Segir að það þurfi aðeins einn kvenkyns þjálfara til að breyta landslaginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 08:31 Phi Neville vonast til að geta gefið fleiri kvenkyns þjálfurum tækifæri. EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER Phil Neville, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Englands, þjálfar Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í dag. Hann segir að það þurfi aðeins einn kvenkyns þjálfara í deildina til að opna dyrnar fyrir enn fleiri. Frá 2018 til 2021 þjálfaði Neville enska landsliðið og fór til að mynda með það í undanúrslit á HM 2019. Á meðan hann starfaði þar tók Neville eftir hversu mikil aukning hefur orðið á kvenkyns þjálfurum í íþróttinni. Hann fór yfir stöðu í hlaðvarpsþætti nýverið. „Þegar ég þjálfaði kvennalandsliðið var ég með kvenkyns þjálfara í kringum mig. Það sem ég myndi segja að væri stærsti munurinn á milli karl- og kvenkyns þjálfara er sjálfstraust og trú á eigin getu. Mér leið alltaf eins og þær töldu sig ekki vera nægilega góðar. Ég held að eftir tvö til þrjú ár verði meira sjálfstraust og meiri trú þar sem það verða fleiri tækifæri.“ „Þegar þú sérð tækifæri þá eykst sjálfstraustið og ég held að það sé það sem við erum að sjá í öllum krókum og kimum fótboltans í dag. Innan vallar sem utan.“ Neville hrósaði líkamlegu ástandi leikmanna Inter Miami en hann segir það allt Dawn Scott að þakka. Hún hafði unnið sama starf fyrir bandaríska kvennalandsliðið og vinnur með landsliðum Englands samhliða því að vinna með Neville hjá Inter. Þá nefndi hann Casey Stoney sem þjálfar í dag San Diego Wave í NWSL deildinni en Neville telur hana meira en færa um að þjálfa í MLS deildinni. „Ég myndi segja að það taki bara eina til að það verði snjóboltaáhrif. Ég vonast til að geta gefi slík tækifæri og að ég hafi þor og dug til að gera það,“ sagði Neville að endingu. Inter Miami er sem stendur í 9. sæti Austurhluta MLS deildarinnar með 36 stig að loknum 28 leikjum. Liðið er þremur stigum á eftir FC Cincinnati sem situr í 7. sætinu en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppni deildarinnar. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Frá 2018 til 2021 þjálfaði Neville enska landsliðið og fór til að mynda með það í undanúrslit á HM 2019. Á meðan hann starfaði þar tók Neville eftir hversu mikil aukning hefur orðið á kvenkyns þjálfurum í íþróttinni. Hann fór yfir stöðu í hlaðvarpsþætti nýverið. „Þegar ég þjálfaði kvennalandsliðið var ég með kvenkyns þjálfara í kringum mig. Það sem ég myndi segja að væri stærsti munurinn á milli karl- og kvenkyns þjálfara er sjálfstraust og trú á eigin getu. Mér leið alltaf eins og þær töldu sig ekki vera nægilega góðar. Ég held að eftir tvö til þrjú ár verði meira sjálfstraust og meiri trú þar sem það verða fleiri tækifæri.“ „Þegar þú sérð tækifæri þá eykst sjálfstraustið og ég held að það sé það sem við erum að sjá í öllum krókum og kimum fótboltans í dag. Innan vallar sem utan.“ Neville hrósaði líkamlegu ástandi leikmanna Inter Miami en hann segir það allt Dawn Scott að þakka. Hún hafði unnið sama starf fyrir bandaríska kvennalandsliðið og vinnur með landsliðum Englands samhliða því að vinna með Neville hjá Inter. Þá nefndi hann Casey Stoney sem þjálfar í dag San Diego Wave í NWSL deildinni en Neville telur hana meira en færa um að þjálfa í MLS deildinni. „Ég myndi segja að það taki bara eina til að það verði snjóboltaáhrif. Ég vonast til að geta gefi slík tækifæri og að ég hafi þor og dug til að gera það,“ sagði Neville að endingu. Inter Miami er sem stendur í 9. sæti Austurhluta MLS deildarinnar með 36 stig að loknum 28 leikjum. Liðið er þremur stigum á eftir FC Cincinnati sem situr í 7. sætinu en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppni deildarinnar.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira