Fleiri sækja í frjósemismeðferðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. ágúst 2022 21:01 Snorri Einarsson yfirlæknir á Livio segir nóg hafa verið að gera undanfarið. Vísir/Sigurjón Eftirspurn eftir frjósemismeðferðum hefur aukist töluvert síðustu ár eða frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. Livio Reykjavik er eina stofan á Íslandi sem sérhæfir sig í frjósemismeðferðum. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð urðu takmarkanir til þess að draga þurfti úr meðferðum en á sama tíma fóru fleiri að leita þangað en áður. „Meðan á faraldrinum stóð þá virðist líka eins og fólk hafi haft meiri áhuga á barneignum. Sem sést bara í því að það eru töluvert fleiri fædd börn árið 2021 heldur en undanfarin ár og þegar að fleiri eru að reyna að eignast börn þá eru líka fleiri sem lenda í vandræðum með það og við sjáum það hér. Það hafa fleiri sótt til okkar,“ segir Snorri Einarsson yfirlæknir hjá Livio. Hann telur aukninguna í kringum 15%. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Fleira starfsfólk hefur því verið ráðið til að stytta biðtímann. Nokkuð er um að konur sem eru orðnar eldri og hafa beðið með barneignir leiti til Livio. „Við viljum gjarnan að fólk hafi það í huga að fara helst af stað með barneignir fyrir eða um þrítugt af því að þá er svona þessu frjóasta skeiði að ljúka og frjósemin fer að dala eftir það og mjög hratt eftir 35 ára.“ Fleira starfsfólk hefur verið ráðið til að anna auknu álagi.Vísir/Sigurjón Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. Snorri segir betra að frysta eggin fyrr en seinna. „Kona er í miklu betri stöðu þegar hún vill eignast barn segjum þrjátíu og níu ára gömul ef hún getur nýtt egg sem voru fryst þegar hún var þrjátíu og þriggja ára heldur en ef þau voru fryst þegar hún var þrjátíu og sjö ára.“ Hann segir aukna eftirspurn eftir meðferðum einnig hafa sést í hruninu. „Þá svona horfir fólk inn á við og kannski í þessi grunngildi eins og að stofna fjölskyldu og annað þess háttar. Þannig að þetta er greinilega einhver hegðun hjá okkur að þegar eitthvað bjátar á þá finnst okkur þetta vera eitthvað sem við eigum að gera.“ Heilbrigðismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Livio Reykjavik er eina stofan á Íslandi sem sérhæfir sig í frjósemismeðferðum. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð urðu takmarkanir til þess að draga þurfti úr meðferðum en á sama tíma fóru fleiri að leita þangað en áður. „Meðan á faraldrinum stóð þá virðist líka eins og fólk hafi haft meiri áhuga á barneignum. Sem sést bara í því að það eru töluvert fleiri fædd börn árið 2021 heldur en undanfarin ár og þegar að fleiri eru að reyna að eignast börn þá eru líka fleiri sem lenda í vandræðum með það og við sjáum það hér. Það hafa fleiri sótt til okkar,“ segir Snorri Einarsson yfirlæknir hjá Livio. Hann telur aukninguna í kringum 15%. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Fleira starfsfólk hefur því verið ráðið til að stytta biðtímann. Nokkuð er um að konur sem eru orðnar eldri og hafa beðið með barneignir leiti til Livio. „Við viljum gjarnan að fólk hafi það í huga að fara helst af stað með barneignir fyrir eða um þrítugt af því að þá er svona þessu frjóasta skeiði að ljúka og frjósemin fer að dala eftir það og mjög hratt eftir 35 ára.“ Fleira starfsfólk hefur verið ráðið til að anna auknu álagi.Vísir/Sigurjón Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. Snorri segir betra að frysta eggin fyrr en seinna. „Kona er í miklu betri stöðu þegar hún vill eignast barn segjum þrjátíu og níu ára gömul ef hún getur nýtt egg sem voru fryst þegar hún var þrjátíu og þriggja ára heldur en ef þau voru fryst þegar hún var þrjátíu og sjö ára.“ Hann segir aukna eftirspurn eftir meðferðum einnig hafa sést í hruninu. „Þá svona horfir fólk inn á við og kannski í þessi grunngildi eins og að stofna fjölskyldu og annað þess háttar. Þannig að þetta er greinilega einhver hegðun hjá okkur að þegar eitthvað bjátar á þá finnst okkur þetta vera eitthvað sem við eigum að gera.“
Heilbrigðismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira