Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Blikum, dramatík á Akureyri og í Keflavík, ÍBV kom til baka og ekkert gerðist í Vesturbæ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2022 14:01 Úr leik Breiðabliks og Leiknis Reykjavíkur. Vísir/Diego Alls fóru fimm leikir fram í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag. Það var nóg um að vera, mikið af mörkum, nóg af dramatík og mikil skemmtun á flestum völlum. Hér að neðan má sjá öll mörkin og allt það helsta sem gerðist. Stórleikur umferðarinnar fór fram á Akureyri þar sem Íslandsmeistarar Víkings mættu heimamönnum í KA. Leikurinn var mikil skemmtun og voru það gestirnir sem tóku forystuna þegar Erlingur Agnarsson stangaði fyrirgjöf Pablo Punyed. Í kjölfarið átti Ari Sigurpálsson skot í slá og svo skoraði Sveinn Margeir Hauksson fyrir KA en markið var dæmt af þar sem Sveinn Margeir var talinn brotlegur í aðdragandanum. Hann var það hins vegar ekki sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann skoraði með skoti sem Ingvar Jónsson varði í raun í hnéð á Kyle McLagan og í netið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan 1-1. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði stórglæsilegt mark á 67. mínútu og kom KA yfir. Fyrirliðinn Júlíus Magnússon steig þá upp og stangaði hornspyrnu Loga Tómassonar í netið. Það var svo Birnir Snær Ingason sem tryggði Íslandsmeisturunum sigurinn með skoti sem fór af varnarmanni og í netið á 90. mínútu leiksins, lokatölur 2-3. Klippa: Besta deild karla: KA 2-3 Víkingur Topplið Breiðabliks valtaði yfir botnlið Leiknis Reykjavíkur á Kópavogsvelli, lokatölur 4-0. Mikkel Qvist kom heimamönnum yfir með skalla eftir hornspyrnu fyrirliðans Höskuldar Gunnlaugssonar. Heimamenn fengu svo vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en Atli Jónasson sá við Höskuldi. Í síðari hálfleik gengu Blikar á lagið. Sölvi Snær Guðbjargarson kom þeim í 2-0, Gísli Eyjólfsson í 3-0 og Dagur Dan Þórhallsson í 4-0 undir lok leiks. Klippa: Besta deild karla: Breiðablik 4-0 Leiknir Reykjavík ÍBV vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni þar sem gestirnir úr Garðabæ óðu í færum í upphafi leiks. Þeir nýttu þó aðeins eitt, það gerði Einar Karl Ingvarsson með skoti fyrir utan vítateig. Andri Rúnar Bjarnason skoraði hins vegar tvívegis undir lok fyrri hálfleiks. Fyrra markið kom með frábærum skalla af löngu færi og hitt var yfirveguð afgreiðsla frá vítateigslínunni. Arnar Breki Gunnarsson gerði svo út um leikinn snemma í síðari hálfleik með þriðja marki heimamanna. Skömmu áður hafði Jóhann Árni Gunnarsson fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði Stjörnunnar. Gestirnir áttu engin svör og lauk leiknum með 3-1 sigri ÍBV. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 3-1 Stjarnan ÍA vann 1-0 sigur í Keflavík þökk sé marki Olivers Stefánssonar undir lok leiks. Klippa: Besta deild karla: Keflavík 0-1 ÍA KR og FH gerðu markalaust jafntefli í frekar döprum leik á Meistaravöllum. Klippa: Besta deild karla: KR 0-0 FH Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Stjarnan 3-1 | Frábær Eyjasigur á tíu Stjörnumönnum ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í fyrsta leik dagsins í Bestu deild karla. Leikurinn endaði með 3-1 sgiri ÍBV. Eftir tap fyrir ÍA í síðasta leik þurftu Eyjamenn sigur í botnbaráttunni en Stjörnumenn fjarlægðust Evrópubaráttuna enn frekar. 