Snoop Dogg stofnar tónlistarrás fyrir börn á YouTube Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 18:42 Snoop Dogg er einn framleiðandi þáttanna. Vísir Tónlistarmaðurinn Snoop Dogg hefur stofnað YouTube rás fyrir börn, sem nefnist Doggyland - Kids Songs & Nursery Rhymes. Markmið rásarinnar er að hjálpa börnum með félagshæfni með söngi, dönsum og rappi. Snoop Dogg stendur að verkefninu ásamt framleiðandanum Claude Brooks, sem hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir þættina Hip Hip Harry, og söngvaranum og tónsmiðnum October London. Á rásinni verður barnaefni sýnt fyrir börn allt upp í átta ára gömul. Persónurnar í þáttunum eru litríkir hundar sem syngja og rappa upplýsandi lög og hjálpa börnum að læra ýmislegt, samkvæmt frétt New York Post. Samkvæmt YouTube rásinni munu krakkar bæði heyra klassísk barnalög, eins og Höfuð, herðar, hné og tær og Hjólin á Strætó, og ný lög. Þá verða þau nýtt til að kenna krökkum alls konar, eins og bókstafi, tölustafi, liti, dýr, góða siði, snyrtimennsku, samkennd og ýmislegt annað. Aðalpersónur þáttarins verða nokkrir hvolpar, sem njóta handleiðslu rakkans Bow Wizzle sem Snoop Dogg talar fyrir. „Sem pabbi, afi og þjálfari krakkaliðs í fótbolta hefur mér alltaf þótt mikilvægt að stuðla að uppbyggilegu og upplýsandi umhverfi fyrir alla krakka. Við vildum hafa þáttinn okkar á YouTube svo allir geti horft á þættina að kostnaðarlausu, svo allir krakkar geti notið hans.“ Fimm myndbönd hafa verið birt á YouTube síðu Doggyland en nýr þáttur verður birtur á hverjum þriðjudegi. Tónlist Börn og uppeldi Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Snoop Dogg stendur að verkefninu ásamt framleiðandanum Claude Brooks, sem hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir þættina Hip Hip Harry, og söngvaranum og tónsmiðnum October London. Á rásinni verður barnaefni sýnt fyrir börn allt upp í átta ára gömul. Persónurnar í þáttunum eru litríkir hundar sem syngja og rappa upplýsandi lög og hjálpa börnum að læra ýmislegt, samkvæmt frétt New York Post. Samkvæmt YouTube rásinni munu krakkar bæði heyra klassísk barnalög, eins og Höfuð, herðar, hné og tær og Hjólin á Strætó, og ný lög. Þá verða þau nýtt til að kenna krökkum alls konar, eins og bókstafi, tölustafi, liti, dýr, góða siði, snyrtimennsku, samkennd og ýmislegt annað. Aðalpersónur þáttarins verða nokkrir hvolpar, sem njóta handleiðslu rakkans Bow Wizzle sem Snoop Dogg talar fyrir. „Sem pabbi, afi og þjálfari krakkaliðs í fótbolta hefur mér alltaf þótt mikilvægt að stuðla að uppbyggilegu og upplýsandi umhverfi fyrir alla krakka. Við vildum hafa þáttinn okkar á YouTube svo allir geti horft á þættina að kostnaðarlausu, svo allir krakkar geti notið hans.“ Fimm myndbönd hafa verið birt á YouTube síðu Doggyland en nýr þáttur verður birtur á hverjum þriðjudegi.
Tónlist Börn og uppeldi Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira