Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 12:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár Stýrivextir seðlabankans voru í morgun hækkaðir í áttunda sinn í röð, nú úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þar með hafa vextirnir ekki verið hærri síðan í júní 2016 en á þessum tíma í fyrra stóðu þeir í einu prósenti. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, rökstyður hækkunina meðal annars með því að hagkerfinu gangi í raun mun betur en búist var við. Reiknað er með sex prósenta hagvexti í ár, sem er 1,3 prósentum meira en var gert ráð fyrir í maí. „En það líka þýðir að það er meiri þensla og þá kemur meiri verðbólga. Við sjáum merki um að þeir verðbólguþættir sem voru í gangi síðasta vetur, eins og hækkun á olíuverði og húsnæðisverði eru mögulega að fara hjaðna en á sama tíma er gríðarlegur vöxtur í hagkerfinu.“ Stjórnvöld taki niður hallann og eyði ekki peningum Seðlabankinn þurfi að grípa í taumana til þess að koma í veg fyrir ofþenslu. „Við viljum ekki sjá svaka æsing og þenslu sem síðan kannski hefnir sín með samdrætti. Við erum að reyna að halda stöðugleika í kerfinu,“ segir Ásgeir. „Það er okkar hlutverk að tryggja að fólk taki minna af lánum. Fyrirtæki fari í minna af fjárfestinum. Bara til að reyna halda þessu jafnvægi.“ Hann segir mikilvægt að stjórnvöld stefni í sömu átt að jafnvægi. „Taki niður hallann á ríkissjóði og séu ekki að eyða peningum.“ Verðbólga mældist 9,9 prósent í júní og nú gerir seðlabankinn ráð fyrir að hún nái hámarki í 11 prósentum undir lok árs. Ljóst er að horfur eru breyttar þar sem við síðustu vaxtaákvörðun í júní sagðist seðlabankastjóri telja ólíklegt að verðbólgan fari upp í tveggja stafa tölu. Nú telur hann nú ólíklegt að verðbólgan fari yfir nýjustu spá. Talið er líklegt að herða þurfi taumhaldið enn frekar en Ásgeir segir framhaldið meðal annars ráðast af ákvörðunum á vinnumarkaði. Mikil ábyrgð hvíli á samningsaðilum í komandi kjaraviðræðum. „Ég held að allir þeir sem telja sig tala fyrir hagsmunum þeirra tekjulægstu ættu að fókusera á það að ná verðbólgu niður. Vegna þess að verðbólgan kemur verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Stýrivextir seðlabankans voru í morgun hækkaðir í áttunda sinn í röð, nú úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þar með hafa vextirnir ekki verið hærri síðan í júní 2016 en á þessum tíma í fyrra stóðu þeir í einu prósenti. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, rökstyður hækkunina meðal annars með því að hagkerfinu gangi í raun mun betur en búist var við. Reiknað er með sex prósenta hagvexti í ár, sem er 1,3 prósentum meira en var gert ráð fyrir í maí. „En það líka þýðir að það er meiri þensla og þá kemur meiri verðbólga. Við sjáum merki um að þeir verðbólguþættir sem voru í gangi síðasta vetur, eins og hækkun á olíuverði og húsnæðisverði eru mögulega að fara hjaðna en á sama tíma er gríðarlegur vöxtur í hagkerfinu.“ Stjórnvöld taki niður hallann og eyði ekki peningum Seðlabankinn þurfi að grípa í taumana til þess að koma í veg fyrir ofþenslu. „Við viljum ekki sjá svaka æsing og þenslu sem síðan kannski hefnir sín með samdrætti. Við erum að reyna að halda stöðugleika í kerfinu,“ segir Ásgeir. „Það er okkar hlutverk að tryggja að fólk taki minna af lánum. Fyrirtæki fari í minna af fjárfestinum. Bara til að reyna halda þessu jafnvægi.“ Hann segir mikilvægt að stjórnvöld stefni í sömu átt að jafnvægi. „Taki niður hallann á ríkissjóði og séu ekki að eyða peningum.“ Verðbólga mældist 9,9 prósent í júní og nú gerir seðlabankinn ráð fyrir að hún nái hámarki í 11 prósentum undir lok árs. Ljóst er að horfur eru breyttar þar sem við síðustu vaxtaákvörðun í júní sagðist seðlabankastjóri telja ólíklegt að verðbólgan fari upp í tveggja stafa tölu. Nú telur hann nú ólíklegt að verðbólgan fari yfir nýjustu spá. Talið er líklegt að herða þurfi taumhaldið enn frekar en Ásgeir segir framhaldið meðal annars ráðast af ákvörðunum á vinnumarkaði. Mikil ábyrgð hvíli á samningsaðilum í komandi kjaraviðræðum. „Ég held að allir þeir sem telja sig tala fyrir hagsmunum þeirra tekjulægstu ættu að fókusera á það að ná verðbólgu niður. Vegna þess að verðbólgan kemur verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira