„Þetta eru bara hetjur allir sem eru að klára hérna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2022 08:00 Arnar Pétursson var eðlilega léttur í lund eftir að hafa tryggt sér sigur í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. Vísir/Stöð 2 Arnar Pétursson kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið var í gær í fyrsta skipti síðan 2019. Arnar var tilfinningaríkur þegar hann kom í mark og segir það algjörlega frábært að fá þetta lykilhlaup hlaupamenningar á Íslandi aftur inn í dagatalið. „Þetta var taktískt hlaup. Stundum er maður að hlaupa til að hafa gaman, en stundum er maður að hlaupa til að ná tíma. Í dag var þetta bara að hlaupa til að vinna og fá að setja þennan á sig,“ sagði Arnar léttur í samtali við Stöð 2 í gær um leið og hann benti á fallegan sigurkrans á höfði sér. „Þetta endaði bara í einhverjum geggjuðum endaspretti sem er það skemmtilegasta sem þú gerir. Að fá stemninguna hérna og fá alla með þér er ótrúlegt.“ „Maður var búinn að bíða og bíða eftir því hvenær maður ætti að fara af stað af því að við vorum búin að vera saman eiginlega allan tíman. Maður var bara að meta stöðuna á honum og meta stöðuna á mér, en síðan þegar maður kemur hérna þá bara fær maður einhverja auka bilaða orku og þá er ekkert annað en bara að negla á þetta.“ Klippa: Arnar Pétursson eftir Reykjavíkurmaraþon Aðstæður í Reykjavíkurmaraþoninu þetta árið voru ekki alveg eins góðar og best verður á kosið. Arnar segir vindinn hafa verið sérstaklega slæman og hrósar öllum sem komu í mark í gær. „Það var kalt en vindurinn líka drepur þetta stundum. Það var stundum sem manni fannst maður ekki vera að fara áfram þannig að þetta eru bara hetjur allir sem eru að klára hérna.“ Reykjavíkurmaraþonið hefur setið á hakanum undanfarin tvö ár þar sem kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn og Arnar segir það auðvitað frábært að fá að taka þátt á ný. „Þetta er bara lykilhlaup fyrir alla hlaupamenninguna og hlaupasamfélagið á Íslandi. Maður er bara hálf klökkur þegar maður kemur í mark og sér alla stemninguna í kringum þetta.“ „Það er geðveikt að fá að enda tímabilið á að taka bæði Laugaveginn og Reykjavíkurmaraþon. Það er bara geggjað,“ sagði Arnar klökkur. Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
„Þetta var taktískt hlaup. Stundum er maður að hlaupa til að hafa gaman, en stundum er maður að hlaupa til að ná tíma. Í dag var þetta bara að hlaupa til að vinna og fá að setja þennan á sig,“ sagði Arnar léttur í samtali við Stöð 2 í gær um leið og hann benti á fallegan sigurkrans á höfði sér. „Þetta endaði bara í einhverjum geggjuðum endaspretti sem er það skemmtilegasta sem þú gerir. Að fá stemninguna hérna og fá alla með þér er ótrúlegt.“ „Maður var búinn að bíða og bíða eftir því hvenær maður ætti að fara af stað af því að við vorum búin að vera saman eiginlega allan tíman. Maður var bara að meta stöðuna á honum og meta stöðuna á mér, en síðan þegar maður kemur hérna þá bara fær maður einhverja auka bilaða orku og þá er ekkert annað en bara að negla á þetta.“ Klippa: Arnar Pétursson eftir Reykjavíkurmaraþon Aðstæður í Reykjavíkurmaraþoninu þetta árið voru ekki alveg eins góðar og best verður á kosið. Arnar segir vindinn hafa verið sérstaklega slæman og hrósar öllum sem komu í mark í gær. „Það var kalt en vindurinn líka drepur þetta stundum. Það var stundum sem manni fannst maður ekki vera að fara áfram þannig að þetta eru bara hetjur allir sem eru að klára hérna.“ Reykjavíkurmaraþonið hefur setið á hakanum undanfarin tvö ár þar sem kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn og Arnar segir það auðvitað frábært að fá að taka þátt á ný. „Þetta er bara lykilhlaup fyrir alla hlaupamenninguna og hlaupasamfélagið á Íslandi. Maður er bara hálf klökkur þegar maður kemur í mark og sér alla stemninguna í kringum þetta.“ „Það er geðveikt að fá að enda tímabilið á að taka bæði Laugaveginn og Reykjavíkurmaraþon. Það er bara geggjað,“ sagði Arnar klökkur.
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira