Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2022 11:00 Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar ásamt Sveindísi Jane Jónsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttir. Vísir/ Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. Stelpurnar okkar eru í leit að farseðli á sitt fyrsta heimsmeistaramót og möguleikinn á því að þær verði meðal bestu þjóða heims, á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar, er betri en nokkru sinni fyrr. Eftir 6-0 stórsigurinn gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn er ljóst að Íslandi dugar jafntefli gegn Hollendingum til að vinna sinn riðil og komast beint á HM. Ef Ísland tapar hins vegar, sem væri svo sem ekki óeðlilegt gegn einu albesta landsliði heims, fer liðið í umspil og þyrfti eftir nýjustu úrslit að öllu líkindum aðeins að vinna einn leik til að komast á HM. Útlitið eins gott og hugsast gæti Eftir úrslit helgarinnar er ljóst að umspilið lítur nánast eins vel út fyrir Ísland og hugsast getur. Það er nefnilega þannig að það skiptir máli hvað liðin sem enda í 2. sæti síns riðils fá mörg stig í undankeppninni, varðandi stöðu þeirra í umspilinu. Eftir að England vann Austurríki í D-riðli og Noregur vann Belgíu í F-riðli stendur Ísland mjög vel að vígi gagnvart liðum í 2. sæti í öðrum riðlum, fari svo að Ísland endi fyrir neðan Holland. Ef Ísland tapaði fyrir Hollandi væri Ísland með næstbesta árangurinn af liðunum í 2. sæti, og það myndi þýða að liðið færi beint í seinni hluta umspils Evrópu um sæti á HM, þar sem leikið verður 11. október. Ísland yrði þar í hópi með fimm öðrum Evrópuþjóðum, mögulega sterkum þjóðum á borð við Sviss, Belgíu og Austurrík. Þyrftu að treysta á heppni til að fá heimaleik Stór galli við umspilið er hins vegar að um staka leiki er að ræða, en ekki heimaleik og útileik. Ef Ísland fer í umspilið mun liðið því þurfa að treyst á heppnina til að fá heimaleik. Þessir stöku umspilsleikir eru svo framlengdir og farið í vítaspyrnukeppni ef til þarf. Ef Ísland fer í umspilið og vinnur sinn andstæðing þar í venjulegum leiktíma er öruggt að liðið færi á HM. Enn er hins vegar mögulegt að vinni Ísland andstæðing sinn í framlengingu eða vítaspyrnukeppni þurfi liðið að fara áfram í aukaumspil í Eyjaálfu í febrúar, með liðum úr öðrum heimsálfum, til að tryggja sig inn á HM. Það myndi gerast ef að samanlagður árangur Íslands úr riðlakeppninni og umspilsleik yrði verri en hjá tveimur öðrum liðum, og sá möguleiki er aðeins fyrir hendi ef Ísland gerir „jafntefli“ í umspilsleiknum. Um allt þetta eru stelpurnar okkar þó ekki að hugsa á leið sinni til Utrecht, heldur einfaldlega það að ná jafntefli eða sigri gegn silfurliði síðasta HM, Hollandi, á þriðjudaginn og tryggja sér strax farseðilinn á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Íslenska landsliðið æfir í Utrecht síðdegis í dag. Vísir og Stöð 2 eru á staðnum og flytja fréttir af stelpunum okkar í dag og næstu daga. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira
Stelpurnar okkar eru í leit að farseðli á sitt fyrsta heimsmeistaramót og möguleikinn á því að þær verði meðal bestu þjóða heims, á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar, er betri en nokkru sinni fyrr. Eftir 6-0 stórsigurinn gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn er ljóst að Íslandi dugar jafntefli gegn Hollendingum til að vinna sinn riðil og komast beint á HM. Ef Ísland tapar hins vegar, sem væri svo sem ekki óeðlilegt gegn einu albesta landsliði heims, fer liðið í umspil og þyrfti eftir nýjustu úrslit að öllu líkindum aðeins að vinna einn leik til að komast á HM. Útlitið eins gott og hugsast gæti Eftir úrslit helgarinnar er ljóst að umspilið lítur nánast eins vel út fyrir Ísland og hugsast getur. Það er nefnilega þannig að það skiptir máli hvað liðin sem enda í 2. sæti síns riðils fá mörg stig í undankeppninni, varðandi stöðu þeirra í umspilinu. Eftir að England vann Austurríki í D-riðli og Noregur vann Belgíu í F-riðli stendur Ísland mjög vel að vígi gagnvart liðum í 2. sæti í öðrum riðlum, fari svo að Ísland endi fyrir neðan Holland. Ef Ísland tapaði fyrir Hollandi væri Ísland með næstbesta árangurinn af liðunum í 2. sæti, og það myndi þýða að liðið færi beint í seinni hluta umspils Evrópu um sæti á HM, þar sem leikið verður 11. október. Ísland yrði þar í hópi með fimm öðrum Evrópuþjóðum, mögulega sterkum þjóðum á borð við Sviss, Belgíu og Austurrík. Þyrftu að treysta á heppni til að fá heimaleik Stór galli við umspilið er hins vegar að um staka leiki er að ræða, en ekki heimaleik og útileik. Ef Ísland fer í umspilið mun liðið því þurfa að treyst á heppnina til að fá heimaleik. Þessir stöku umspilsleikir eru svo framlengdir og farið í vítaspyrnukeppni ef til þarf. Ef Ísland fer í umspilið og vinnur sinn andstæðing þar í venjulegum leiktíma er öruggt að liðið færi á HM. Enn er hins vegar mögulegt að vinni Ísland andstæðing sinn í framlengingu eða vítaspyrnukeppni þurfi liðið að fara áfram í aukaumspil í Eyjaálfu í febrúar, með liðum úr öðrum heimsálfum, til að tryggja sig inn á HM. Það myndi gerast ef að samanlagður árangur Íslands úr riðlakeppninni og umspilsleik yrði verri en hjá tveimur öðrum liðum, og sá möguleiki er aðeins fyrir hendi ef Ísland gerir „jafntefli“ í umspilsleiknum. Um allt þetta eru stelpurnar okkar þó ekki að hugsa á leið sinni til Utrecht, heldur einfaldlega það að ná jafntefli eða sigri gegn silfurliði síðasta HM, Hollandi, á þriðjudaginn og tryggja sér strax farseðilinn á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Íslenska landsliðið æfir í Utrecht síðdegis í dag. Vísir og Stöð 2 eru á staðnum og flytja fréttir af stelpunum okkar í dag og næstu daga.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira