Evrópuboltinn nýfarinn að rúlla en keppni svo gott sem lokið í Frakklandi og Þýskalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2022 17:30 Bayern hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. Svo miklum að í raun er liðið svo gott sem búið að vinna deildina. EPA-EFE/CLEMENS BILAN Það er ef til vill full hart í árina tekið að lýsa því yfir að keppni í efstu deild karla í fótbolta í bæði Frakklandi og Þýskalandi sé lokið en þannig virðist staðan hins vegar einfaldlega vera þegar þremur umferðum er lokið. Í Frakklandi var vonast til að það tæki Frakklandsmeistara París Saint-German smá tíma að finna taktinn undir stjórn nýs þjálfara. Christophe Galtier virðist hins vegar vita nákvæmlega hvað hann er að gera og eftir að orðrómar um ósætti milli Kylian Mbappé og Suður-Ameríska tvíeykisins Neymar og Lionel Messi þá skoraði PSG sjö mörk í vægast sagt öruggum útisigir á Lille í gærkvöld. Ósættið var ekki meira en það að Mbappé skoraði þrennu, Neymar skoraði tvö ásamt því að leggja upp þrjú og Messi skoraði eitt og lagði upp annað. Þegar þremur umferðum er lokið í frönsku úrvalsdeildinni er PSG á toppnum með fullt hús stiga. Það var alltaf líklegt að PSG ynni deildina en nú stefnir í að henni verði einfaldlega lokið fyrir áramót nema eitthvað dramatískt gerist. Í Þýskalandi er það sama upp á teningnum. Það var vonast til að ríkjandi Þýskalandsmeistarar Bayern München yrðu allavega í nokkrar vikur að jafna sig á brotthvarfi Roberts Lewandowski og að Sadio Mané yrði mögulega jafn langan tíma að finna taktinn í Þýskalandi. Það reyndust aðeins draumórar en Bæjarar byrjuðu tímabilið á að skora sex, skoruðu svo vissulega aðeins tvo áður en þeir smelltu sjö boltum í netið hjá Bochum í gær, sunnudag. Ekki nóg með að Bayern virðist í raun betra lið en á síðustu leiktíð þá missti Borussia Dortmund hinn norska Erling Braut Haaland Håland til Manchester City og arftaki hans greindist því miður með illkynja æxli og verður frá í einhvern tíma. Þannig á meðan Bayern er mun sterkara þá er þeirra helsti keppinautur mun veikari en á síðasta tímabili. Stóra spurningin varðandi PSG og Bayern í vetur er einfaldlega sú hvort þau ætli að veita Evrópumeisturum Real Madríd og bestu liðum Englands samkeppni í Meistaradeild Evrópu. Ef ekki þá gætu þau verið komin í sumarfrí áður en það fer að vora. Fótbolti Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Í Frakklandi var vonast til að það tæki Frakklandsmeistara París Saint-German smá tíma að finna taktinn undir stjórn nýs þjálfara. Christophe Galtier virðist hins vegar vita nákvæmlega hvað hann er að gera og eftir að orðrómar um ósætti milli Kylian Mbappé og Suður-Ameríska tvíeykisins Neymar og Lionel Messi þá skoraði PSG sjö mörk í vægast sagt öruggum útisigir á Lille í gærkvöld. Ósættið var ekki meira en það að Mbappé skoraði þrennu, Neymar skoraði tvö ásamt því að leggja upp þrjú og Messi skoraði eitt og lagði upp annað. Þegar þremur umferðum er lokið í frönsku úrvalsdeildinni er PSG á toppnum með fullt hús stiga. Það var alltaf líklegt að PSG ynni deildina en nú stefnir í að henni verði einfaldlega lokið fyrir áramót nema eitthvað dramatískt gerist. Í Þýskalandi er það sama upp á teningnum. Það var vonast til að ríkjandi Þýskalandsmeistarar Bayern München yrðu allavega í nokkrar vikur að jafna sig á brotthvarfi Roberts Lewandowski og að Sadio Mané yrði mögulega jafn langan tíma að finna taktinn í Þýskalandi. Það reyndust aðeins draumórar en Bæjarar byrjuðu tímabilið á að skora sex, skoruðu svo vissulega aðeins tvo áður en þeir smelltu sjö boltum í netið hjá Bochum í gær, sunnudag. Ekki nóg með að Bayern virðist í raun betra lið en á síðustu leiktíð þá missti Borussia Dortmund hinn norska Erling Braut Haaland Håland til Manchester City og arftaki hans greindist því miður með illkynja æxli og verður frá í einhvern tíma. Þannig á meðan Bayern er mun sterkara þá er þeirra helsti keppinautur mun veikari en á síðasta tímabili. Stóra spurningin varðandi PSG og Bayern í vetur er einfaldlega sú hvort þau ætli að veita Evrópumeisturum Real Madríd og bestu liðum Englands samkeppni í Meistaradeild Evrópu. Ef ekki þá gætu þau verið komin í sumarfrí áður en það fer að vora.
Fótbolti Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn