Kvöld sem gæti galopnað toppbaráttuna og gjörbreytt stöðu mála á botni deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2022 13:01 Þessir fjórir verða á hliðarlínunum í kvöld, sumir þó eflaust meira en aðrir. Vísir/Hulda Margrét Alls eru fjórir leikir á dagskrá í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Tveir þeirra gætu haft gríðarleg áhrif á toppbaráttuna á meðan hinir tveir geta breytt stöðu mála á botni deildarinnar. Mánudagskvöldið 22. ágúst gæti haft gríðarleg áhrif á lokastöðuna í Bestu deildinni. Vissulega eru nokkrar umferðir eftir af hefðbundinni deildarkeppni og svo úrslitakeppni í kjölfarið en það er ljóst að pendúllinn getur sveiflast allverulega í kvöld. Úlfarsárdalur Klukkan 19.15 í Grafarholti tekur Fram á móti toppliði Breiðabliks. Heimamenn hafa verið illviðráðanlegir síðan þeir færðu sig úr Safamýri. Bæði innan vallar sem utan en segja má að mikil stemning einkenni leik liðsins þessa dagana. Fram hefur ekki enn tapað á nýjum heimavelli sínum. Ásamt því að vinna FH og Leikni Reykjavík þá hefur Fram gert jafntefli við ÍBV, Stjörnuna og Víking í þeim sex leikjum sem liðið hefur leikið þar til þessa. Topplið Breiðabliks þarf í raun að vera fyrsta liðið til að sigra heimamenn í Úlfarsárdal þar sem forysta liðsins á toppi deildarinnar hefur minnkað hægt og rólega undanfarnar vikur. Blikar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á föstudaginn var og hefur því ekki haft mikinn tíma til að jafna sig milli leikja. Það hefur verið staðan undanfarnar vikur þar sem liðið tók þátt í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Það hafði áhrif á gengi liðsins í Bestu deildinni en Breiðablik hefur aðeins unnið tvo af síðustu sex leikjum sínum þar og forystan á toppi deildarinnar komin niður í aðeins þrjú stig. Damir Muminovic fagnar sigrinum gegn HK. Vísir/Hulda Margrét Heimavöllur hamingjunnar Íslands- og bikarmeistarar Víkings taka á móti sjóðandi heitum Valsmönnum í Víkinni í kvöld. Það virðist sem Ólafur Jóhannesson hafi náð að kveikja neista á Hlíðarenda sem var sárlega vantað. Allt í einu eru Valsarar farnir að gæla við að blanda sér af alvöru í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Víkingar fagna einu fimm marka sinna gegn KR.Vísir/Diego Til þess að það gerist þurfa þeir að leggja Víking að velli en Íslandsmeistararnir hafa gert jafntefli í þremur síðustu deildarleikjum sínum. Þeir unnu hádramatískan 5-3 sigur á KR í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn var og hafa eflaust nýtt helgina í að leyfa mjólkursýrunni að dafna þar sem liðið hefur leikið fjölmarga leiki á undanförnum vikum. Víkingur féll úr leik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir framlengdan leik í Póllandi til að finna síðasta tapleik liðsins á Íslandi þarf að fara aftur til 16. maí er Breiðablik vann 3-0 sigur er liðin mættust í Víkinni. Síðan þá hafa lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar leikið 17 leiki hér á landi án þess að bíða ósigur. Það þarf því eitthvað undan að láta er Valur mætur á Heimavöll hamingjunnar í Víkinni, annað hvort endar gott gengi Íslands- og bikarmeistaranna hér á landi eða Valur stimplar sig af fullum þunga inn í toppbaráttuna. Eða þá að Víkingar gera sitt fjórða jafntefli í röð í Bestu deildinni en það nennir því samt í raun enginn. Leikur Víkings og Vals hefst klukkan 20.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst stundarfjórðung áður eða klukkan 20.00. Ólafur Jóhannesson er mættur aftur á Hlíðarenda.Hulda Margrét Fallbaráttan Þá hefjast tveir leikir klukkan 18.00 í dag. Eftir samstöðufund á föstudagskvöld þá tekur FH á móti Keflavík í Kaplakrika. Heimamenn eru að berjast fyrir tilverurétti sínum í efstu deild á meðan Keflavík lætur sig dreyma um að vera í efri helmingnum er deildinni verður skipt upp. Sá leikur er einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Atli Sigurjónsson hefur verið einn af fáum ljósum punktum í liði KR í sumar.Vísir/Diego Í Breiðholti mætast Leiknir Reykjavík og KR í Reykjavíkurslag. Breiðhyltingar hafa átt erfitt uppdráttar og sitja á botni deildarinnar eftir sigur ÍA á sunnudag. Með sigri gæti Leiknir þó komist upp úr fallsæti fari svo að FH nái ekki að vinna Keflavík. KR hefur sömuleiðis ekki átt góðu gengi að fagna í sumar. Liðið er í 6. sæti en getur með (tveggja marka) sigri farið upp fyrir Stjörnuna ásamt því að brúa bilið milli sín og Vals fari svo að lærisveinar Óla Jó nái ekki í stig eða sigur í Víkinni. Að leikjum kvöldsins loknum, klukkan 22.15, er Stúkan á dagskrá. Þar verður farið yfir alla leiki kvöldsins sem og leiki gærdagsins í Bestu deildinni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KA 2-4 | Takið okkur alvarlega Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt þegar KA vann 2-4 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Með sigrinum minnkuðu KA-menn forskot Blika á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. 21. ágúst 2022 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Mánudagskvöldið 22. ágúst gæti haft gríðarleg áhrif á lokastöðuna í Bestu deildinni. Vissulega eru nokkrar umferðir eftir af hefðbundinni deildarkeppni og svo úrslitakeppni í kjölfarið en það er ljóst að pendúllinn getur sveiflast allverulega í kvöld. Úlfarsárdalur Klukkan 19.15 í Grafarholti tekur Fram á móti toppliði Breiðabliks. Heimamenn hafa verið illviðráðanlegir síðan þeir færðu sig úr Safamýri. Bæði innan vallar sem utan en segja má að mikil stemning einkenni leik liðsins þessa dagana. Fram hefur ekki enn tapað á nýjum heimavelli sínum. Ásamt því að vinna FH og Leikni Reykjavík þá hefur Fram gert jafntefli við ÍBV, Stjörnuna og Víking í þeim sex leikjum sem liðið hefur leikið þar til þessa. Topplið Breiðabliks þarf í raun að vera fyrsta liðið til að sigra heimamenn í Úlfarsárdal þar sem forysta liðsins á toppi deildarinnar hefur minnkað hægt og rólega undanfarnar vikur. Blikar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á föstudaginn var og hefur því ekki haft mikinn tíma til að jafna sig milli leikja. Það hefur verið staðan undanfarnar vikur þar sem liðið tók þátt í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Það hafði áhrif á gengi liðsins í Bestu deildinni en Breiðablik hefur aðeins unnið tvo af síðustu sex leikjum sínum þar og forystan á toppi deildarinnar komin niður í aðeins þrjú stig. Damir Muminovic fagnar sigrinum gegn HK. Vísir/Hulda Margrét Heimavöllur hamingjunnar Íslands- og bikarmeistarar Víkings taka á móti sjóðandi heitum Valsmönnum í Víkinni í kvöld. Það virðist sem Ólafur Jóhannesson hafi náð að kveikja neista á Hlíðarenda sem var sárlega vantað. Allt í einu eru Valsarar farnir að gæla við að blanda sér af alvöru í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Víkingar fagna einu fimm marka sinna gegn KR.Vísir/Diego Til þess að það gerist þurfa þeir að leggja Víking að velli en Íslandsmeistararnir hafa gert jafntefli í þremur síðustu deildarleikjum sínum. Þeir unnu hádramatískan 5-3 sigur á KR í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn var og hafa eflaust nýtt helgina í að leyfa mjólkursýrunni að dafna þar sem liðið hefur leikið fjölmarga leiki á undanförnum vikum. Víkingur féll úr leik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir framlengdan leik í Póllandi til að finna síðasta tapleik liðsins á Íslandi þarf að fara aftur til 16. maí er Breiðablik vann 3-0 sigur er liðin mættust í Víkinni. Síðan þá hafa lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar leikið 17 leiki hér á landi án þess að bíða ósigur. Það þarf því eitthvað undan að láta er Valur mætur á Heimavöll hamingjunnar í Víkinni, annað hvort endar gott gengi Íslands- og bikarmeistaranna hér á landi eða Valur stimplar sig af fullum þunga inn í toppbaráttuna. Eða þá að Víkingar gera sitt fjórða jafntefli í röð í Bestu deildinni en það nennir því samt í raun enginn. Leikur Víkings og Vals hefst klukkan 20.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst stundarfjórðung áður eða klukkan 20.00. Ólafur Jóhannesson er mættur aftur á Hlíðarenda.Hulda Margrét Fallbaráttan Þá hefjast tveir leikir klukkan 18.00 í dag. Eftir samstöðufund á föstudagskvöld þá tekur FH á móti Keflavík í Kaplakrika. Heimamenn eru að berjast fyrir tilverurétti sínum í efstu deild á meðan Keflavík lætur sig dreyma um að vera í efri helmingnum er deildinni verður skipt upp. Sá leikur er einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Atli Sigurjónsson hefur verið einn af fáum ljósum punktum í liði KR í sumar.Vísir/Diego Í Breiðholti mætast Leiknir Reykjavík og KR í Reykjavíkurslag. Breiðhyltingar hafa átt erfitt uppdráttar og sitja á botni deildarinnar eftir sigur ÍA á sunnudag. Með sigri gæti Leiknir þó komist upp úr fallsæti fari svo að FH nái ekki að vinna Keflavík. KR hefur sömuleiðis ekki átt góðu gengi að fagna í sumar. Liðið er í 6. sæti en getur með (tveggja marka) sigri farið upp fyrir Stjörnuna ásamt því að brúa bilið milli sín og Vals fari svo að lærisveinar Óla Jó nái ekki í stig eða sigur í Víkinni. Að leikjum kvöldsins loknum, klukkan 22.15, er Stúkan á dagskrá. Þar verður farið yfir alla leiki kvöldsins sem og leiki gærdagsins í Bestu deildinni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KA 2-4 | Takið okkur alvarlega Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt þegar KA vann 2-4 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Með sigrinum minnkuðu KA-menn forskot Blika á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. 21. ágúst 2022 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KA 2-4 | Takið okkur alvarlega Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt þegar KA vann 2-4 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Með sigrinum minnkuðu KA-menn forskot Blika á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. 21. ágúst 2022 21:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15