Arteta súr að hafa ekki skorað fjögur eða fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 22:45 Mikel Arteta var sáttur með sigurinn en vill meira. EPA-EFE/TOLGA AKMEN „Ég er mjög ánægður með sigurinn, það er svo erfitt að vinna leiki í þessari deild,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að Arsenal vann sinn fimmta leik í röð í kvöld. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga. Arsenal vann 2-1 sigur á Aston Villa í kvöld þökk sé sigurmarki Gabriel Martinelli en öll mörk kvöldsins voru skoruð af Brasilíumönnum. Gabriel Jesus kom Arsenal yfir eftir skelfileg mistök markvarðar Villa í fyrri hálfleik. Arteta segir það vera einn besta hálfleik liðsins undir sinni stjórn. „Við áttum að skora þrjú, fjögur eða fimm, líklega ein besta frammistaða okkar til þessa. En við drápum ekki leikinn og í þessari deild er þér refsað fyrir það. Þetta var bardagi í síðari hálfleik, þeir spila mjög beinskeytt. Það er mikið af seinni boltum, brotum og þetta verður smá endanna á milli. Ef þú drepur ekki leikinn þá mun það bíta þig í rassinn.“ „Án þess að gefa þeim nein færi, eina hornspyrnu, þá fáum við á okkur mark og þetta er orðið leikur að nýju,“ sagði Arteta um jöfnunarmark Aston Villa en Douglas Luiz skoraði það beint úr hornspyrnu. Um er að ræða annað mark leikmannsins úr hornspyrnu á leiktíðinni. „Við brugðumst vel við markinu þeirra. Sýndum bæði þrautseigju og karakter til að vinna leikinn. Það snýst um samheldni, skilning og tengingu milli leikmanna. Þú getur séð hvernig þeir vinna saman og ógna andstæðingunum.“ „Andrúmsloftið á vellinum hjálpar alltaf liðinu. Við erum að vinna leiki og eigum það skilið en það er enn fullt af hlutum sem er hægt að laga,“ sagði Artet að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
Arsenal vann 2-1 sigur á Aston Villa í kvöld þökk sé sigurmarki Gabriel Martinelli en öll mörk kvöldsins voru skoruð af Brasilíumönnum. Gabriel Jesus kom Arsenal yfir eftir skelfileg mistök markvarðar Villa í fyrri hálfleik. Arteta segir það vera einn besta hálfleik liðsins undir sinni stjórn. „Við áttum að skora þrjú, fjögur eða fimm, líklega ein besta frammistaða okkar til þessa. En við drápum ekki leikinn og í þessari deild er þér refsað fyrir það. Þetta var bardagi í síðari hálfleik, þeir spila mjög beinskeytt. Það er mikið af seinni boltum, brotum og þetta verður smá endanna á milli. Ef þú drepur ekki leikinn þá mun það bíta þig í rassinn.“ „Án þess að gefa þeim nein færi, eina hornspyrnu, þá fáum við á okkur mark og þetta er orðið leikur að nýju,“ sagði Arteta um jöfnunarmark Aston Villa en Douglas Luiz skoraði það beint úr hornspyrnu. Um er að ræða annað mark leikmannsins úr hornspyrnu á leiktíðinni. „Við brugðumst vel við markinu þeirra. Sýndum bæði þrautseigju og karakter til að vinna leikinn. Það snýst um samheldni, skilning og tengingu milli leikmanna. Þú getur séð hvernig þeir vinna saman og ógna andstæðingunum.“ „Andrúmsloftið á vellinum hjálpar alltaf liðinu. Við erum að vinna leiki og eigum það skilið en það er enn fullt af hlutum sem er hægt að laga,“ sagði Artet að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira