Brighton skoraði fimm og vann öruggan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2022 15:00 Brighton skoraði fimm í dag. Steven Paston/Getty Images Brighton & Hove Albion vann 5-2 sigur á Leicester City í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var mjög fjörugur eins og lokatölurnar gefa til kynna. Það tók gestina aðeins 53 sekúndur að brjóta ísinn. Solly March tapaði boltanum þá illa á slæmum stað, boltinn endaði hjá Patson Daka sem gaf fyrir markið á Kelechi Iheanacho og framherjinn þurfti ekki að gera annað en að renna boltanum í autt markið. 20 - Kelechi Iheanacho has been directly involved in 20 goals in his last 25 starts in the Premier League for @LCFC (15 goals, 5 assists). Automatic. pic.twitter.com/VPYlxgNNM4— OptaJoe (@OptaJoe) September 4, 2022 March bætti hins vegar upp fyrir mistökin þegar hann jafnaði metin með fínum skalla á 10. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Leandro Trossard. Aðeins nokkrum mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1 Brighton í vil. James Maddison tapaði boltanum á eigin vallarhelming og Brighton refsaði. Moises Caicedo af öllum með markið. Patson Daka jafnaði hins vegar metin áður en fyrri hálfleikur rann sitt skeið þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Brighton eftir góða sendingu frá Youri Tielemans. Heimamenn héldu að þeir hefðu komist yfir strax í upphafi fyrri hálfleiks þegar Alexis Mac Allister skoraði með þrumuskoti fyrir utan teig. Mark Argentínumannsins var hins vegar dæmt af þar sem það var rangstaða í aðdraganda þess. Á 65. mínútu skoraði Trossard svo fyrir Brighton og að þessu sinni fékk markið að standa. Staðan orðin 3-2 og Mac Allister skoraði svo loks skömmu síðar þegar Brighton fékk vítaspyrnu. Staðan orðin 4-2 og virtust það ætla að verða lokatölur en undir lok leiks fengu heimamenn aukaspyrnu rúmlega 20 metrum frá marki. Mac Allister stillti boltanum upp og smurði hann í samskeytin fjær, frábært marka í alla staði og 5-2 sigur Brighton staðreynd. Lærisveinar Graham Potter fara þar með upp í 4. sæti deildarinnar með 13 stig eftir sex umferðir á meðan Leicester er í botnsætinu með aðeins eitt stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
Leikurinn var mjög fjörugur eins og lokatölurnar gefa til kynna. Það tók gestina aðeins 53 sekúndur að brjóta ísinn. Solly March tapaði boltanum þá illa á slæmum stað, boltinn endaði hjá Patson Daka sem gaf fyrir markið á Kelechi Iheanacho og framherjinn þurfti ekki að gera annað en að renna boltanum í autt markið. 20 - Kelechi Iheanacho has been directly involved in 20 goals in his last 25 starts in the Premier League for @LCFC (15 goals, 5 assists). Automatic. pic.twitter.com/VPYlxgNNM4— OptaJoe (@OptaJoe) September 4, 2022 March bætti hins vegar upp fyrir mistökin þegar hann jafnaði metin með fínum skalla á 10. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Leandro Trossard. Aðeins nokkrum mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1 Brighton í vil. James Maddison tapaði boltanum á eigin vallarhelming og Brighton refsaði. Moises Caicedo af öllum með markið. Patson Daka jafnaði hins vegar metin áður en fyrri hálfleikur rann sitt skeið þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Brighton eftir góða sendingu frá Youri Tielemans. Heimamenn héldu að þeir hefðu komist yfir strax í upphafi fyrri hálfleiks þegar Alexis Mac Allister skoraði með þrumuskoti fyrir utan teig. Mark Argentínumannsins var hins vegar dæmt af þar sem það var rangstaða í aðdraganda þess. Á 65. mínútu skoraði Trossard svo fyrir Brighton og að þessu sinni fékk markið að standa. Staðan orðin 3-2 og Mac Allister skoraði svo loks skömmu síðar þegar Brighton fékk vítaspyrnu. Staðan orðin 4-2 og virtust það ætla að verða lokatölur en undir lok leiks fengu heimamenn aukaspyrnu rúmlega 20 metrum frá marki. Mac Allister stillti boltanum upp og smurði hann í samskeytin fjær, frábært marka í alla staði og 5-2 sigur Brighton staðreynd. Lærisveinar Graham Potter fara þar með upp í 4. sæti deildarinnar með 13 stig eftir sex umferðir á meðan Leicester er í botnsætinu með aðeins eitt stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira