Einn nýliði í hópnum gegn Spáni og Úkraínu Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2022 16:12 Tryggvi Snær Hlinason er á sínum stað í íslenska hópnum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur valið 12 leikmenn og einn varamann fyrir komandi leiki við Spán og Úkraínu í undankeppni HM. Einn nýliði er í íslenska hópnum en það er Hilmar Pétursson sem í sumar fór frá Breiðabliki til þýska liðsins Muenster. Ísland á möguleika á þeim sögulega árangri að komast á HM nú þegar seinna stig undankeppninnar er að hefjast. Liðið tók þangað með sér sigrana tvo gegn Hollandi og sigurinn gegn Ítalíu (og tapið) af fyrra stigi undankeppninnar. Staðan í riðli Íslands. Tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland vann báða leiki sína gegn Hollandi og annan leikinn gegn Ítalíu en tapaði hinum með meiri mun. Nú á liðið eftir alls sex leiki gegn liðunum úr öðrum riðli; Spáni, Úkraínu og Georgíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.Skjáskot/Wikipedia Á seinna stiginu leikur Ísland alls sex leiki, gegn Spáni, Úkraínu og Georgíu. Liðið byrjar á útileik gegn Spáni næsta miðvikudag og á svo heimaleik gegn Úkraínu laugardaginn 27. ágúst í Ólafssal, og er miðasala hafin í gegnum appið Stubbur. Íslenska liðið er án Martins Hermannssonar sem sleit krossband í hné í vor en hópurinn sem Craig valdi er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Landsliðshópur Íslands: Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (59) Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (70) Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (Nýliði) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (93) Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland (20) Kári Jónsson · Valur (26) Kristófer Acox · Valur (46) Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (22) Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (3) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (52) Þórir G. Þorbjarnarsson · Ovideo, Spáni (18) Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (74) 13. leikmaður liðsins: Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57) Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Læknir: Hallgrímur Kjartansson Sóttvarnarfulltrúi FIBA: Jón Bender Fararstjórn og liðsstjórn: Hannes Jónsson og Kristinn Geir Pálsson Fyrirkomulag keppninnar Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Einn nýliði er í íslenska hópnum en það er Hilmar Pétursson sem í sumar fór frá Breiðabliki til þýska liðsins Muenster. Ísland á möguleika á þeim sögulega árangri að komast á HM nú þegar seinna stig undankeppninnar er að hefjast. Liðið tók þangað með sér sigrana tvo gegn Hollandi og sigurinn gegn Ítalíu (og tapið) af fyrra stigi undankeppninnar. Staðan í riðli Íslands. Tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland vann báða leiki sína gegn Hollandi og annan leikinn gegn Ítalíu en tapaði hinum með meiri mun. Nú á liðið eftir alls sex leiki gegn liðunum úr öðrum riðli; Spáni, Úkraínu og Georgíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.Skjáskot/Wikipedia Á seinna stiginu leikur Ísland alls sex leiki, gegn Spáni, Úkraínu og Georgíu. Liðið byrjar á útileik gegn Spáni næsta miðvikudag og á svo heimaleik gegn Úkraínu laugardaginn 27. ágúst í Ólafssal, og er miðasala hafin í gegnum appið Stubbur. Íslenska liðið er án Martins Hermannssonar sem sleit krossband í hné í vor en hópurinn sem Craig valdi er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Landsliðshópur Íslands: Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (59) Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (70) Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (Nýliði) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (93) Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland (20) Kári Jónsson · Valur (26) Kristófer Acox · Valur (46) Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (22) Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (3) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (52) Þórir G. Þorbjarnarsson · Ovideo, Spáni (18) Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (74) 13. leikmaður liðsins: Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57) Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Læknir: Hallgrímur Kjartansson Sóttvarnarfulltrúi FIBA: Jón Bender Fararstjórn og liðsstjórn: Hannes Jónsson og Kristinn Geir Pálsson Fyrirkomulag keppninnar Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum.
Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (59) Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (70) Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (Nýliði) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (93) Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland (20) Kári Jónsson · Valur (26) Kristófer Acox · Valur (46) Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (22) Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (3) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (52) Þórir G. Þorbjarnarsson · Ovideo, Spáni (18) Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (74) 13. leikmaður liðsins: Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57) Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Læknir: Hallgrímur Kjartansson Sóttvarnarfulltrúi FIBA: Jón Bender Fararstjórn og liðsstjórn: Hannes Jónsson og Kristinn Geir Pálsson
Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira