Segir Bjarna sölsa undir sig annarra manna fé Árni Sæberg skrifar 17. ágúst 2022 07:53 Gunnar Smári fer hörðum orðum um fjármálaráðherra í aðsendri grein á Vísi Vísir Formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær að vandamálið með Sósíalista væri að á endanum klári þeir annarra manna fé. Gunnar Smári Egilsson, félagi í Sósíalistaflokki Íslands, segir hlutunum öfugt farið; að Sjálfstæðisflokkurinn sölsi undir sig annarra manna fé. „Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær einni af sinni uppáhaldssetningum, um að vandinn við sósíalista sé að á endanum klára þeir annarra manna fé,“ svo hefst aðsend grein Gunnars Smára Egilssonar hér á Vísi sem ber heitið Svar við tísti Bjarna. Umrætt tíst má sjá hér að neðan: Vandinn við sósíalista er að á endanum klára þeir annarra manna fé. pic.twitter.com/pH7jD9qfmV— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) August 16, 2022 Gunnar Smári tekur ekki undir þessi orð Bjarna, sem eru raunar orð Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Þess í stað fer hann yfir umgengni Bjarna um annarra manna fé, hvernig hann sölsar það undir sig og sinn flokk, svo orð Gunnars Smára séu notuð. Vísar í gögn Gunnar Smári rekur hinar ýmsu upphæðir sem hann segir hafa runnið í vasa Sjálfstæðisflokksins frá því að Bjarni varð fjármálaráðherra árið 2013. Þar nefnir hann til að mynda 99 milljónir króna sem laun þingmanna flokksins hafa hækkað um, 255 milljónir króna sem tveir „viðbótarráðherrar“ Sjálfstæðisflokksins kosta ríkissjóð og hina ýmsu styrki sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegið á tímabilinu. Ítarlega yfirferð Gunnars Smára má lesa í pistli hans hér að neðan: Bjarni hafi brennt upp sjóði eigin flokks Gunnar Smári segir að þegar Bjarni tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum árið 2009 hafi flokkurinn staðið vel fjárhagslega. Í árslok 2008 hafi hann skuldað 71 milljón króna að núvirði og átt rúmlega 1,1 milljarð króna í eigið fé, að mestu bundið í Valhöll. Í lok árs 2020 hafi hann hins vegar skuldað 506 milljónir króna að núvirði og eigið fé skroppið niður í 528 milljónir króna. „Yfirgengilega hækkun á framlögum hins opinbera til stjórnmálaflokka má rekja til þessara staðreyndar. Sjálfstæðisflokkur Bjarna vantaði fé og hann sótti það til ríkis og sveitarfélaga,“ segir Gunnar Smári. Þá segir hann að nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafi selt byggingarrétt á lóð Valhallar geti Sjálfstæðisflokkurinn borgað upp tap sem hlotist hefur í formannstíð Bjarna. „Flokksfélagana vegna er ekki annað hægt en að vona að þeim auðnist að finna annan formann sem fer betur með fé,“ segir hann. Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. 16. ágúst 2022 14:35 Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
„Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær einni af sinni uppáhaldssetningum, um að vandinn við sósíalista sé að á endanum klára þeir annarra manna fé,“ svo hefst aðsend grein Gunnars Smára Egilssonar hér á Vísi sem ber heitið Svar við tísti Bjarna. Umrætt tíst má sjá hér að neðan: Vandinn við sósíalista er að á endanum klára þeir annarra manna fé. pic.twitter.com/pH7jD9qfmV— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) August 16, 2022 Gunnar Smári tekur ekki undir þessi orð Bjarna, sem eru raunar orð Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Þess í stað fer hann yfir umgengni Bjarna um annarra manna fé, hvernig hann sölsar það undir sig og sinn flokk, svo orð Gunnars Smára séu notuð. Vísar í gögn Gunnar Smári rekur hinar ýmsu upphæðir sem hann segir hafa runnið í vasa Sjálfstæðisflokksins frá því að Bjarni varð fjármálaráðherra árið 2013. Þar nefnir hann til að mynda 99 milljónir króna sem laun þingmanna flokksins hafa hækkað um, 255 milljónir króna sem tveir „viðbótarráðherrar“ Sjálfstæðisflokksins kosta ríkissjóð og hina ýmsu styrki sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegið á tímabilinu. Ítarlega yfirferð Gunnars Smára má lesa í pistli hans hér að neðan: Bjarni hafi brennt upp sjóði eigin flokks Gunnar Smári segir að þegar Bjarni tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum árið 2009 hafi flokkurinn staðið vel fjárhagslega. Í árslok 2008 hafi hann skuldað 71 milljón króna að núvirði og átt rúmlega 1,1 milljarð króna í eigið fé, að mestu bundið í Valhöll. Í lok árs 2020 hafi hann hins vegar skuldað 506 milljónir króna að núvirði og eigið fé skroppið niður í 528 milljónir króna. „Yfirgengilega hækkun á framlögum hins opinbera til stjórnmálaflokka má rekja til þessara staðreyndar. Sjálfstæðisflokkur Bjarna vantaði fé og hann sótti það til ríkis og sveitarfélaga,“ segir Gunnar Smári. Þá segir hann að nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafi selt byggingarrétt á lóð Valhallar geti Sjálfstæðisflokkurinn borgað upp tap sem hlotist hefur í formannstíð Bjarna. „Flokksfélagana vegna er ekki annað hægt en að vona að þeim auðnist að finna annan formann sem fer betur með fé,“ segir hann.
Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. 16. ágúst 2022 14:35 Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. 16. ágúst 2022 14:35
Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31
Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00