Flaggskip breska flotans vélarvana Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2022 14:32 HMS Prince of Wales undan ströndum Bretlands. Getty/Christopher Furlong Umfangsmikil bilun varð í vél stærsta herskips Bretlands og flaggskipi breska flotans, HMS Prince of Wales, í gær. Verið var að sigla skipinu til Ameríku þegar bilunin varð og var skipið skammt suður af Bretlandi, þar sem það lá við ankeri. Nú virðist sem að sigla eigi skipinu aftur til hafnar, eins og sjá má á vef Marine Traffic. Skipið er annað af tveimur flugmóðurskipum Bretlands og kostaði smíði skipsins um 3,1 milljarða punda. Það samsvarar rúmum fimm hundruð milljörðum króna. Skipið er 280 metra langt, sjötíu metrar á breidd og ber skipið 36 F-35B orrustuþotur og fjórar Merlin-þyrlur, auk dróna. Miðillinn UK Defence Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum að talið sé að öxull stjórnborðsskrúfu flugmóðurskipsins sé skemmdur. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að Prince of Wales var lagt upp að bryggju hér á Íslandi í vor. Prince of Wales var siglt frá Portsmouth á laugardaginn og var stefnan sett á New York í Bandaríkjunum, Halifax í Kanada og Karíbahafið. Í yfirlýsingu á vef breska flotans var því haldið fram að verkefni flugmóðurskipsins myndi móta framtíðarvarnarstörf undan ströndum Norður-Ameríku og í Karíbahafinu. Í Ameríku átti að flytja F-35B orrustuþotur um borð í flugmóðurskipið og átti áhöfn skipsins og flugmenn að taka þátt í æfingum með bandaríska flotanum. HMS Prince of Wales er systurskip HMS Queen Elizabeth en Bretar lögðu mikið púður í smíði skipanna, sem eiga að tryggja áhrif Breta á heimshöfunum sjö. Bretland Hernaður Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Nú virðist sem að sigla eigi skipinu aftur til hafnar, eins og sjá má á vef Marine Traffic. Skipið er annað af tveimur flugmóðurskipum Bretlands og kostaði smíði skipsins um 3,1 milljarða punda. Það samsvarar rúmum fimm hundruð milljörðum króna. Skipið er 280 metra langt, sjötíu metrar á breidd og ber skipið 36 F-35B orrustuþotur og fjórar Merlin-þyrlur, auk dróna. Miðillinn UK Defence Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum að talið sé að öxull stjórnborðsskrúfu flugmóðurskipsins sé skemmdur. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að Prince of Wales var lagt upp að bryggju hér á Íslandi í vor. Prince of Wales var siglt frá Portsmouth á laugardaginn og var stefnan sett á New York í Bandaríkjunum, Halifax í Kanada og Karíbahafið. Í yfirlýsingu á vef breska flotans var því haldið fram að verkefni flugmóðurskipsins myndi móta framtíðarvarnarstörf undan ströndum Norður-Ameríku og í Karíbahafinu. Í Ameríku átti að flytja F-35B orrustuþotur um borð í flugmóðurskipið og átti áhöfn skipsins og flugmenn að taka þátt í æfingum með bandaríska flotanum. HMS Prince of Wales er systurskip HMS Queen Elizabeth en Bretar lögðu mikið púður í smíði skipanna, sem eiga að tryggja áhrif Breta á heimshöfunum sjö.
Bretland Hernaður Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira