Betri bálfarir, betri jarðarfarir Vésteinn Valgarðsson skrifar 6. september 2022 18:30 Það hefur færst í vöxt á undanförnum áratugum að fólk kjósi að láta brenna lík látinna ástvina sinna í stað þess að grafa þau. Eina líkbrennsla landsins starfar í Fossvogi, og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Ofninn þar er orðinn mjög gamall og lélegur og nauðsynlegt er að reisa nýja bálstofu. Á sama tíma eiga sífellt færri samleið með kristnum kirkjum, stöðugt fækkar í Þjóðkirkjunni og stöðugt fleiri velja annan vettvang en kirkjur fyrir athafnir eins og hjónavígslur eða nafngjafir. Þá eru það útfarirnar. Það vantar aðstöðu sem er ekki kirkja en hentar vel fyrir útfarir. Ekki kirkja, segi ég, því nútíminn krefst þess að allir geti setið við sama borð og allir upplifi sig jafn velkomna. Sem verður aldrei í húsi sem eitt trúfélag á, sama þótt það sé ríkisrekið. Sem betur fer er lausn í sjónmáli: Tré lífsins er nýsköpunarverkefni sem er að vinna að því að koma upp trúarlega hlutlausri aðstöðu fyrir jarðarfarir, bálfarir og aðrar athafnir á tímamótum lífsins. Meðal annars vill félagið opna og reka bálstofu. Nú þarf að staldra við. Það er tæpast markaður fyrir tvær líkbrennslur í landinu. Hvað ber að gera? Veita Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma fé til að koma upp nýrri bálstofu, þar sem kirkjan heldur um stjórnvölinn? Eða byggja upp nýja bálstofu og samhliða henni alhliða aðstöðu fyrir athafnir, þar sem allir sitja við sama borð? Athugið að ég segi allir – þar sem allir eru velkomnir er auðvitað ekkert sem bannar að kristnar athafnir séu haldnar til jafns við aðrar. Það má umorða spurninguna: Viljum við uppbyggingu í anda úreltrar forréttindastöðu ríkiskirkjunnar, eða viljum við uppbyggingu sem vísar fram á veginn til frjálslynds þjóðfélags jafnréttis og fjölbreytni? Trúlausa lífsskoðunarfélagið DíaMat styður að allskonar fólk geti haldið athafnir á tímamótum lífsins án þess að þurfa að koma nálægt kirkjum eða kapellum. En við erum líka á móti því að ríkið hampi hjátrú – og hvað þá forréttindum á forsendum hennar. Við styðjum eindregið að Tré lífsins og Bálfarafélag Íslands fái að koma sér upp aðstöðu fyrir bálfarir og aðrar athafnir, þar sem allt fólk stendur jafnt, óháð trúar- eða lífsskoðunum. Höfundur er forstöðumaður DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Kirkjugarðar Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Það hefur færst í vöxt á undanförnum áratugum að fólk kjósi að láta brenna lík látinna ástvina sinna í stað þess að grafa þau. Eina líkbrennsla landsins starfar í Fossvogi, og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Ofninn þar er orðinn mjög gamall og lélegur og nauðsynlegt er að reisa nýja bálstofu. Á sama tíma eiga sífellt færri samleið með kristnum kirkjum, stöðugt fækkar í Þjóðkirkjunni og stöðugt fleiri velja annan vettvang en kirkjur fyrir athafnir eins og hjónavígslur eða nafngjafir. Þá eru það útfarirnar. Það vantar aðstöðu sem er ekki kirkja en hentar vel fyrir útfarir. Ekki kirkja, segi ég, því nútíminn krefst þess að allir geti setið við sama borð og allir upplifi sig jafn velkomna. Sem verður aldrei í húsi sem eitt trúfélag á, sama þótt það sé ríkisrekið. Sem betur fer er lausn í sjónmáli: Tré lífsins er nýsköpunarverkefni sem er að vinna að því að koma upp trúarlega hlutlausri aðstöðu fyrir jarðarfarir, bálfarir og aðrar athafnir á tímamótum lífsins. Meðal annars vill félagið opna og reka bálstofu. Nú þarf að staldra við. Það er tæpast markaður fyrir tvær líkbrennslur í landinu. Hvað ber að gera? Veita Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma fé til að koma upp nýrri bálstofu, þar sem kirkjan heldur um stjórnvölinn? Eða byggja upp nýja bálstofu og samhliða henni alhliða aðstöðu fyrir athafnir, þar sem allir sitja við sama borð? Athugið að ég segi allir – þar sem allir eru velkomnir er auðvitað ekkert sem bannar að kristnar athafnir séu haldnar til jafns við aðrar. Það má umorða spurninguna: Viljum við uppbyggingu í anda úreltrar forréttindastöðu ríkiskirkjunnar, eða viljum við uppbyggingu sem vísar fram á veginn til frjálslynds þjóðfélags jafnréttis og fjölbreytni? Trúlausa lífsskoðunarfélagið DíaMat styður að allskonar fólk geti haldið athafnir á tímamótum lífsins án þess að þurfa að koma nálægt kirkjum eða kapellum. En við erum líka á móti því að ríkið hampi hjátrú – og hvað þá forréttindum á forsendum hennar. Við styðjum eindregið að Tré lífsins og Bálfarafélag Íslands fái að koma sér upp aðstöðu fyrir bálfarir og aðrar athafnir, þar sem allt fólk stendur jafnt, óháð trúar- eða lífsskoðunum. Höfundur er forstöðumaður DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar