Bestu mörkin: Geta Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk spilað saman á miðjunni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 23:01 Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk í leiknum gegn Ítalíu. Vísir/Vilhelm „Er pláss fyrir þessar þrjár „kanónur“ á miðjunni? Eru þær of líkar eða hvað finnst ykkur,“ spurði Helena Ólafsdóttir, þáttastýra Bestu markanna, sérfræðinga sína í síðasta þætti er miðja íslenska landsliðsins var rædd. Miðja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar var til umræðu í síðasta þætti en það styttist í næsta landsliðsverkefni. Helena nefndi að miðja liðsins hefði verið mikið rætt á meðan EM stóð, sérstaklega í fyrstu tveimur leikjunum gegn Belgíu og Ítalíu þar sem Dagný Brynjarsdóttir var fyrir framan vörnina og þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir þar fyrir framan. „Sara Björk átti frábæran síðasta leik en átti ekki jafn góða fyrstu, sem er eðlilegt. Hún spilaði einn æfingaleik fyrir þetta mót. Fyrir fram hefði jafnvel þurft að velja leik fyrir hana sem hún hefði getað spilað á fullu og fengið jafnvel frí í hinum. Það var ekki gert.“ „Síðan er breytt í leik þrjú, Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) kemur inn á miðjuna á kostnað Gunnhildar Yrsu, mér fannst það virka,“ bætti Helena við áður en sérfræðingarnir fengu orðið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af síðustu leikjunum í undankeppni HM, eftir að hafa verið frábær á EM í sumar.Getty/Alex Pantling „Að mínu mati er ekki pláss fyrir þær þrjár saman, mér finnst við ekki ná að halda bolta nægilega vel. Við erum með hraða á vængjunum og við viljum fara út á kant hátt á vellinum en þá verðum við fyrst að geta haldið bolta fyrir framan varnarlínuna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins, og hélt áfram. „Hvort það sé að koma Berglindi (Björgu Þorvaldsdóttur) meira inn í það að koma og halda boltanum meira upp í línu, þá myndi kannski ganga að hafa þessa þrjá miðjumenn. En við vorum ekki að gera það og þá finnst mér við þurfa leikmann eins og Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) eða Amöndu (Andradóttur). Þessa týpu af leikmanni inn á miðsvæðið sem getur svolítið haldið boltanum.“ Helena skaut inn í að Karólína Lea hefði gert það vel í aðdraganda Evrópumótsins en þá var Sara Björk ekki með liðinu þar sem hún var enn að jafna sig eftir barnsburð. Sara Björk í leiknum gegn Frakklandi.VÍSIR/VILHELM „Mér fannst Sara Björk komin lengra í raun í sínum undirbúningi, það er frábært hvað hún spilaði mikið miðað við hvað er stutt síðan hún byrjaði að spila. Mér finnst þessar þrjár alveg geta virkað en þá myndi ég vilja hafa tvær djúpar og eina fyrir framan. Ég vil setja Söru Björk meira í boltann til að halda honum betur, Dagnýju myndi ég svo færa ofar. Ég held að það myndi virka. Ég held við getum alveg fundið lausn til að þessar þrjár virki,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttur, hinn sérfræðingur þáttarins, og hélt áfram. „Málið er að við héldum boltanum svo lítið á þessu móti, miðjan er ekki í neinum leikjum. Það er helst í þessum leik gegn Frökkum þar sem Sara Björk kemur aðeins dýpra á völlinn. Dagný er meiri átta eða tíu. Við komum með margar fyrirgjafir á þessu móti, þar vil ég hafa Dagnýju. Ég vil ekki hafa Berglindi eina inn í vítateig – Karolína Lea er ekki að fara skalla boltann og Sveindís Jane (Jónsdóttir) er það ekki heldur.“ Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Geta Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk spilað saman á miðjunni? Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Tengdar fréttir „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. 31. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Miðja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar var til umræðu í síðasta þætti en það styttist í næsta landsliðsverkefni. Helena nefndi að miðja liðsins hefði verið mikið rætt á meðan EM stóð, sérstaklega í fyrstu tveimur leikjunum gegn Belgíu og Ítalíu þar sem Dagný Brynjarsdóttir var fyrir framan vörnina og þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir þar fyrir framan. „Sara Björk átti frábæran síðasta leik en átti ekki jafn góða fyrstu, sem er eðlilegt. Hún spilaði einn æfingaleik fyrir þetta mót. Fyrir fram hefði jafnvel þurft að velja leik fyrir hana sem hún hefði getað spilað á fullu og fengið jafnvel frí í hinum. Það var ekki gert.“ „Síðan er breytt í leik þrjú, Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) kemur inn á miðjuna á kostnað Gunnhildar Yrsu, mér fannst það virka,“ bætti Helena við áður en sérfræðingarnir fengu orðið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af síðustu leikjunum í undankeppni HM, eftir að hafa verið frábær á EM í sumar.Getty/Alex Pantling „Að mínu mati er ekki pláss fyrir þær þrjár saman, mér finnst við ekki ná að halda bolta nægilega vel. Við erum með hraða á vængjunum og við viljum fara út á kant hátt á vellinum en þá verðum við fyrst að geta haldið bolta fyrir framan varnarlínuna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins, og hélt áfram. „Hvort það sé að koma Berglindi (Björgu Þorvaldsdóttur) meira inn í það að koma og halda boltanum meira upp í línu, þá myndi kannski ganga að hafa þessa þrjá miðjumenn. En við vorum ekki að gera það og þá finnst mér við þurfa leikmann eins og Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) eða Amöndu (Andradóttur). Þessa týpu af leikmanni inn á miðsvæðið sem getur svolítið haldið boltanum.“ Helena skaut inn í að Karólína Lea hefði gert það vel í aðdraganda Evrópumótsins en þá var Sara Björk ekki með liðinu þar sem hún var enn að jafna sig eftir barnsburð. Sara Björk í leiknum gegn Frakklandi.VÍSIR/VILHELM „Mér fannst Sara Björk komin lengra í raun í sínum undirbúningi, það er frábært hvað hún spilaði mikið miðað við hvað er stutt síðan hún byrjaði að spila. Mér finnst þessar þrjár alveg geta virkað en þá myndi ég vilja hafa tvær djúpar og eina fyrir framan. Ég vil setja Söru Björk meira í boltann til að halda honum betur, Dagnýju myndi ég svo færa ofar. Ég held að það myndi virka. Ég held við getum alveg fundið lausn til að þessar þrjár virki,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttur, hinn sérfræðingur þáttarins, og hélt áfram. „Málið er að við héldum boltanum svo lítið á þessu móti, miðjan er ekki í neinum leikjum. Það er helst í þessum leik gegn Frökkum þar sem Sara Björk kemur aðeins dýpra á völlinn. Dagný er meiri átta eða tíu. Við komum með margar fyrirgjafir á þessu móti, þar vil ég hafa Dagnýju. Ég vil ekki hafa Berglindi eina inn í vítateig – Karolína Lea er ekki að fara skalla boltann og Sveindís Jane (Jónsdóttir) er það ekki heldur.“ Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Geta Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk spilað saman á miðjunni?
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Tengdar fréttir „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. 31. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
„Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. 31. ágúst 2022 13:01
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn