„Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. september 2022 21:40 Sandra Sigurðardóttir átti frábæran leik í íslenska markinu í kvöld og var grátlega nálægt því að koma liðinu á HM. Patrick Goosen/Getty Images „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. Sjálf átti Sandra frábæran leik í markinu í kvöld, en hollenskt mark á lokasekúndum leiksins sá til þess að íslensku stelpurnar þurfa að fara í umspil á meðan þær hollensku fá beint sæti á HM. „Við töpuðum samt og það er það sem ég er að hugsa um, ekki endilega það sem ég gerði. Við töpuðum, ég ætlaði að komast á HM í dag, en það tókst ekki.“ En hvernig er stemningin í klefanum eftir svona leik þar sem liðið er svona grátlega nálægt því að tryggja sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti í sögunni? „Hún er bara auðvitað þung. Auðvitað er það klisja að við eigum að bera höfuðið hátt og við erum enn í möguleika, en þurfum bara að fara lengri leið. Við erum metnaðarfullar og ætluðum að klára þetta í dag og vorum bara örfáum sekúndum frá því. Það er bara það sem er mest svekkjandi.“ Íslenska liðið vissi fyrir leikinn að leikurinn í kvöld yrði þeim erfiður, en á löngum köflum í fyrri hálfleik var hreint ótrúlegt að staðan væri enn markalaus. „Við vissum svo sem að það myndi alveg liggja á okkur á einhverjum tímapunkti. Ég tek það ekki af hollensku stelpunum að þær eru með frábært lið. En einhvernveginn var ég með tilfinningu í leiknum að við myndum halda hreinu og að við myndum klára þetta. Við vorum bara eins nálægt því og hægt er og það er ansi súrt.“ Eins og áður segir átti Sandra frábæran leik í íslenska markinu þar sem hún varði eins og berserkur, þá aðallega í fyrri hálfleik. Hún segir að mögulega sé þetta hennar besti landsleikur, en þó leikur sem hún vilji gleyma sem fyrst. „Ég er svo sem ekkert búin að fara yfir þetta mikið í huganum þannig. En jú ég man eftir einhverju og ég gerði vel. Mig langar bara að gleyma honum og halda áfram.“ Von íslenska liðsins er þó langt frá því að vera úti þar sem nú tekur við umspil, en Sandra segir ekkert annað í boði en að klára það verkefni og tryggja sæti íslands á HM. „Við hengjum haus í dag og kannski eitthvað fram eftir degi á morgun. En svo þurfum við bara að einbeita okkur að næsta verkefni og við sjáum hvað við fáum. Ég held að það sé dregið á föstudaginn. Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag. Við tökum bara næsta verkefni.“ Klippa: Sandra Sig eftir tapið gegn Hollandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 „Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. 6. september 2022 22:05 „Ég er bara í áfalli“ „Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil. 6. september 2022 21:56 „Þær eru með gott lið en við áttum skilið að vinna“ Vivianne Miedema, framherji hollenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér sæti á HM á kostnað íslenska liðsins í kvöld og segir að sigurinn hafi verið verðskuldaður. 6. september 2022 22:05 Svona er umspilið sem Ísland fer í Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er enn mögulega aðeins einum leik frá því að komast á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Liðið leikur í umspili eftir tapið sárgrætilega gegn Hollandi í Utrecht í kvöld. 6. september 2022 22:15 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira
Sjálf átti Sandra frábæran leik í markinu í kvöld, en hollenskt mark á lokasekúndum leiksins sá til þess að íslensku stelpurnar þurfa að fara í umspil á meðan þær hollensku fá beint sæti á HM. „Við töpuðum samt og það er það sem ég er að hugsa um, ekki endilega það sem ég gerði. Við töpuðum, ég ætlaði að komast á HM í dag, en það tókst ekki.“ En hvernig er stemningin í klefanum eftir svona leik þar sem liðið er svona grátlega nálægt því að tryggja sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti í sögunni? „Hún er bara auðvitað þung. Auðvitað er það klisja að við eigum að bera höfuðið hátt og við erum enn í möguleika, en þurfum bara að fara lengri leið. Við erum metnaðarfullar og ætluðum að klára þetta í dag og vorum bara örfáum sekúndum frá því. Það er bara það sem er mest svekkjandi.“ Íslenska liðið vissi fyrir leikinn að leikurinn í kvöld yrði þeim erfiður, en á löngum köflum í fyrri hálfleik var hreint ótrúlegt að staðan væri enn markalaus. „Við vissum svo sem að það myndi alveg liggja á okkur á einhverjum tímapunkti. Ég tek það ekki af hollensku stelpunum að þær eru með frábært lið. En einhvernveginn var ég með tilfinningu í leiknum að við myndum halda hreinu og að við myndum klára þetta. Við vorum bara eins nálægt því og hægt er og það er ansi súrt.“ Eins og áður segir átti Sandra frábæran leik í íslenska markinu þar sem hún varði eins og berserkur, þá aðallega í fyrri hálfleik. Hún segir að mögulega sé þetta hennar besti landsleikur, en þó leikur sem hún vilji gleyma sem fyrst. „Ég er svo sem ekkert búin að fara yfir þetta mikið í huganum þannig. En jú ég man eftir einhverju og ég gerði vel. Mig langar bara að gleyma honum og halda áfram.“ Von íslenska liðsins er þó langt frá því að vera úti þar sem nú tekur við umspil, en Sandra segir ekkert annað í boði en að klára það verkefni og tryggja sæti íslands á HM. „Við hengjum haus í dag og kannski eitthvað fram eftir degi á morgun. En svo þurfum við bara að einbeita okkur að næsta verkefni og við sjáum hvað við fáum. Ég held að það sé dregið á föstudaginn. Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag. Við tökum bara næsta verkefni.“ Klippa: Sandra Sig eftir tapið gegn Hollandi
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 „Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. 6. september 2022 22:05 „Ég er bara í áfalli“ „Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil. 6. september 2022 21:56 „Þær eru með gott lið en við áttum skilið að vinna“ Vivianne Miedema, framherji hollenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér sæti á HM á kostnað íslenska liðsins í kvöld og segir að sigurinn hafi verið verðskuldaður. 6. september 2022 22:05 Svona er umspilið sem Ísland fer í Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er enn mögulega aðeins einum leik frá því að komast á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Liðið leikur í umspili eftir tapið sárgrætilega gegn Hollandi í Utrecht í kvöld. 6. september 2022 22:15 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira
Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00
„Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15
„Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. 6. september 2022 22:05
„Ég er bara í áfalli“ „Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil. 6. september 2022 21:56
„Þær eru með gott lið en við áttum skilið að vinna“ Vivianne Miedema, framherji hollenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér sæti á HM á kostnað íslenska liðsins í kvöld og segir að sigurinn hafi verið verðskuldaður. 6. september 2022 22:05
Svona er umspilið sem Ísland fer í Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er enn mögulega aðeins einum leik frá því að komast á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Liðið leikur í umspili eftir tapið sárgrætilega gegn Hollandi í Utrecht í kvöld. 6. september 2022 22:15