28. ágúst 2022 13:16 Umfjöllun og viðtöl: KA 2- 3 Víkingur | Birnir Snær tryggði Íslandsmeisturunum dramatískan sigur Víkingur sigraði KA, 2-3, í frábærum fótbolta leik á Akureyri fyrr í dag. KA leiddi 2-1 þegar stundarfjórðungur lifði leiks en Víkingar grófu djúpt og uppskáru sigur með marki frá Birni Snæ Ingasyni á 90. mínútu. 28. ágúst 2022 18:00 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15 Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR-FH 0-0| Vögguvísa á Meistaravöllum Það var mikið húllumhæ fyrir leik KR og FH. Ný útgáfa af stuðningsmannalagi KR, Öll sem eitt var frumflutt og var fjölmennt á vellinum.Leikurinn var einn sá allra lokaðasti sem hefur verið spilaður á tímabilinu og var afar lítið um marktækifæri og var markalaust jafntefli niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. ágúst 2022 19:00 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-ÍA 0-1 | Mark Olivers í lokin tryggði Skagamönnum annan sigurinn í röð Oliver Stefánsson var hetja Skagamanna þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Keflavík suður með sjó í dag. Þetta er annar sigur ÍA í röð sem fara úr neðsta sæti deildarinnar með sigrinum. 28. ágúst 2022 20:02 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Stórleikur umferðarinnar fór fram á Akureyri þar sem Íslandsmeistarar Víkings mættu heimamönnum í KA. Leikurinn var mikil skemmtun og voru það gestirnir sem tóku forystuna þegar Erlingur Agnarsson stangaði fyrirgjöf Pablo Punyed. Í kjölfarið átti Ari Sigurpálsson skot í slá og svo skoraði Sveinn Margeir Hauksson fyrir KA en markið var dæmt af þar sem Sveinn Margeir var talinn brotlegur í aðdragandanum. Hann var það hins vegar ekki sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann skoraði með skoti sem Ingvar Jónsson varði í raun í hnéð á Kyle McLagan og í netið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan 1-1. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði stórglæsilegt mark á 67. mínútu og kom KA yfir. Fyrirliðinn Júlíus Magnússon steig þá upp og stangaði hornspyrnu Loga Tómassonar í netið. Það var svo Birnir Snær Ingason sem tryggði Íslandsmeisturunum sigurinn með skoti sem fór af varnarmanni og í netið á 90. mínútu leiksins, lokatölur 2-3. Klippa: Besta deild karla: KA 2-3 Víkingur Topplið Breiðabliks valtaði yfir botnlið Leiknis Reykjavíkur á Kópavogsvelli, lokatölur 4-0. Mikkel Qvist kom heimamönnum yfir með skalla eftir hornspyrnu fyrirliðans Höskuldar Gunnlaugssonar. Heimamenn fengu svo vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en Atli Jónasson sá við Höskuldi. Í síðari hálfleik gengu Blikar á lagið. Sölvi Snær Guðbjargarson kom þeim í 2-0, Gísli Eyjólfsson í 3-0 og Dagur Dan Þórhallsson í 4-0 undir lok leiks. Klippa: Besta deild karla: Breiðablik 4-0 Leiknir Reykjavík ÍBV vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni þar sem gestirnir úr Garðabæ óðu í færum í upphafi leiks. Þeir nýttu þó aðeins eitt, það gerði Einar Karl Ingvarsson með skoti fyrir utan vítateig. Andri Rúnar Bjarnason skoraði hins vegar tvívegis undir lok fyrri hálfleiks. Fyrra markið kom með frábærum skalla af löngu færi og hitt var yfirveguð afgreiðsla frá vítateigslínunni. Arnar Breki Gunnarsson gerði svo út um leikinn snemma í síðari hálfleik með þriðja marki heimamanna. Skömmu áður hafði Jóhann Árni Gunnarsson fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði Stjörnunnar. Gestirnir áttu engin svör og lauk leiknum með 3-1 sigri ÍBV. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 3-1 Stjarnan ÍA vann 1-0 sigur í Keflavík þökk sé marki Olivers Stefánssonar undir lok leiks. Klippa: Besta deild karla: Keflavík 0-1 ÍA KR og FH gerðu markalaust jafntefli í frekar döprum leik á Meistaravöllum. Klippa: Besta deild karla: KR 0-0 FH
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Stjarnan 3-1 | Frábær Eyjasigur á tíu Stjörnumönnum ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í fyrsta leik dagsins í Bestu deild karla. Leikurinn endaði með 3-1 sgiri ÍBV. Eftir tap fyrir ÍA í síðasta leik þurftu Eyjamenn sigur í botnbaráttunni en Stjörnumenn fjarlægðust Evrópubaráttuna enn frekar. 28. ágúst 2022 13:16 Umfjöllun og viðtöl: KA 2- 3 Víkingur | Birnir Snær tryggði Íslandsmeisturunum dramatískan sigur Víkingur sigraði KA, 2-3, í frábærum fótbolta leik á Akureyri fyrr í dag. KA leiddi 2-1 þegar stundarfjórðungur lifði leiks en Víkingar grófu djúpt og uppskáru sigur með marki frá Birni Snæ Ingasyni á 90. mínútu. 28. ágúst 2022 18:00 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15 Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR-FH 0-0| Vögguvísa á Meistaravöllum Það var mikið húllumhæ fyrir leik KR og FH. Ný útgáfa af stuðningsmannalagi KR, Öll sem eitt var frumflutt og var fjölmennt á vellinum.Leikurinn var einn sá allra lokaðasti sem hefur verið spilaður á tímabilinu og var afar lítið um marktækifæri og var markalaust jafntefli niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. ágúst 2022 19:00 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-ÍA 0-1 | Mark Olivers í lokin tryggði Skagamönnum annan sigurinn í röð Oliver Stefánsson var hetja Skagamanna þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Keflavík suður með sjó í dag. Þetta er annar sigur ÍA í röð sem fara úr neðsta sæti deildarinnar með sigrinum. 28. ágúst 2022 20:02 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Stjarnan 3-1 | Frábær Eyjasigur á tíu Stjörnumönnum ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í fyrsta leik dagsins í Bestu deild karla. Leikurinn endaði með 3-1 sgiri ÍBV. Eftir tap fyrir ÍA í síðasta leik þurftu Eyjamenn sigur í botnbaráttunni en Stjörnumenn fjarlægðust Evrópubaráttuna enn frekar. 28. ágúst 2022 13:16
Umfjöllun og viðtöl: KA 2- 3 Víkingur | Birnir Snær tryggði Íslandsmeisturunum dramatískan sigur Víkingur sigraði KA, 2-3, í frábærum fótbolta leik á Akureyri fyrr í dag. KA leiddi 2-1 þegar stundarfjórðungur lifði leiks en Víkingar grófu djúpt og uppskáru sigur með marki frá Birni Snæ Ingasyni á 90. mínútu. 28. ágúst 2022 18:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15
Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR-FH 0-0| Vögguvísa á Meistaravöllum Það var mikið húllumhæ fyrir leik KR og FH. Ný útgáfa af stuðningsmannalagi KR, Öll sem eitt var frumflutt og var fjölmennt á vellinum.Leikurinn var einn sá allra lokaðasti sem hefur verið spilaður á tímabilinu og var afar lítið um marktækifæri og var markalaust jafntefli niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. ágúst 2022 19:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-ÍA 0-1 | Mark Olivers í lokin tryggði Skagamönnum annan sigurinn í röð Oliver Stefánsson var hetja Skagamanna þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Keflavík suður með sjó í dag. Þetta er annar sigur ÍA í röð sem fara úr neðsta sæti deildarinnar með sigrinum. 28. ágúst 2022 20:02
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn