Helena Ósk í stuði er Blikakonur unnu þær tékknesku | Fer Valur í umspil? Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 10:56 Byrjunarlið Breiðabliks í sigrinum á Slovacko. Twitter/Blikar.is Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði öll þrjú mörk Breiðabliks sem vann 3-0 sigur á Slovacko frá Tékklandi í Þrándheimi í Noregi í morgun. Um er að ræða síðari leik Kópavogsliðsins í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Tap fyrir Rosenborg í miðri viku gerði út um vonir Kópavogskvenna um áframhald í keppninni. Blikakonur taka þátt í fyrsta stigi í forkeppni Meistaradeildarinnar en þar eru fjögur lið dregin saman, þau spila til undanúrslita og úrslita, og aðeins eitt lið af fjórum kemst áfram. Þar sem Breiðablik lenti í öðru sæti í Bestu deild kvenna í fyrra eru þær í deildarhluta forkeppninnar, í stað meistarahlutans, en í meistarahlutanum eru Íslandsmeistarar Vals sem geta komist áfram er þær spila síðar í dag. Breiðablik mætir því öðrum liðum sem ekki urðu meistarar í sínu landi, en úr sterkari deildum sem hafa fleira en eitt Evrópusæti, þar á meðal Rosenborg sem vann leik liðanna 4-2 í Þrándheimi á fimmtudag og Blikakonur úr leik. Slovacko tapaði 2-1 fyrir Minsk í Þrándheimi sama dag og því ljóst að Blikar og Slovacko færu ekki lengra í keppninni en liðin spila málamyndaleik um þriðja sæti riðilsins. Sigurinn ekki til einskis þó liðið sé úr leik Breiðablik vann leik dagsins 3-0 þar sem Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði fyrsta mark Blikakvenna á 44. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Þannig stóð raunar allt fram á 79. mínútu þegar Helena skoraði sitt annað mark og þá fullkomnaði hún þrennu sína og innsiglaði 3-0 sigur Breiðabliks tveimur mínútum síðar. Sigurinn er þó ekki til einskis því Blikakonur vinna sér og Íslandi inn stig á styrkleikalista UEFA. Ísland á því betri möguleika á að halda í Evrópusætin sín tvö, en í ár eru tvö íslensk lið að taka þátt í Meistaradeildinni annað árið í röð. Svo hafði áður ekki verið frá árinu 2011, þegar bæði Valur og Þór/KA kepptu fyrir Íslands hönd. Valskonur vilja feta í fótspor Blikakvenna Valskonur eru staddar í Beltinci í Slóveníu þar sem þær spila úrslitaleik við Shelbourne frá Írlandi um sæti í umspili um sæti í riðlakeppninni. Leikurinn hefst klukkan 15:30. Valur vann 2-0 sigur á Armeníumeisturum Hayasa í miðri viku á meðan írsku meistararnir í Shelbourne unnu heimakonur í Pomruje. Valur vill eflaust leika eftir afrek Blikakvenna frá því í fyrra en þá komust þær áfram í meistarahluta forkeppninnar og slógu svo Osijek frá Króatíu út í umspilinu til að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar fengu leikmenn Breiðabliks að máta sig við marga af bestu leikmönnum heims er þær drógust í riðil með bæði Paris Saint-Germain og Real Madrid. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Blikakonur taka þátt í fyrsta stigi í forkeppni Meistaradeildarinnar en þar eru fjögur lið dregin saman, þau spila til undanúrslita og úrslita, og aðeins eitt lið af fjórum kemst áfram. Þar sem Breiðablik lenti í öðru sæti í Bestu deild kvenna í fyrra eru þær í deildarhluta forkeppninnar, í stað meistarahlutans, en í meistarahlutanum eru Íslandsmeistarar Vals sem geta komist áfram er þær spila síðar í dag. Breiðablik mætir því öðrum liðum sem ekki urðu meistarar í sínu landi, en úr sterkari deildum sem hafa fleira en eitt Evrópusæti, þar á meðal Rosenborg sem vann leik liðanna 4-2 í Þrándheimi á fimmtudag og Blikakonur úr leik. Slovacko tapaði 2-1 fyrir Minsk í Þrándheimi sama dag og því ljóst að Blikar og Slovacko færu ekki lengra í keppninni en liðin spila málamyndaleik um þriðja sæti riðilsins. Sigurinn ekki til einskis þó liðið sé úr leik Breiðablik vann leik dagsins 3-0 þar sem Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði fyrsta mark Blikakvenna á 44. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Þannig stóð raunar allt fram á 79. mínútu þegar Helena skoraði sitt annað mark og þá fullkomnaði hún þrennu sína og innsiglaði 3-0 sigur Breiðabliks tveimur mínútum síðar. Sigurinn er þó ekki til einskis því Blikakonur vinna sér og Íslandi inn stig á styrkleikalista UEFA. Ísland á því betri möguleika á að halda í Evrópusætin sín tvö, en í ár eru tvö íslensk lið að taka þátt í Meistaradeildinni annað árið í röð. Svo hafði áður ekki verið frá árinu 2011, þegar bæði Valur og Þór/KA kepptu fyrir Íslands hönd. Valskonur vilja feta í fótspor Blikakvenna Valskonur eru staddar í Beltinci í Slóveníu þar sem þær spila úrslitaleik við Shelbourne frá Írlandi um sæti í umspili um sæti í riðlakeppninni. Leikurinn hefst klukkan 15:30. Valur vann 2-0 sigur á Armeníumeisturum Hayasa í miðri viku á meðan írsku meistararnir í Shelbourne unnu heimakonur í Pomruje. Valur vill eflaust leika eftir afrek Blikakvenna frá því í fyrra en þá komust þær áfram í meistarahluta forkeppninnar og slógu svo Osijek frá Króatíu út í umspilinu til að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar fengu leikmenn Breiðabliks að máta sig við marga af bestu leikmönnum heims er þær drógust í riðil með bæði Paris Saint-Germain og Real Madrid.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira