Mjög nálægt því að hætta en gæti komist á HM í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 09:30 Erin McLeod hefur mikla reynslu af því að spila á stórmótum á borð við HM og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir stefnir á að vinna sig inn á HM í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Það væri svakalegt. Bara draumur,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir um möguleikann á að feta í fótspor kærustu sinnar, kanadíska landsliðsmarkvarðarins Erin McLeod, með því að vinna sig í kvöld inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn. McLeod hefur farið á nokkur heimsmeistaramót með landsliði Kanada en íslenska landsliðið hefur aldrei í sögunni komist á HM, og sennilega aldrei átt meiri möguleika á því en í dag. Ef Íslandi tekst að koma í veg fyrir tap gegn Hollandi í Utrecht í kvöld kemst liðið á HM. „Ég bjóst þannig séð ekki við því að geta spilað með landsliðinu og núna er þetta komið í það að við gætum kannski komist á HM. Það er varla hægt að lýsa þessari tilfinningu. Það er magnað að þetta sé í okkar höndum, að geta komist á HM, og við einbeitum okkur bara að þessum leik,“ segir Gunnhildur sem verður 34 ára síðar í þessum mánuði. Þessi naglharði miðjumaður leikur sinn 95. A-landsleik í kvöld en það er ekki eitthvað sem hún bjóst alls ekki við þegar hún meiddist alvarlega og ítrekað fyrr á ferlinum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á leikvanginum í Utrecht þar sem spilað verður upp á HM-sæti í kvöld.vísir/Arnar „Ég náttúrulega sleit krossbönd þrisvar [innsk.: síðast árið 2013] og var mjög nálægt því að hætta í fótbolta, og ég myndi ekki segja að ég hafi verið besta knattspyrnukonan. En maður lagði hart að sér og ég er mjög þakklát fyrir að vera hér í dag og í þessum hópi. Þetta tekur mikla vinnu. Ég var kannski með átta landsleiki þegar ég var orðin 26 ára, svo að þannig séð bjóst maður ekki við að vera hér í dag. En þetta lið er svo magnað að það heldur manni gangandi. Það er geggjað að vera í þessari stöðu,“ segir Gunnhildur en viðtalið við hana, sem tekið var í Utrecht á sunnudag, má sjá hér að neðan. Klippa: Gunnhildur Yrsa vill að draumurinn rætist í kvöld „Erum með þetta íslenska hugarfar“ Ísland tapaði 2-0 fyrir Hollandi á Laugardalsvelli fyrir ári síðan en Gunnhildur segir bilið á milli liðanna hafa minnkað síðan þá: „Það eru margar ungar í okkar liði núna komnar með svakalega reynslu, búnar að taka þátt í EM og spila vel þar, og þetta lið fer bara stigvaxandi á hverjum degi. Ég myndi því segja það já. En hollenska liðið er frábært lið, vann EM 2017 og þekkir það að fara á stórmót, en við einbeitum okkur að okkar leik.“ Eins og fyrr segir dugar Íslandi jafntefli til að komast beint á HM en hverju breytir það fyrir liðið: „Engu svo sem. Við erum með þetta íslenska hugarfar og ætlum í alla leiki til að vinna þá. Það er gott að fara inn í leik með það hugarfar, þó að það sé fínt að eiga það inni að geta gert jafntefli. Við viljum vinna þennan leik, einbeitum okkur að okkur sjálfum, og getum ekki stjórnað öðru í kringum okkur. Við skiljum allt eftir á vellinum.“ Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands. 6. september 2022 08:00 „Þroskast og breyst mikið frá því síðast“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht. 5. september 2022 17:46 „Skiptir miklu máli að kippa henni út úr leiknum“ Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í vörn íslenska landsliðsins fá afar krefjandi verkefni annað kvöld þegar þær reyna að verjast hollenska landsliðinu og þar á meðal hinni mögnuðu Vivianne Miedema. 5. september 2022 12:31 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
McLeod hefur farið á nokkur heimsmeistaramót með landsliði Kanada en íslenska landsliðið hefur aldrei í sögunni komist á HM, og sennilega aldrei átt meiri möguleika á því en í dag. Ef Íslandi tekst að koma í veg fyrir tap gegn Hollandi í Utrecht í kvöld kemst liðið á HM. „Ég bjóst þannig séð ekki við því að geta spilað með landsliðinu og núna er þetta komið í það að við gætum kannski komist á HM. Það er varla hægt að lýsa þessari tilfinningu. Það er magnað að þetta sé í okkar höndum, að geta komist á HM, og við einbeitum okkur bara að þessum leik,“ segir Gunnhildur sem verður 34 ára síðar í þessum mánuði. Þessi naglharði miðjumaður leikur sinn 95. A-landsleik í kvöld en það er ekki eitthvað sem hún bjóst alls ekki við þegar hún meiddist alvarlega og ítrekað fyrr á ferlinum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á leikvanginum í Utrecht þar sem spilað verður upp á HM-sæti í kvöld.vísir/Arnar „Ég náttúrulega sleit krossbönd þrisvar [innsk.: síðast árið 2013] og var mjög nálægt því að hætta í fótbolta, og ég myndi ekki segja að ég hafi verið besta knattspyrnukonan. En maður lagði hart að sér og ég er mjög þakklát fyrir að vera hér í dag og í þessum hópi. Þetta tekur mikla vinnu. Ég var kannski með átta landsleiki þegar ég var orðin 26 ára, svo að þannig séð bjóst maður ekki við að vera hér í dag. En þetta lið er svo magnað að það heldur manni gangandi. Það er geggjað að vera í þessari stöðu,“ segir Gunnhildur en viðtalið við hana, sem tekið var í Utrecht á sunnudag, má sjá hér að neðan. Klippa: Gunnhildur Yrsa vill að draumurinn rætist í kvöld „Erum með þetta íslenska hugarfar“ Ísland tapaði 2-0 fyrir Hollandi á Laugardalsvelli fyrir ári síðan en Gunnhildur segir bilið á milli liðanna hafa minnkað síðan þá: „Það eru margar ungar í okkar liði núna komnar með svakalega reynslu, búnar að taka þátt í EM og spila vel þar, og þetta lið fer bara stigvaxandi á hverjum degi. Ég myndi því segja það já. En hollenska liðið er frábært lið, vann EM 2017 og þekkir það að fara á stórmót, en við einbeitum okkur að okkar leik.“ Eins og fyrr segir dugar Íslandi jafntefli til að komast beint á HM en hverju breytir það fyrir liðið: „Engu svo sem. Við erum með þetta íslenska hugarfar og ætlum í alla leiki til að vinna þá. Það er gott að fara inn í leik með það hugarfar, þó að það sé fínt að eiga það inni að geta gert jafntefli. Við viljum vinna þennan leik, einbeitum okkur að okkur sjálfum, og getum ekki stjórnað öðru í kringum okkur. Við skiljum allt eftir á vellinum.“ Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands. 6. september 2022 08:00 „Þroskast og breyst mikið frá því síðast“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht. 5. september 2022 17:46 „Skiptir miklu máli að kippa henni út úr leiknum“ Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í vörn íslenska landsliðsins fá afar krefjandi verkefni annað kvöld þegar þær reyna að verjast hollenska landsliðinu og þar á meðal hinni mögnuðu Vivianne Miedema. 5. september 2022 12:31 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands. 6. september 2022 08:00
„Þroskast og breyst mikið frá því síðast“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht. 5. september 2022 17:46
„Skiptir miklu máli að kippa henni út úr leiknum“ Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í vörn íslenska landsliðsins fá afar krefjandi verkefni annað kvöld þegar þær reyna að verjast hollenska landsliðinu og þar á meðal hinni mögnuðu Vivianne Miedema. 5. september 2022 12:31
Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00