Hefur fengið fleiri gul en hann hefur skorað af mörkum síðan hann yfirgaf England Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 13:31 Diego Costa er í þann mund að vera tilkynntur sem nýjasti leikmaður Wolves. DeFodi Images/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Wolverhampton Wanderers hefur samið við Diego Costa um að leika með liðinu út leiktíðina. Það vekur sérstaka athygli þar sem framherjinn geðþekki hefur nælt í fleiri gul spjöld en hann hefur skorað af mörkum síðan hann fór frá Chelsea árið 2017. Wolves, eða einfaldlega Úlfarnir, festi kaup á framherjanum Sasa Kalajdzic í sumar en sá varð fyrir því óláni að meiðast illa á hné strax í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Það þýðir að Raúl Jiménez er eina leikfæra nían í leikmannahóp liðsins en liðinu hefur gengið bölvanlega að þenja netmöskvana í upphafi móts. First part of medical ongoing for Diego Costa with Wolves. Work permit issue has been sorted as revealed yesterday deal now only depends on medical tests. #WWFCContract until June 2023, ready Diego wants new Premier League chapter. pic.twitter.com/aI4PPMDQ8Q— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 8, 2022 Sem stendur eru Úlfarnir í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stig að loknum sex leikjum. Í leikjunum sex hefur liðið aðeins skorað þrjú mörk. Til að fylla skarð Kalajdzic ákvað félagið að sækja Diego Costa, fyrrum framherja Chelsea og Atlético Madríd, en hann hefur verið án liðs undanfarna átta mánuði. Segja má að framherjinn hafi ekki verið upp á sitt besta síðan hann yfirgaf Chelsea. Raunar er það þannig að frá því hann yfirgaf England hefur hann nælt sér í fleiri gul spjöld en hann hefur skorað af mörkum. Hann hefur skorað 24 mörk á þeim tíma en fengið alls 27 gul spjöld. Diego Costa has more yellow cards than goals since leaving Chelsea https://t.co/4ygF8YWPSx— talkSPORT (@talkSPORT) September 6, 2022 Hvort Costa komi með þetta bit sem vanti í framlínu Úlfanna verður að koma í ljós en hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið er Wolves mætir Liverpool á Anfield á laugardaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Wolves, eða einfaldlega Úlfarnir, festi kaup á framherjanum Sasa Kalajdzic í sumar en sá varð fyrir því óláni að meiðast illa á hné strax í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Það þýðir að Raúl Jiménez er eina leikfæra nían í leikmannahóp liðsins en liðinu hefur gengið bölvanlega að þenja netmöskvana í upphafi móts. First part of medical ongoing for Diego Costa with Wolves. Work permit issue has been sorted as revealed yesterday deal now only depends on medical tests. #WWFCContract until June 2023, ready Diego wants new Premier League chapter. pic.twitter.com/aI4PPMDQ8Q— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 8, 2022 Sem stendur eru Úlfarnir í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stig að loknum sex leikjum. Í leikjunum sex hefur liðið aðeins skorað þrjú mörk. Til að fylla skarð Kalajdzic ákvað félagið að sækja Diego Costa, fyrrum framherja Chelsea og Atlético Madríd, en hann hefur verið án liðs undanfarna átta mánuði. Segja má að framherjinn hafi ekki verið upp á sitt besta síðan hann yfirgaf Chelsea. Raunar er það þannig að frá því hann yfirgaf England hefur hann nælt sér í fleiri gul spjöld en hann hefur skorað af mörkum. Hann hefur skorað 24 mörk á þeim tíma en fengið alls 27 gul spjöld. Diego Costa has more yellow cards than goals since leaving Chelsea https://t.co/4ygF8YWPSx— talkSPORT (@talkSPORT) September 6, 2022 Hvort Costa komi með þetta bit sem vanti í framlínu Úlfanna verður að koma í ljós en hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið er Wolves mætir Liverpool á Anfield á laugardaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira