015 og voru strax gerðar miklar væntingar til þessa franska sóknarmanns sem þótti þá einn efnilegasti leikmaður heims. Hann fór ágætlega af stað hjá enska stórveldinu og skoraði fimmtán mörk á sínu fyrsta tímabili; aðeins tvítugur að aldri og lék þá undir stjórn Louis van Gaal. Martial náði ekki að fylgja eftir ágætu fyrsta tímabili og hefur aðeins einu sinni náð að skora yfir 20 mörk á tímabili. Samkvæmt honum sjálfum á Jose Mourinho, sem tók við Man Utd sumarið 2016, stóra sök á því. „Þetta byrjaði með því að hann tók níuna af mér. Hann senti mér skilaboð þegar ég var fríi og spurði hvort ég vildi skipta um treyjunúmer og fara í treyju númer 11. Hann talaði um að það væri mikill heiður að taka númerið hans Ryan Giggs.“ „Ég svaraði honum með því að ég bæri mikla virðingu fyrir Giggs en ég myndi frekar vilja halda níunni. Þegar ég sneri til baka úr fríi sé ég að það er búið að setja mig í treyju númer 11,“ sagði Martial en Zlatan Ibrahimovic var þá mættur í níuna á Old Trafford. Martial hafði átt fast sæti í franska landsliðshópnum á árunum 2015-2017 en var ekki hluti af franska landsliðinu sem vann HM í Rússlandi 2018 og það svíður enn. Hann skrifar það einnig á Mourinho. „Hann vanvirti mig reglulega. Hann talaði um mig í fjölmiðlum; á svipaðan hátt og hann gerði um Benzema hjá Real Madrid. Tímabilið 17/18 var ég markahæsti leikmaður liðsins fyrri hluta tímabilsins en hann fékk inn Alexis Sanchez í janúar og ég spilaði ekki mikið eftir það.“ „Þetta var í aðdraganda HM og þetta hafði miklar afleiðingar fyrir mig, sérstaklega í ljósi þess að Frakkland vann svo HM og ég átti að vera með þeim þar,“ segir Martial.
Enski boltinn Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira