Myndaveisla: Hátíðleg opnun á vef vegna endurgreiðslu á hljóðritunarkostnaði Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 17:00 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar, viðskipta og ferðamálaráðherra, hélt ræðu í opnun á nýjum vef hjá ÚTÓN. Cat Gundry-Beck Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar hélt hátíðlega upp á opnun á nýjum vef Record in Iceland en hann gengur út á að kynna 25% endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði sem fellur til hér á landi. Leifur Björnsson, verkefnastjóri Record in Iceland hjá ÚTÓN, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, héldu stutta tölu til að kynna verkefnið og áframhaldandi fjárfestingar ráðuneytisins í tónlist, samanber kynningu ráðuneytisins á fyrstu íslensku tónlistarstefnunni og frumvarpi til heildarlaga um tónlist fyrr í ágúst. Leifur Björnsson kynnti Record in Iceland fyrir viðstöddum.Cat Gundry-Beck Endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði „Record in Iceland verkefnið gengur út á að kynna 25% endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði sem stofnað er til hér á landi. Framkvæmd kynningar er í höndum ÚTÓN en endurgreiðslurnar koma beint frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu,“ segir í fréttatilkynningu frá ÚTÓN. Styrkir íslenska tónlist Í tölu sinni gerði ráðherra grein fyrir að sambærilegt verkefni í kvikmyndaiðnaðinum, Film in Iceland, hafi gengið vonum framar og laðað hingað til lands stór alþjóðleg kvikmyndaverkefni á síðustu árum. Miklar væntingar eru fyrir því að sambærileg fjárfesting í tónlist muni skila sér í aukinni fagþekkingu innanlands og styrkja íslenska tónlist. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Menningarmálaráðherra, kynnti áframhaldandi fjárfestingar ríkisstjórnarinnar í íslenskri tónlist og Íslandi sem upptökustað fyrir alþjóðlegt tónlistarfólk.Cat Gundry-Beck Verkefnið vann útflutningsverðlaun á Degi íslenskrar tónlistar í fyrra og í ár hefur ÚTÓN verið með kynningar á Record in Iceland í Bretlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, á Norðurlöndunum og í Portúgal. „Áhugi á upptökum hér á landi fer sívaxandi enda eru hljóðverin hér mörg hver á heimsmælikvarða. Endurgreiðslurnar standa íslensku tónlistarfólki einnig til boða,“ segir í tilkynningunni. ÚTÓN og ráðherra buðu til móttöku fyrir fagaðila í tónlist en hér að neðan má sjá myndir úr teitinu, sem teknar voru af Cat Gundry-Beck. Teitur Magnússon tók nokkur lög á gítarinn.Cat Gundry-Beck Styrmir Hauksson upptökustjóri, Colm O’Herlihy stofnandi INNI Þublishing, Sindri Már Sigfússon tónlistarmaður skemmtu sér vel.Cat Gundry-Beck Valgeir Sigurðsson, tónlistarmaður og upptökustjóri ásamt Páli Ragnari Pálssyni tónskáldi og Tui Hirv söngkonu.Cat Gundry-Beck Fagaðilar úr skapandi greinum lyftu glösum fyrir ráðherra.Cat Gundry-Beck Sindri Magnússon og María Björk Lárusdóttir, starfsfólk STEF, mættu í góðri stemninguCat Gundry-Beck Tónskáldin Sævar Helgi Jóhannsson og Eðvarð Egilsson létu sig ekki vanta.Cat Gundry-Beck Drykkirnir voru í boði Ólafsson Gin.Cat Gundry-Beck Margrét Áskelsdóttir, listrænn stjórnandi Seðlabanka Íslands, brosti sínu breiðasta.Cat Gundry-Beck Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ásamt Haraldi Hrafni Thorlacius, kvikmyndaframleiðanda, Hrefnu Helgadóttur kynningarstjóra ÚTÓN og Kim Wagenaar, umboðsmanni.Cat Gundry-Beck Lilja Alfreðsdóttir og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi.Cat Gundry-Beck Guðrún Björk, framkvæmdarstjóri STEF, var glaðbeitt við tilefnið.Cat Gundry-Beck Leifur Björnsson, Sigurjón Sighvatsson, Sigtryggur Baldursson og Teitur Magnússon.Cat Gundry-Beck Tónlist Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Styður við frekari útflutning íslenskrar tónlistar Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, kynna nýjan styrk fyrir framleiðslu á kynningarefni sérstaklega. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn. 21. júlí 2022 13:30 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Leifur Björnsson, verkefnastjóri Record in Iceland hjá ÚTÓN, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, héldu stutta tölu til að kynna verkefnið og áframhaldandi fjárfestingar ráðuneytisins í tónlist, samanber kynningu ráðuneytisins á fyrstu íslensku tónlistarstefnunni og frumvarpi til heildarlaga um tónlist fyrr í ágúst. Leifur Björnsson kynnti Record in Iceland fyrir viðstöddum.Cat Gundry-Beck Endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði „Record in Iceland verkefnið gengur út á að kynna 25% endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði sem stofnað er til hér á landi. Framkvæmd kynningar er í höndum ÚTÓN en endurgreiðslurnar koma beint frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu,“ segir í fréttatilkynningu frá ÚTÓN. Styrkir íslenska tónlist Í tölu sinni gerði ráðherra grein fyrir að sambærilegt verkefni í kvikmyndaiðnaðinum, Film in Iceland, hafi gengið vonum framar og laðað hingað til lands stór alþjóðleg kvikmyndaverkefni á síðustu árum. Miklar væntingar eru fyrir því að sambærileg fjárfesting í tónlist muni skila sér í aukinni fagþekkingu innanlands og styrkja íslenska tónlist. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Menningarmálaráðherra, kynnti áframhaldandi fjárfestingar ríkisstjórnarinnar í íslenskri tónlist og Íslandi sem upptökustað fyrir alþjóðlegt tónlistarfólk.Cat Gundry-Beck Verkefnið vann útflutningsverðlaun á Degi íslenskrar tónlistar í fyrra og í ár hefur ÚTÓN verið með kynningar á Record in Iceland í Bretlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, á Norðurlöndunum og í Portúgal. „Áhugi á upptökum hér á landi fer sívaxandi enda eru hljóðverin hér mörg hver á heimsmælikvarða. Endurgreiðslurnar standa íslensku tónlistarfólki einnig til boða,“ segir í tilkynningunni. ÚTÓN og ráðherra buðu til móttöku fyrir fagaðila í tónlist en hér að neðan má sjá myndir úr teitinu, sem teknar voru af Cat Gundry-Beck. Teitur Magnússon tók nokkur lög á gítarinn.Cat Gundry-Beck Styrmir Hauksson upptökustjóri, Colm O’Herlihy stofnandi INNI Þublishing, Sindri Már Sigfússon tónlistarmaður skemmtu sér vel.Cat Gundry-Beck Valgeir Sigurðsson, tónlistarmaður og upptökustjóri ásamt Páli Ragnari Pálssyni tónskáldi og Tui Hirv söngkonu.Cat Gundry-Beck Fagaðilar úr skapandi greinum lyftu glösum fyrir ráðherra.Cat Gundry-Beck Sindri Magnússon og María Björk Lárusdóttir, starfsfólk STEF, mættu í góðri stemninguCat Gundry-Beck Tónskáldin Sævar Helgi Jóhannsson og Eðvarð Egilsson létu sig ekki vanta.Cat Gundry-Beck Drykkirnir voru í boði Ólafsson Gin.Cat Gundry-Beck Margrét Áskelsdóttir, listrænn stjórnandi Seðlabanka Íslands, brosti sínu breiðasta.Cat Gundry-Beck Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ásamt Haraldi Hrafni Thorlacius, kvikmyndaframleiðanda, Hrefnu Helgadóttur kynningarstjóra ÚTÓN og Kim Wagenaar, umboðsmanni.Cat Gundry-Beck Lilja Alfreðsdóttir og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi.Cat Gundry-Beck Guðrún Björk, framkvæmdarstjóri STEF, var glaðbeitt við tilefnið.Cat Gundry-Beck Leifur Björnsson, Sigurjón Sighvatsson, Sigtryggur Baldursson og Teitur Magnússon.Cat Gundry-Beck
Tónlist Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Styður við frekari útflutning íslenskrar tónlistar Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, kynna nýjan styrk fyrir framleiðslu á kynningarefni sérstaklega. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn. 21. júlí 2022 13:30 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Styður við frekari útflutning íslenskrar tónlistar Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, kynna nýjan styrk fyrir framleiðslu á kynningarefni sérstaklega. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn. 21. júlí 2022 13:30