Stóð í tæpar tíu sekúndur eins og stytta áður en hann tók vítið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2022 23:31 Esmiraldo Sá Silva hreyfði hvorki legg né lið í heillangan tíma áður en hann tók vítið. Twitter/@ligaportugal Esmiraldo Sá Silva, leikmaður Feirense í portúgöslku B-deildinni, tók afar áhugaverða vítaspyrnu þegar hann jafnaði metin fyrir liðið í 1-1 jafntefli gegn Leixoes í kvöld. Hann stóð þá heillengi eins og stytta yfir boltanum áður en hann lét vaða. Esmiraldo Sá Silva er nafn sem líklega fáir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi þekkja til. Hann hefur þó vakið athygli víða fyrir áhugavert aðhlaup sitt, ef aðhlaup má kalla, þegar hann tekur vítaspyrnur. Heimamenn í Feirense lentu undir um miðjan fyrri hálfleik og staðan var 0-1 í hálfleik. Gestirnir þurftu svo að leika manni færri stóran hluta af síðari hálfleiknum eftir að markaskorari Leixoes hafði látið reka sig af velli með sitt annað gula spjald. Heimamenn fengu svo umrædda vítaspyrnu á 65. mínútu og þá mætti Sá Silva á punktinn. Hann stillti sér upp við boltann og í stað þess að taka nokkur skref til baka eins og flestar vítaskyttur stóð hann grafkyrr. Dómari leiksins gaf svo merki um að hann mætti taka spyrnuna og þá lyfti Sá Silva skotfætinum. Hann lét þó ekki vaða strax, heldur stóð eins og stytta í tæpar tíu sekúndur áður en hann skoraði svo úr spyrnunni. Þessa áhugaverðu tækni má sjá hér fyrir neðan. 𝗝𝗮𝗿𝗱𝗲𝗹 𝚂𝚚𝚞𝚒𝚍 𝙶𝚊𝚖𝚎 🦑 Level: 𝗣𝗿𝗼#LigaPortugal #LigaPortugalSABSEG #NãoPára #CriaTalento #createstalent #futebolcomtalento #marcaomundo #MeuClubeMinhaCidade #CDFLSC pic.twitter.com/wrst0Ll9xe— Liga Portugal (@ligaportugal) August 21, 2022 Þess má þó geta að Sá Silva fékk tækifæri til að tryggja liði sínu sigurinn af vítapunktinum á sjöttu mínútu uppbótartíma, en lét Quentin Beunardeau, markvörð Leixoes, þá verja frá sér. Fótbolti Portúgalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
Esmiraldo Sá Silva er nafn sem líklega fáir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi þekkja til. Hann hefur þó vakið athygli víða fyrir áhugavert aðhlaup sitt, ef aðhlaup má kalla, þegar hann tekur vítaspyrnur. Heimamenn í Feirense lentu undir um miðjan fyrri hálfleik og staðan var 0-1 í hálfleik. Gestirnir þurftu svo að leika manni færri stóran hluta af síðari hálfleiknum eftir að markaskorari Leixoes hafði látið reka sig af velli með sitt annað gula spjald. Heimamenn fengu svo umrædda vítaspyrnu á 65. mínútu og þá mætti Sá Silva á punktinn. Hann stillti sér upp við boltann og í stað þess að taka nokkur skref til baka eins og flestar vítaskyttur stóð hann grafkyrr. Dómari leiksins gaf svo merki um að hann mætti taka spyrnuna og þá lyfti Sá Silva skotfætinum. Hann lét þó ekki vaða strax, heldur stóð eins og stytta í tæpar tíu sekúndur áður en hann skoraði svo úr spyrnunni. Þessa áhugaverðu tækni má sjá hér fyrir neðan. 𝗝𝗮𝗿𝗱𝗲𝗹 𝚂𝚚𝚞𝚒𝚍 𝙶𝚊𝚖𝚎 🦑 Level: 𝗣𝗿𝗼#LigaPortugal #LigaPortugalSABSEG #NãoPára #CriaTalento #createstalent #futebolcomtalento #marcaomundo #MeuClubeMinhaCidade #CDFLSC pic.twitter.com/wrst0Ll9xe— Liga Portugal (@ligaportugal) August 21, 2022 Þess má þó geta að Sá Silva fékk tækifæri til að tryggja liði sínu sigurinn af vítapunktinum á sjöttu mínútu uppbótartíma, en lét Quentin Beunardeau, markvörð Leixoes, þá verja frá sér.
Fótbolti Portúgalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira