Einkunnir Íslands: Dagný Brynjars maður leiksins á miðjunni Sverrir Mar Smárason skrifar 2. september 2022 19:45 Dagný Brynjars var valin maður leiksins í kvöld. Hér fagnar hún öðru marki sínu í leiknum. Vísir/ Hulda Margrét Ísland valtaði yfir Hvíta-Rússland, 6-0, í undankeppni HM2023 í kvöld. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Dagný Brynjarsdóttir var valin maður leiksins. Yfirburðirnir voru algjörir frá byrjun og eftir 18. mínútna leik var Ísland komið í 2-0 með tveimur mörkum frá Söru Björk, fyrirliða. Íslands skoraði svo 4 mörk í síðari hálfleik en Dagný Brynjarsdóttir gerði tvö á meðan Glódís Perla og Selma Sól gerðu sitthvort markið. Byrjunarlið: Sandra Sigurðardóttir markvörður 6 Hafði alveg ofboðslega lítið að gera í markinu í dag. Fékk ekkert skot á markið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Gríðarlega örugg varnarlega og átti fína spretti upp völlinn. Glódís Perla, miðvörður 7 Glódís gerði allt rétt í dag og bætti hefðbundna frammistöðu með frábæru skallamarki eftir horn. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Steig ekki feilspor varnarlega auk þess að stýra vel liðinu fyrir framan sig. Áslaug Munda, vinstri bakvörður 7 Fór líklega langt með það í dag að eigna sér vinstri bakvarðar stöðuna með þessari frammistöðu, sérstaklega sóknarlega. Margar góðar sendingar og dugleg að koma upp í sóknina. Örugg varnarlega. Sara Björk (F), miðjumaður 9 Frábær þennan klukkutíma sem hún spilaði í dag. Skoraði fyrstu tvö mörkin og lagði svo upp það þriðja á Dagnýju ásamt því að vinna gríðarlega vel fyrir liðið. Fyrirliðinn var mikið gagnrýnd eftir EM í sumar en svaraði því með öflugri frammistöðu í dag. Dagný Brynjars, miðjumaður 9, Maður leiksins Frábær leikur hjá Dagnýju. Vann erfiðu vinnuna á miðjunni allan leikinn ásamt því að sýna enn og aftur hversu öflug hún er í að skila sér inn í teig andstæðinganna. Dagný skoraði tvö mörk í dag og jafnaði þar með Hólmfríði Magnúsdóttur í 2. sæti yfir markahæstu landsliðskonur Íslands. Gunnhildur Yrsa, miðjumaður 7 Frábær í hápressunni allan tímann og hirti upp marga dauða bolta. Gerði aðra leikmenn í kringum sig betri og vann talsvert mikla vinnu inni á vellinum. Amanda Andradóttir, hægri kantmaður 8 Mjög góður leikur hjá Amöndu sem fór oft illa með varnarmenn Hvít-Rússa. Þrátt fyrir að tekið var af henni fyrsta landsliðsmarkið þá átti hún stóran þátt í tveimur mörkum því hún sótti vítið sem Sara Björk skoraði úr og lagði upp mark Glódísar. Sveindís Jane, vinstri kantmaður: 8 Gjörsamlega magnaður leikmaður sem bara vex og vex. Leggur upp tvö mörk í dag og þau hefðu hæglega getað orðið fleiri. Varnarmenn Hvíta-Rússlands réðu ekkert við hana. Berglind Björg, framherji 5 Berglind Björg náði ekki alveg að sýna sitt rétta andlit í dag. Hélt á tíðum boltanum illa og blandaði sér lítið í sóknarleikinn. Aðallega vegna þess að flestar sóknir Íslands fóru upp kantana. Varamenn: Selma Sól Magnúsdóttir - 7 Kom inn fyrir Sara Björk Gunnarsdóttir á 63. mínútu Flott innkoma hjá Selmu sem var fljót að koma sér inn í leikinn. Skoraði sjötta mark Íslands. Elín Metta Jensen 6 - Kom inn fyrir Berglind Björg Þorvaldsóttir á 63. mínútu Þokkaleg innkoma. Gott að sjá hana á vellinum. Gerði lítið. Elísa Viðarsdóttir 6 - Kom inn fyrir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á 63. mínútu Lítið að gera varnarlega en fín sóknarlega. Svava Rós Guðmundsdóttir - Kom inn fyrir Amanda Andradóttir á 77. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu á 77. mínútu Lagði upp sjötta markið á Selmu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27 Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27 Leik lokið: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland komst á topp C-riðils undankeppni HM kvenna í fótbolta með stórsigri á Hvíta-Rússlandi, 6-0, á Laugardalsvelli í kvöld. 2. september 2022 19:15 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira
Yfirburðirnir voru algjörir frá byrjun og eftir 18. mínútna leik var Ísland komið í 2-0 með tveimur mörkum frá Söru Björk, fyrirliða. Íslands skoraði svo 4 mörk í síðari hálfleik en Dagný Brynjarsdóttir gerði tvö á meðan Glódís Perla og Selma Sól gerðu sitthvort markið. Byrjunarlið: Sandra Sigurðardóttir markvörður 6 Hafði alveg ofboðslega lítið að gera í markinu í dag. Fékk ekkert skot á markið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Gríðarlega örugg varnarlega og átti fína spretti upp völlinn. Glódís Perla, miðvörður 7 Glódís gerði allt rétt í dag og bætti hefðbundna frammistöðu með frábæru skallamarki eftir horn. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Steig ekki feilspor varnarlega auk þess að stýra vel liðinu fyrir framan sig. Áslaug Munda, vinstri bakvörður 7 Fór líklega langt með það í dag að eigna sér vinstri bakvarðar stöðuna með þessari frammistöðu, sérstaklega sóknarlega. Margar góðar sendingar og dugleg að koma upp í sóknina. Örugg varnarlega. Sara Björk (F), miðjumaður 9 Frábær þennan klukkutíma sem hún spilaði í dag. Skoraði fyrstu tvö mörkin og lagði svo upp það þriðja á Dagnýju ásamt því að vinna gríðarlega vel fyrir liðið. Fyrirliðinn var mikið gagnrýnd eftir EM í sumar en svaraði því með öflugri frammistöðu í dag. Dagný Brynjars, miðjumaður 9, Maður leiksins Frábær leikur hjá Dagnýju. Vann erfiðu vinnuna á miðjunni allan leikinn ásamt því að sýna enn og aftur hversu öflug hún er í að skila sér inn í teig andstæðinganna. Dagný skoraði tvö mörk í dag og jafnaði þar með Hólmfríði Magnúsdóttur í 2. sæti yfir markahæstu landsliðskonur Íslands. Gunnhildur Yrsa, miðjumaður 7 Frábær í hápressunni allan tímann og hirti upp marga dauða bolta. Gerði aðra leikmenn í kringum sig betri og vann talsvert mikla vinnu inni á vellinum. Amanda Andradóttir, hægri kantmaður 8 Mjög góður leikur hjá Amöndu sem fór oft illa með varnarmenn Hvít-Rússa. Þrátt fyrir að tekið var af henni fyrsta landsliðsmarkið þá átti hún stóran þátt í tveimur mörkum því hún sótti vítið sem Sara Björk skoraði úr og lagði upp mark Glódísar. Sveindís Jane, vinstri kantmaður: 8 Gjörsamlega magnaður leikmaður sem bara vex og vex. Leggur upp tvö mörk í dag og þau hefðu hæglega getað orðið fleiri. Varnarmenn Hvíta-Rússlands réðu ekkert við hana. Berglind Björg, framherji 5 Berglind Björg náði ekki alveg að sýna sitt rétta andlit í dag. Hélt á tíðum boltanum illa og blandaði sér lítið í sóknarleikinn. Aðallega vegna þess að flestar sóknir Íslands fóru upp kantana. Varamenn: Selma Sól Magnúsdóttir - 7 Kom inn fyrir Sara Björk Gunnarsdóttir á 63. mínútu Flott innkoma hjá Selmu sem var fljót að koma sér inn í leikinn. Skoraði sjötta mark Íslands. Elín Metta Jensen 6 - Kom inn fyrir Berglind Björg Þorvaldsóttir á 63. mínútu Þokkaleg innkoma. Gott að sjá hana á vellinum. Gerði lítið. Elísa Viðarsdóttir 6 - Kom inn fyrir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á 63. mínútu Lítið að gera varnarlega en fín sóknarlega. Svava Rós Guðmundsdóttir - Kom inn fyrir Amanda Andradóttir á 77. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu á 77. mínútu Lagði upp sjötta markið á Selmu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27 Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27 Leik lokið: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland komst á topp C-riðils undankeppni HM kvenna í fótbolta með stórsigri á Hvíta-Rússlandi, 6-0, á Laugardalsvelli í kvöld. 2. september 2022 19:15 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira
Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27
Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27
Leik lokið: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland komst á topp C-riðils undankeppni HM kvenna í fótbolta með stórsigri á Hvíta-Rússlandi, 6-0, á Laugardalsvelli í kvöld. 2. september 2022 19:15