Ekkert fær Håland stöðvað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 09:00 Þó þriðjudagur hafi verið fallegur dagur í Sevilla þá fannst Bono það eflaust ekki er hann fékk á sig fjögur mörk. EPA-EFE/Julio Munoz Norski framherjinn Erling Braut Håland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Englandsmeistara Manchester City. Hann hefur raðað inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni og á þriðjudag skoraði hann tvö mörk í öruggum 4-0 sigri á Sevilla. Þegar það var staðfest að Håland hefði samið við Man City var talið að mögulega þyrfti framherjinn nokkrar vikur til að komast í takt við lið Pep Guardiola. Hans fyrrum lið Borussia Dortmund spilar nefnilega ekki fótbolta á sama hátt og Man City. Erling Haaland completed just 5 passes in the first half. Yet he had 4 shots, accumulating 0.94 xG.True efficiency pic.twitter.com/A61uDJ07Y6— The Analyst (@OptaAnalyst) September 6, 2022 Þær áhyggjur voru að öllu óþarfar þar sem Norðmaðurinn ungi þarf lítið að pæla í að spila boltanum og aðeins að pæla í að þruma honum í netið. Fyrir leikinn gegn Sevilla á þriðjudag hafði skorað tíu deildarmörk í aðeins sex leikjum. Ef honum tekst að halda þeirri tölfræði – það er að skora 1,6 mark í leik – þá mun Håland rústa markameti deildarinnar. Framherjinn sýndi svo að það er lítill munur á Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildinni. Allavegar þegar kemur að því að setja boltann í netið. Hann skoraði á tuttugustu mínútu eftir sendingu frá Kevin De Bruyne. Annað markið kom svo á 67. mínútu en þremur mínútum síðar var framherjinn tekinn af velli. Håland er fyrsti leikmaðurinn til að skora í bæði sínum fyrsta deildar- og Meistaradeildarleik fyrir Man City. Þá er hann í fámennum hópi leikmanna sem hafa skorað í sínum fyrsta leik fyrir þrjú mismunandi félög í Meistaradeild Evrópu. Hinir eru Fernando Morientes, Javier Saviola og Zlatan Ibrahimović. 3 - Erling Haaland is the fourth player in UEFA Champions League history to score in his first appearance for three different teams (Salzburg, Borussia Dortmund and Man City), after Fernando Morientes, Javier Saviola and Zlatan Ibrahimovic. Introduction. pic.twitter.com/POz5iuDRCL— OptaJoe (@OptaJoe) September 6, 2022 Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur Håland nú skorað 20 mörk fyrir Salzburg, Dortmund og Man City í deild þeirra bestu. Aðeins hafa 36 leikmenn skorað fleiri mörk en hann í keppninni. Vissulega á framherjinn ungi langt í land með að ná Cristiano Ronaldo sem trónir á toppi listans yfir markahæstu menn keppninnar frá upphafi með 141 mark en aðeins Ronaldo og Lionel Messi hafa skorað yfir 100 mörk í keppninni. Það skyldi engan undra ef Håland verður sá þriðji þegar fram líða stundir. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Þegar það var staðfest að Håland hefði samið við Man City var talið að mögulega þyrfti framherjinn nokkrar vikur til að komast í takt við lið Pep Guardiola. Hans fyrrum lið Borussia Dortmund spilar nefnilega ekki fótbolta á sama hátt og Man City. Erling Haaland completed just 5 passes in the first half. Yet he had 4 shots, accumulating 0.94 xG.True efficiency pic.twitter.com/A61uDJ07Y6— The Analyst (@OptaAnalyst) September 6, 2022 Þær áhyggjur voru að öllu óþarfar þar sem Norðmaðurinn ungi þarf lítið að pæla í að spila boltanum og aðeins að pæla í að þruma honum í netið. Fyrir leikinn gegn Sevilla á þriðjudag hafði skorað tíu deildarmörk í aðeins sex leikjum. Ef honum tekst að halda þeirri tölfræði – það er að skora 1,6 mark í leik – þá mun Håland rústa markameti deildarinnar. Framherjinn sýndi svo að það er lítill munur á Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildinni. Allavegar þegar kemur að því að setja boltann í netið. Hann skoraði á tuttugustu mínútu eftir sendingu frá Kevin De Bruyne. Annað markið kom svo á 67. mínútu en þremur mínútum síðar var framherjinn tekinn af velli. Håland er fyrsti leikmaðurinn til að skora í bæði sínum fyrsta deildar- og Meistaradeildarleik fyrir Man City. Þá er hann í fámennum hópi leikmanna sem hafa skorað í sínum fyrsta leik fyrir þrjú mismunandi félög í Meistaradeild Evrópu. Hinir eru Fernando Morientes, Javier Saviola og Zlatan Ibrahimović. 3 - Erling Haaland is the fourth player in UEFA Champions League history to score in his first appearance for three different teams (Salzburg, Borussia Dortmund and Man City), after Fernando Morientes, Javier Saviola and Zlatan Ibrahimovic. Introduction. pic.twitter.com/POz5iuDRCL— OptaJoe (@OptaJoe) September 6, 2022 Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur Håland nú skorað 20 mörk fyrir Salzburg, Dortmund og Man City í deild þeirra bestu. Aðeins hafa 36 leikmenn skorað fleiri mörk en hann í keppninni. Vissulega á framherjinn ungi langt í land með að ná Cristiano Ronaldo sem trónir á toppi listans yfir markahæstu menn keppninnar frá upphafi með 141 mark en aðeins Ronaldo og Lionel Messi hafa skorað yfir 100 mörk í keppninni. Það skyldi engan undra ef Håland verður sá þriðji þegar fram líða stundir.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira