„Þær tóku mjög stórt pláss í liðinu“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 13:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af landsleikjunum vegna meiðsla en Hallbera Guðný Gísladóttir er hætt í fótbolta. VÍSIR/VILHELM Ljóst er að Þorsteinn Halldórsson getur ekki stólað á sama byrjunarlið og á EM þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag, í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Hallbera Guðný Gísladóttir, sem sá um stöðu vinstri bakvarðar í 14 ár og lék 131 A-landsleik, er hætt og þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Agla María Albertsdóttir eru meiddar. Vísir spurði leikmenn íslenska liðsins út í þessi forföll í vikunni, fyrir leikina við Hvít-Rússa og Hollendinga sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM. „Auðvitað breytir það einhverju að vera ekki með þær í liðinu. Þær tóku mjög stórt pláss í liðinu. En við erum með breiðan og góðan hóp og það koma leikmenn inn í staðinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði. Búin að búa til stóran hóp „Ég myndi segja að við værum búin að vera að búa til frekar stóran hóp, þannig að við séum undirbúin fyrir að það geti komið enhver forföll, því það gerist alltaf,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir og bætti við: „Klárlega munum við sakna þeirra sem eru ekki hérna núna en að sama skapi erum við með flottan hóp. Þær sem fá þessi hlutverk þeirra sem hafa verið að detta út, ég er viss um að þær muni stíga upp og standa sig frábærlega.“ Alexandra Jóhannsdóttir gæti fengið tækifæri á miðjunni í leikjunum og saknar sérstaklega góðvinkonu sinnar Karólínu. „Já, auðvitað. Hallbera er búin að vera hérna í ég veit ekki hvað mörg ár, og Karólína er líka ótrúlega mikilvæg fyrir liðið innan vallar sem utan. En það kemur maður í manns stað og við erum ekkert með verri leikmenn sem koma inn. En auðvitað er svakalegur missir að missa þær,“ sagði Alexandra. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31 Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45 Hallbera Guðný hætt: „Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“ Hallbera Guðný Gísladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar síðasti landsleikur var því 1-1 jafnteflið gegn Frakklandi í kvöld en hún staðfesti þetta sjálf á samfélagsmiðlum eftir leik. 18. júlí 2022 23:55 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir, sem sá um stöðu vinstri bakvarðar í 14 ár og lék 131 A-landsleik, er hætt og þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Agla María Albertsdóttir eru meiddar. Vísir spurði leikmenn íslenska liðsins út í þessi forföll í vikunni, fyrir leikina við Hvít-Rússa og Hollendinga sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM. „Auðvitað breytir það einhverju að vera ekki með þær í liðinu. Þær tóku mjög stórt pláss í liðinu. En við erum með breiðan og góðan hóp og það koma leikmenn inn í staðinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði. Búin að búa til stóran hóp „Ég myndi segja að við værum búin að vera að búa til frekar stóran hóp, þannig að við séum undirbúin fyrir að það geti komið enhver forföll, því það gerist alltaf,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir og bætti við: „Klárlega munum við sakna þeirra sem eru ekki hérna núna en að sama skapi erum við með flottan hóp. Þær sem fá þessi hlutverk þeirra sem hafa verið að detta út, ég er viss um að þær muni stíga upp og standa sig frábærlega.“ Alexandra Jóhannsdóttir gæti fengið tækifæri á miðjunni í leikjunum og saknar sérstaklega góðvinkonu sinnar Karólínu. „Já, auðvitað. Hallbera er búin að vera hérna í ég veit ekki hvað mörg ár, og Karólína er líka ótrúlega mikilvæg fyrir liðið innan vallar sem utan. En það kemur maður í manns stað og við erum ekkert með verri leikmenn sem koma inn. En auðvitað er svakalegur missir að missa þær,“ sagði Alexandra. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31 Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45 Hallbera Guðný hætt: „Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“ Hallbera Guðný Gísladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar síðasti landsleikur var því 1-1 jafnteflið gegn Frakklandi í kvöld en hún staðfesti þetta sjálf á samfélagsmiðlum eftir leik. 18. júlí 2022 23:55 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31
Karólína í raun verið meidd í heilt ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla. 19. ágúst 2022 13:45
Hallbera Guðný hætt: „Frá mínum dýpstu hjartarótum TAKK FYRIR MIG.“ Hallbera Guðný Gísladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hennar síðasti landsleikur var því 1-1 jafnteflið gegn Frakklandi í kvöld en hún staðfesti þetta sjálf á samfélagsmiðlum eftir leik. 18. júlí 2022 23:55
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn