Litáen vann úrslitaleikinn og fer áfram | Spánn vann A-riðil Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 14:30 Valanciunas fór mikinn. Jenny Musall/DeFodi Images via Getty Images Tveir leikir voru á dagskrá á Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket, fyrri hluta dags. Spánn fagnaði sigri í A-riðli og Litáen tryggði sæti sitt í 16-liða úrslitum. Tyrkland og Spánn mættust í hörkuleik í lokaumferð riðlakeppninnar í Tblisi en þau voru jöfn að stigum á toppi A-riðils fyrir leik dagsins. Efsta sæti riðilsins var því undir, sem eykur líkur á því að mæta lakari andstæðingi í 16-liða úrslitunum. Leikurinn var afar jafn allt frá upphafi þar sem Tyrkir leiddu 18-17 eftir fyrsta fjórðung en Spánverjar voru yfir, 38-34 í hálfleik. Í síðari leikhlutunum tveimur var munurinn áfram lítill en Spánverjar þó skrefi á undan nánast allan leikinn. Þeir unnu að lokum þriggja stiga sigur, 72-69. The artist: Dario Brizuela The art: #EuroBasket x #BringTheNoise x @BaloncestoESP https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/NyDScG2lgc— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Willy Hernangómez var stigahæstur hjá Spánverjum með 15 stig en stigaskor liðsins skiptist vel á milli manna. Lorenzo Brown var eini leikmaðurinn utan hans sem skoraði yfir tíu stig, og var með ellefu talsins. Hann var með sjö stoðsendingar að auki. Cedi Osman stóð upp úr hjá Tyrkjum með 20 stig. Spánn vinnur riðilinn með níu stig en Tyrkir eru með átta í öðru sæti. Riðillinn klárast í dag með tveimur leikjum og spennan er mikil þar sem hin fjögur liðin eiga öll möguleika á að komast áfram. Búlgaría mætir Belgíu seinni partinn en Belgía er með sex stig í fjórða sæti á meðan Búlgaría er sæti neðar með fimm. Heimamenn í Georgíu eru einnig með fimm stig en þeir mæta Svartfellingum í kvöld sem eru með sex stig í fjórða sæti. Litáar áfram á kostnað Bosníu Eitt sæti var laust í B-riðli fyrir lokaumferð þess riðils í Berlín í dag. Þýskaland, Slóvenía og Frakkland höfðu öll tryggt sig áfram en Ungverjar voru úr leik. Bosnía sat í fjórða sæti með sex stig en Litáen var með fimm stig í fimmta sæti og var fjórða og síðasta sætið í 16-liða úrslitum undir þegar þau áttust við. Leikurinn var jafn í upphafi og nóg var um stigaskor. Staðan var jöfn 28-28 eftir fyrsta leikhluta en Litáar komu töluvert sterkari til leiks í öðrum leikhlutanum. Þar skoruðu þeir tvöfalt fleiri stig en Bosnía, 28 gegn 14 og leiddu því 56-42 í hléi. Jonas Valanciunas is a problem 11 PTS | 10 REB | 5 AST - #EuroBasket x #BringThenNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/KLRfbdUEKM— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Eftir það var ekki aftur snúið og Litáar héldu forystunni til loka. Þeir unnu 17 stiga sigur, 87-70, og eru því komnir áfram í 16-liða úrslit á kostnað Bosníu sem eru úr leik. Jonas Valanciunas, leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni, fór fyrir Litáum í leiknum. Hann var með tvöfalda tvennu í fyrri hálfleik en endaði með 13 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. Dzanan Musa var stigahæstur hjá Bosníu með 22 stig. Seinni partinn mætast Frakkar og Slóvenar en bæði lið eru með sjö stig í öðru og þriðja sæti. Þýskaland er einnig með sjö stig, á toppnum, og mætir botnliði Ungverja í kvöld. EuroBasket 2022 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Sjá meira
Tyrkland og Spánn mættust í hörkuleik í lokaumferð riðlakeppninnar í Tblisi en þau voru jöfn að stigum á toppi A-riðils fyrir leik dagsins. Efsta sæti riðilsins var því undir, sem eykur líkur á því að mæta lakari andstæðingi í 16-liða úrslitunum. Leikurinn var afar jafn allt frá upphafi þar sem Tyrkir leiddu 18-17 eftir fyrsta fjórðung en Spánverjar voru yfir, 38-34 í hálfleik. Í síðari leikhlutunum tveimur var munurinn áfram lítill en Spánverjar þó skrefi á undan nánast allan leikinn. Þeir unnu að lokum þriggja stiga sigur, 72-69. The artist: Dario Brizuela The art: #EuroBasket x #BringTheNoise x @BaloncestoESP https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/NyDScG2lgc— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Willy Hernangómez var stigahæstur hjá Spánverjum með 15 stig en stigaskor liðsins skiptist vel á milli manna. Lorenzo Brown var eini leikmaðurinn utan hans sem skoraði yfir tíu stig, og var með ellefu talsins. Hann var með sjö stoðsendingar að auki. Cedi Osman stóð upp úr hjá Tyrkjum með 20 stig. Spánn vinnur riðilinn með níu stig en Tyrkir eru með átta í öðru sæti. Riðillinn klárast í dag með tveimur leikjum og spennan er mikil þar sem hin fjögur liðin eiga öll möguleika á að komast áfram. Búlgaría mætir Belgíu seinni partinn en Belgía er með sex stig í fjórða sæti á meðan Búlgaría er sæti neðar með fimm. Heimamenn í Georgíu eru einnig með fimm stig en þeir mæta Svartfellingum í kvöld sem eru með sex stig í fjórða sæti. Litáar áfram á kostnað Bosníu Eitt sæti var laust í B-riðli fyrir lokaumferð þess riðils í Berlín í dag. Þýskaland, Slóvenía og Frakkland höfðu öll tryggt sig áfram en Ungverjar voru úr leik. Bosnía sat í fjórða sæti með sex stig en Litáen var með fimm stig í fimmta sæti og var fjórða og síðasta sætið í 16-liða úrslitum undir þegar þau áttust við. Leikurinn var jafn í upphafi og nóg var um stigaskor. Staðan var jöfn 28-28 eftir fyrsta leikhluta en Litáar komu töluvert sterkari til leiks í öðrum leikhlutanum. Þar skoruðu þeir tvöfalt fleiri stig en Bosnía, 28 gegn 14 og leiddu því 56-42 í hléi. Jonas Valanciunas is a problem 11 PTS | 10 REB | 5 AST - #EuroBasket x #BringThenNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/KLRfbdUEKM— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Eftir það var ekki aftur snúið og Litáar héldu forystunni til loka. Þeir unnu 17 stiga sigur, 87-70, og eru því komnir áfram í 16-liða úrslit á kostnað Bosníu sem eru úr leik. Jonas Valanciunas, leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni, fór fyrir Litáum í leiknum. Hann var með tvöfalda tvennu í fyrri hálfleik en endaði með 13 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. Dzanan Musa var stigahæstur hjá Bosníu með 22 stig. Seinni partinn mætast Frakkar og Slóvenar en bæði lið eru með sjö stig í öðru og þriðja sæti. Þýskaland er einnig með sjö stig, á toppnum, og mætir botnliði Ungverja í kvöld.
EuroBasket 2022 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Sjá meira