„Frumbygginn í holunni“ er látinn Bjarki Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2022 22:24 Maðurinn var einn í skóginum í yfir 26 ár. Brasilíska frumbyggjastofnunin Maður sem hefur ávallt verið kallaður „frumbygginn í holunni“ og bjó í Amason-regnskóginum allt sitt líf er látinn. Hann var síðasti meðlimur ættbálks síns sem enn var á lífi. Maðurinn var talinn hafa verið einn í skóginum í 26 ár en viðurnefni hans er dregið frá holum sem hann hefur grafið víðs vegar um skóginn og faldi sig oft í. Flestir úr ættbálki hans voru líklegast drepnir á níunda áratug síðustu aldar þegar fólk með ólöglega búgarði myrti þá. Fólkið hafði unnið sér inn traust ættbálksins með því að gefa þeim sykur en næsti sykurskammtur var fullur af rottueitri. Frumbygginn í holunni varð heimsfrægur, án hans vitneskju, árið 2018 þegar myndband af honum varð vinsælt á samfélagsmiðlum. Yfirvöld í Brasilíu höfðu þá fylgst með honum og birt myndbönd í tuttugu ár. Þar sást hann til dæmis höggva niður tré og veiða sér til matar. Ekki var gerð tilraun til þess að reyna að ræða við manninn en ljóst var að hann myndi ekki treysta neinum eftir að hafa séð alla ættingja sína deyja mörgum árum áður. Yfirvöld reyndu þó að einfalda líf hans með því að skilja eftir sveðjur, axir og fræ á víð og dreif um svæðið sem bjó á. „Hann var sá síðasti úr ættbálk sínum, þannig þetta er enn einn útdauði ættbálkurinn,“ hefur The Guardian eftir Sarah Shanker, sjálfboðaliða hjá samtökunum Survival International. Talið er að um þrjátíu einangraðir ættbálkar búi enn í Amason-regnskóginum. Brasilía Andlát Tengdar fréttir Nýtt myndband af „frumbyggjanum í holunni“ Brasilísk stjórnvöld hafa sent frá sér nýtt myndband af frumbyggja sem talið er að hafi búið einn í Amasón-regnskógunum í meira en 22 ár. 20. júlí 2018 07:46 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Maðurinn var talinn hafa verið einn í skóginum í 26 ár en viðurnefni hans er dregið frá holum sem hann hefur grafið víðs vegar um skóginn og faldi sig oft í. Flestir úr ættbálki hans voru líklegast drepnir á níunda áratug síðustu aldar þegar fólk með ólöglega búgarði myrti þá. Fólkið hafði unnið sér inn traust ættbálksins með því að gefa þeim sykur en næsti sykurskammtur var fullur af rottueitri. Frumbygginn í holunni varð heimsfrægur, án hans vitneskju, árið 2018 þegar myndband af honum varð vinsælt á samfélagsmiðlum. Yfirvöld í Brasilíu höfðu þá fylgst með honum og birt myndbönd í tuttugu ár. Þar sást hann til dæmis höggva niður tré og veiða sér til matar. Ekki var gerð tilraun til þess að reyna að ræða við manninn en ljóst var að hann myndi ekki treysta neinum eftir að hafa séð alla ættingja sína deyja mörgum árum áður. Yfirvöld reyndu þó að einfalda líf hans með því að skilja eftir sveðjur, axir og fræ á víð og dreif um svæðið sem bjó á. „Hann var sá síðasti úr ættbálk sínum, þannig þetta er enn einn útdauði ættbálkurinn,“ hefur The Guardian eftir Sarah Shanker, sjálfboðaliða hjá samtökunum Survival International. Talið er að um þrjátíu einangraðir ættbálkar búi enn í Amason-regnskóginum.
Brasilía Andlát Tengdar fréttir Nýtt myndband af „frumbyggjanum í holunni“ Brasilísk stjórnvöld hafa sent frá sér nýtt myndband af frumbyggja sem talið er að hafi búið einn í Amasón-regnskógunum í meira en 22 ár. 20. júlí 2018 07:46 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Nýtt myndband af „frumbyggjanum í holunni“ Brasilísk stjórnvöld hafa sent frá sér nýtt myndband af frumbyggja sem talið er að hafi búið einn í Amasón-regnskógunum í meira en 22 ár. 20. júlí 2018 07:46