Fimm brauð, tveir fiskar Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 8. september 2022 13:31 Í Nýja Testamentinu segir frá því þegar Jesús fóðraði 5000 manns (og þegar ég segi manns, þá voru það víst 5000 karlar, því konur og börn virtist óþarfi að telja) með aðeins fimm brauðum og tveimur fiskum. Það var meira að segja nóg eftir og söfnuðu lærisveinarnir afgöngum í heilar 12 körfur. Það er ansi ljóst að brauðhleifar Palestínumannsins til forna duguðu yfirnáttúrulega vel, en jafnvel þó við tökum kraftaverkin út úr jöfnunni mætti gjarnan spyrja sig: Hvað er eitt brauð og hvað er einn fiskur? Siðmennt stekkur yfir 5000 félaga Þjóðskrá Íslands gaf í gær út reglulegt fréttabréf sitt, þar sem fjallað er um uppfærðar tölur úr skrá yfir trúfélagsaðild Íslendinga. Samkvæmt nýjustu tölum hefur Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, nú farið yfir 5000 félaga í fyrsta skipti. Það er stórfelld aukning á stuttum tíma, en þegar Siðmennt var fyrst sett á skrá yfir lífsskoðunarfélög landsins árið 2013 voru um 300 meðlimir á félagatali félagsins. Þetta er því tæp sautjánföldun á aðeins 9 árum. Á sama tímabili hefur Þjóðkirkja Íslands farið úr því að vera andlegt heimili 76% Íslendinga, í það að hafa aðeins 60% þjóðarinnar á félagaskrá sinni. Fyrri kynslóðir stýra úthlutun fjármuna framtíðarinnar Það er því nokkuð ljóst að annað félagið hlýtur að vera í þó nokkurri tilvistarkreppu, á meðan hitt félagið blómstrar og sópar til sín nýjum félögum sem líta á húmanísk gildi sem sín lífsviðhorf. Það er þó auðvitað gígantískur munur á milli félaga; annað hefur í sögulegu samhengi talið meirihluta þjóðarinnar, á meðan hitt er nýskriðið yfir 1%. En tölur Þjóðskrár um félagsaðild þessara tveggja lífsskoðunarfélaga, annars kristilegs og hins veraldlegs, byggjast þó einnig á gölluðum gögnum sem bera þess merki að kerfislæg forréttindi hafi skekkt þau í áraraðir. Þegar börn fæðast eru þau skráð, án heimildar foreldra, í það félag sem foreldrarnir tilheyra. Áður voru börn skráð lóðbeint í trúfélag móður, án þess að spyrja kóng, né prest, móður né barn. Þetta þýðir að áratugum saman hefur fólk verið skráð í það trúfélag fyrri kynslóða í fjölskyldu sinni án heimildar fólksins sjálfs, og það er aðallega eitt trúfélag sem græðir á því: Trúfélagið sem var algengast hjá téðum fyrri kynslóðum. Margt bendir þó til þess að tölurnar endurspegli ekki raunveruleg viðhorf landans. Siðmennt, með sitt staka prósent þjóðarinnar á félagatali sínu, sinnti 18% allra hjónavígsla sem fram fóru hjá trú- eða lífsskoðunarfélögum árið 2019 (uppfærðari tölur því miður ekki aðgengilegar hjá Hagstofunni). Gölluð gögn gera ógagn Sum gætu haldið að þetta skipti litlu máli. Að skráning Þjóðskrár á þessum viðkvæmu persónuupplýsingum sé nú fyrst og fremst upplýsingasöfnun. En það er ekki alveg svoleiðis, því að skipting fjármuna byggist á þessum upplýsingum. Og af því að gögnin eru gölluð getum við ekki verið viss um að skipting þessara sameiginlegu sjóða þjóðarinnar sé raunverulega réttlát og samkvæmt vilja fólksins. Flestar kannanir sýna nefnilega að í gögnunum sé talsverð skekkja-að ekki öll sem tilheyra stærsta félaginu, Þjóðkirkjunni, vilji endilega vera þar, eða séu yfirhöfuð meðvituð um það að þau tilheyri því félagi. Þannig væri á allan máta langréttlátast að núlla bara skráninguna á einu bretti og óska eftir því að fólk skrái sig aftur. Aðeins þannig myndi skráningin endurspegla raunverulegan vilja einstaklingsins - og þannig þjóðarinnar allrar. En hvað koma fiskarnir málinu við? Jú, Jesús fóðraði fullt af fólki með fáeinum brauðum og fiskapari. Það er því ljóst að brauðin hans duga betur en önnur brauð. Og það sama á við þau brauð og fiska sem dreift er úr bastkörfum ríkissjóðs til lífsskoðunarfélaganna. Flest fá félögin brauð og fiska í hlutfalli við stærð þess sem telur sig eiga samleið með félaginu. Öll nema eitt. Eitt félagið fær nefnilega nánast tvöfölda úthlutun; Ekki bara sóknargjöld, heldur aukaframlag sem telur milljarða, sem byggist á versta samningi sem ríkið hefur nokkurntíman gert og allar líkur á að sé í raun löngu búið að greiða upp. Það er því nokkuð ljós að rétt eins og fyrir tvöþúsund árum, þá eru enn í dag sum brauð stærri en önnur brauð. Höfundur er formaður Siðmenntar, siðrænna húmanista á Íslandi og borðar almennt ekki fisk, en þónokkuð brauð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Trúmál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í Nýja Testamentinu segir frá því þegar Jesús fóðraði 5000 manns (og þegar ég segi manns, þá voru það víst 5000 karlar, því konur og börn virtist óþarfi að telja) með aðeins fimm brauðum og tveimur fiskum. Það var meira að segja nóg eftir og söfnuðu lærisveinarnir afgöngum í heilar 12 körfur. Það er ansi ljóst að brauðhleifar Palestínumannsins til forna duguðu yfirnáttúrulega vel, en jafnvel þó við tökum kraftaverkin út úr jöfnunni mætti gjarnan spyrja sig: Hvað er eitt brauð og hvað er einn fiskur? Siðmennt stekkur yfir 5000 félaga Þjóðskrá Íslands gaf í gær út reglulegt fréttabréf sitt, þar sem fjallað er um uppfærðar tölur úr skrá yfir trúfélagsaðild Íslendinga. Samkvæmt nýjustu tölum hefur Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, nú farið yfir 5000 félaga í fyrsta skipti. Það er stórfelld aukning á stuttum tíma, en þegar Siðmennt var fyrst sett á skrá yfir lífsskoðunarfélög landsins árið 2013 voru um 300 meðlimir á félagatali félagsins. Þetta er því tæp sautjánföldun á aðeins 9 árum. Á sama tímabili hefur Þjóðkirkja Íslands farið úr því að vera andlegt heimili 76% Íslendinga, í það að hafa aðeins 60% þjóðarinnar á félagaskrá sinni. Fyrri kynslóðir stýra úthlutun fjármuna framtíðarinnar Það er því nokkuð ljóst að annað félagið hlýtur að vera í þó nokkurri tilvistarkreppu, á meðan hitt félagið blómstrar og sópar til sín nýjum félögum sem líta á húmanísk gildi sem sín lífsviðhorf. Það er þó auðvitað gígantískur munur á milli félaga; annað hefur í sögulegu samhengi talið meirihluta þjóðarinnar, á meðan hitt er nýskriðið yfir 1%. En tölur Þjóðskrár um félagsaðild þessara tveggja lífsskoðunarfélaga, annars kristilegs og hins veraldlegs, byggjast þó einnig á gölluðum gögnum sem bera þess merki að kerfislæg forréttindi hafi skekkt þau í áraraðir. Þegar börn fæðast eru þau skráð, án heimildar foreldra, í það félag sem foreldrarnir tilheyra. Áður voru börn skráð lóðbeint í trúfélag móður, án þess að spyrja kóng, né prest, móður né barn. Þetta þýðir að áratugum saman hefur fólk verið skráð í það trúfélag fyrri kynslóða í fjölskyldu sinni án heimildar fólksins sjálfs, og það er aðallega eitt trúfélag sem græðir á því: Trúfélagið sem var algengast hjá téðum fyrri kynslóðum. Margt bendir þó til þess að tölurnar endurspegli ekki raunveruleg viðhorf landans. Siðmennt, með sitt staka prósent þjóðarinnar á félagatali sínu, sinnti 18% allra hjónavígsla sem fram fóru hjá trú- eða lífsskoðunarfélögum árið 2019 (uppfærðari tölur því miður ekki aðgengilegar hjá Hagstofunni). Gölluð gögn gera ógagn Sum gætu haldið að þetta skipti litlu máli. Að skráning Þjóðskrár á þessum viðkvæmu persónuupplýsingum sé nú fyrst og fremst upplýsingasöfnun. En það er ekki alveg svoleiðis, því að skipting fjármuna byggist á þessum upplýsingum. Og af því að gögnin eru gölluð getum við ekki verið viss um að skipting þessara sameiginlegu sjóða þjóðarinnar sé raunverulega réttlát og samkvæmt vilja fólksins. Flestar kannanir sýna nefnilega að í gögnunum sé talsverð skekkja-að ekki öll sem tilheyra stærsta félaginu, Þjóðkirkjunni, vilji endilega vera þar, eða séu yfirhöfuð meðvituð um það að þau tilheyri því félagi. Þannig væri á allan máta langréttlátast að núlla bara skráninguna á einu bretti og óska eftir því að fólk skrái sig aftur. Aðeins þannig myndi skráningin endurspegla raunverulegan vilja einstaklingsins - og þannig þjóðarinnar allrar. En hvað koma fiskarnir málinu við? Jú, Jesús fóðraði fullt af fólki með fáeinum brauðum og fiskapari. Það er því ljóst að brauðin hans duga betur en önnur brauð. Og það sama á við þau brauð og fiska sem dreift er úr bastkörfum ríkissjóðs til lífsskoðunarfélaganna. Flest fá félögin brauð og fiska í hlutfalli við stærð þess sem telur sig eiga samleið með félaginu. Öll nema eitt. Eitt félagið fær nefnilega nánast tvöfölda úthlutun; Ekki bara sóknargjöld, heldur aukaframlag sem telur milljarða, sem byggist á versta samningi sem ríkið hefur nokkurntíman gert og allar líkur á að sé í raun löngu búið að greiða upp. Það er því nokkuð ljós að rétt eins og fyrir tvöþúsund árum, þá eru enn í dag sum brauð stærri en önnur brauð. Höfundur er formaður Siðmenntar, siðrænna húmanista á Íslandi og borðar almennt ekki fisk, en þónokkuð brauð.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar