Telur Mourinho hafa haft af sér heimsmeistaratitil Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. september 2022 08:01 Ekki vel til vina í dag líklega. vísir/Getty Sóknarmaðurinn umdeildi, Anthony Martial, fór í áhugavert viðtal á dögunum þar sem hann skýtur föstum skotum á fyrrum knattspyrnustjóra sína hjá Manchester United. Martial var keyptur til Man Utd sumarið 2015 og voru strax gerðar miklar væntingar til þessa franska sóknarmanns sem þótti þá einn efnilegasti leikmaður heims. Hann fór ágætlega af stað hjá enska stórveldinu og skoraði fimmtán mörk á sínu fyrsta tímabili; aðeins tvítugur að aldri og lék þá undir stjórn Louis van Gaal. Martial náði ekki að fylgja eftir ágætu fyrsta tímabili og hefur aðeins einu sinni náð að skora yfir 20 mörk á tímabili. Samkvæmt honum sjálfum á Jose Mourinho, sem tók við Man Utd sumarið 2016, stóra sök á því. „Þetta byrjaði með því að hann tók níuna af mér. Hann senti mér skilaboð þegar ég var fríi og spurði hvort ég vildi skipta um treyjunúmer og fara í treyju númer 11. Hann talaði um að það væri mikill heiður að taka númerið hans Ryan Giggs.“ „Ég svaraði honum með því að ég bæri mikla virðingu fyrir Giggs en ég myndi frekar vilja halda níunni. Þegar ég sneri til baka úr fríi sé ég að það er búið að setja mig í treyju númer 11,“ sagði Martial en Zlatan Ibrahimovic var þá mættur í níuna á Old Trafford. Martial hafði átt fast sæti í franska landsliðshópnum á árunum 2015-2017 en var ekki hluti af franska landsliðinu sem vann HM í Rússlandi 2018 og það svíður enn. Hann skrifar það einnig á Mourinho. „Hann vanvirti mig reglulega. Hann talaði um mig í fjölmiðlum; á svipaðan hátt og hann gerði um Benzema hjá Real Madrid. Tímabilið 17/18 var ég markahæsti leikmaður liðsins fyrri hluta tímabilsins en hann fékk inn Alexis Sanchez í janúar og ég spilaði ekki mikið eftir það.“ „Þetta var í aðdraganda HM og þetta hafði miklar afleiðingar fyrir mig, sérstaklega í ljósi þess að Frakkland vann svo HM og ég átti að vera með þeim þar,“ segir Martial. Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Martial var keyptur til Man Utd sumarið 2015 og voru strax gerðar miklar væntingar til þessa franska sóknarmanns sem þótti þá einn efnilegasti leikmaður heims. Hann fór ágætlega af stað hjá enska stórveldinu og skoraði fimmtán mörk á sínu fyrsta tímabili; aðeins tvítugur að aldri og lék þá undir stjórn Louis van Gaal. Martial náði ekki að fylgja eftir ágætu fyrsta tímabili og hefur aðeins einu sinni náð að skora yfir 20 mörk á tímabili. Samkvæmt honum sjálfum á Jose Mourinho, sem tók við Man Utd sumarið 2016, stóra sök á því. „Þetta byrjaði með því að hann tók níuna af mér. Hann senti mér skilaboð þegar ég var fríi og spurði hvort ég vildi skipta um treyjunúmer og fara í treyju númer 11. Hann talaði um að það væri mikill heiður að taka númerið hans Ryan Giggs.“ „Ég svaraði honum með því að ég bæri mikla virðingu fyrir Giggs en ég myndi frekar vilja halda níunni. Þegar ég sneri til baka úr fríi sé ég að það er búið að setja mig í treyju númer 11,“ sagði Martial en Zlatan Ibrahimovic var þá mættur í níuna á Old Trafford. Martial hafði átt fast sæti í franska landsliðshópnum á árunum 2015-2017 en var ekki hluti af franska landsliðinu sem vann HM í Rússlandi 2018 og það svíður enn. Hann skrifar það einnig á Mourinho. „Hann vanvirti mig reglulega. Hann talaði um mig í fjölmiðlum; á svipaðan hátt og hann gerði um Benzema hjá Real Madrid. Tímabilið 17/18 var ég markahæsti leikmaður liðsins fyrri hluta tímabilsins en hann fékk inn Alexis Sanchez í janúar og ég spilaði ekki mikið eftir það.“ „Þetta var í aðdraganda HM og þetta hafði miklar afleiðingar fyrir mig, sérstaklega í ljósi þess að Frakkland vann svo HM og ég átti að vera með þeim þar,“ segir Martial.
Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira