Litáen vann úrslitaleikinn og fer áfram | Spánn vann A-riðil Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 14:30 Valanciunas fór mikinn. Jenny Musall/DeFodi Images via Getty Images Tveir leikir voru á dagskrá á Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket, fyrri hluta dags. Spánn fagnaði sigri í A-riðli og Litáen tryggði sæti sitt í 16-liða úrslitum. Tyrkland og Spánn mættust í hörkuleik í lokaumferð riðlakeppninnar í Tblisi en þau voru jöfn að stigum á toppi A-riðils fyrir leik dagsins. Efsta sæti riðilsins var því undir, sem eykur líkur á því að mæta lakari andstæðingi í 16-liða úrslitunum. Leikurinn var afar jafn allt frá upphafi þar sem Tyrkir leiddu 18-17 eftir fyrsta fjórðung en Spánverjar voru yfir, 38-34 í hálfleik. Í síðari leikhlutunum tveimur var munurinn áfram lítill en Spánverjar þó skrefi á undan nánast allan leikinn. Þeir unnu að lokum þriggja stiga sigur, 72-69. The artist: Dario Brizuela The art: #EuroBasket x #BringTheNoise x @BaloncestoESP https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/NyDScG2lgc— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Willy Hernangómez var stigahæstur hjá Spánverjum með 15 stig en stigaskor liðsins skiptist vel á milli manna. Lorenzo Brown var eini leikmaðurinn utan hans sem skoraði yfir tíu stig, og var með ellefu talsins. Hann var með sjö stoðsendingar að auki. Cedi Osman stóð upp úr hjá Tyrkjum með 20 stig. Spánn vinnur riðilinn með níu stig en Tyrkir eru með átta í öðru sæti. Riðillinn klárast í dag með tveimur leikjum og spennan er mikil þar sem hin fjögur liðin eiga öll möguleika á að komast áfram. Búlgaría mætir Belgíu seinni partinn en Belgía er með sex stig í fjórða sæti á meðan Búlgaría er sæti neðar með fimm. Heimamenn í Georgíu eru einnig með fimm stig en þeir mæta Svartfellingum í kvöld sem eru með sex stig í fjórða sæti. Litáar áfram á kostnað Bosníu Eitt sæti var laust í B-riðli fyrir lokaumferð þess riðils í Berlín í dag. Þýskaland, Slóvenía og Frakkland höfðu öll tryggt sig áfram en Ungverjar voru úr leik. Bosnía sat í fjórða sæti með sex stig en Litáen var með fimm stig í fimmta sæti og var fjórða og síðasta sætið í 16-liða úrslitum undir þegar þau áttust við. Leikurinn var jafn í upphafi og nóg var um stigaskor. Staðan var jöfn 28-28 eftir fyrsta leikhluta en Litáar komu töluvert sterkari til leiks í öðrum leikhlutanum. Þar skoruðu þeir tvöfalt fleiri stig en Bosnía, 28 gegn 14 og leiddu því 56-42 í hléi. Jonas Valanciunas is a problem 11 PTS | 10 REB | 5 AST - #EuroBasket x #BringThenNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/KLRfbdUEKM— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Eftir það var ekki aftur snúið og Litáar héldu forystunni til loka. Þeir unnu 17 stiga sigur, 87-70, og eru því komnir áfram í 16-liða úrslit á kostnað Bosníu sem eru úr leik. Jonas Valanciunas, leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni, fór fyrir Litáum í leiknum. Hann var með tvöfalda tvennu í fyrri hálfleik en endaði með 13 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. Dzanan Musa var stigahæstur hjá Bosníu með 22 stig. Seinni partinn mætast Frakkar og Slóvenar en bæði lið eru með sjö stig í öðru og þriðja sæti. Þýskaland er einnig með sjö stig, á toppnum, og mætir botnliði Ungverja í kvöld. EuroBasket 2022 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Tyrkland og Spánn mættust í hörkuleik í lokaumferð riðlakeppninnar í Tblisi en þau voru jöfn að stigum á toppi A-riðils fyrir leik dagsins. Efsta sæti riðilsins var því undir, sem eykur líkur á því að mæta lakari andstæðingi í 16-liða úrslitunum. Leikurinn var afar jafn allt frá upphafi þar sem Tyrkir leiddu 18-17 eftir fyrsta fjórðung en Spánverjar voru yfir, 38-34 í hálfleik. Í síðari leikhlutunum tveimur var munurinn áfram lítill en Spánverjar þó skrefi á undan nánast allan leikinn. Þeir unnu að lokum þriggja stiga sigur, 72-69. The artist: Dario Brizuela The art: #EuroBasket x #BringTheNoise x @BaloncestoESP https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/NyDScG2lgc— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Willy Hernangómez var stigahæstur hjá Spánverjum með 15 stig en stigaskor liðsins skiptist vel á milli manna. Lorenzo Brown var eini leikmaðurinn utan hans sem skoraði yfir tíu stig, og var með ellefu talsins. Hann var með sjö stoðsendingar að auki. Cedi Osman stóð upp úr hjá Tyrkjum með 20 stig. Spánn vinnur riðilinn með níu stig en Tyrkir eru með átta í öðru sæti. Riðillinn klárast í dag með tveimur leikjum og spennan er mikil þar sem hin fjögur liðin eiga öll möguleika á að komast áfram. Búlgaría mætir Belgíu seinni partinn en Belgía er með sex stig í fjórða sæti á meðan Búlgaría er sæti neðar með fimm. Heimamenn í Georgíu eru einnig með fimm stig en þeir mæta Svartfellingum í kvöld sem eru með sex stig í fjórða sæti. Litáar áfram á kostnað Bosníu Eitt sæti var laust í B-riðli fyrir lokaumferð þess riðils í Berlín í dag. Þýskaland, Slóvenía og Frakkland höfðu öll tryggt sig áfram en Ungverjar voru úr leik. Bosnía sat í fjórða sæti með sex stig en Litáen var með fimm stig í fimmta sæti og var fjórða og síðasta sætið í 16-liða úrslitum undir þegar þau áttust við. Leikurinn var jafn í upphafi og nóg var um stigaskor. Staðan var jöfn 28-28 eftir fyrsta leikhluta en Litáar komu töluvert sterkari til leiks í öðrum leikhlutanum. Þar skoruðu þeir tvöfalt fleiri stig en Bosnía, 28 gegn 14 og leiddu því 56-42 í hléi. Jonas Valanciunas is a problem 11 PTS | 10 REB | 5 AST - #EuroBasket x #BringThenNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/KLRfbdUEKM— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 7, 2022 Eftir það var ekki aftur snúið og Litáar héldu forystunni til loka. Þeir unnu 17 stiga sigur, 87-70, og eru því komnir áfram í 16-liða úrslit á kostnað Bosníu sem eru úr leik. Jonas Valanciunas, leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni, fór fyrir Litáum í leiknum. Hann var með tvöfalda tvennu í fyrri hálfleik en endaði með 13 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. Dzanan Musa var stigahæstur hjá Bosníu með 22 stig. Seinni partinn mætast Frakkar og Slóvenar en bæði lið eru með sjö stig í öðru og þriðja sæti. Þýskaland er einnig með sjö stig, á toppnum, og mætir botnliði Ungverja í kvöld.
EuroBasket 2022 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum