Alexander Aron: Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu Sverrir Mar Smárason skrifar 16. ágúst 2022 21:42 Alexander Aron var svekktur þegar hann gekk af velli með engin stig í kvöld. Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað. „Ekki sáttur nei. Ég er sáttur við frammistöðuna hjá leikmönnunum en ég er bara ekki sáttur við þetta atvik þegar vítaspyrnan er dæmd. Þetta er 50/50 og það hleypur allur bekkurinn hjá Keflavík í fjórða dómarann. Þetta er bara miður. Við erum að tala um að reyna að bæta dómgæsluna eitthvað en við verðum bara að fara að haga okkur á bekknum. Þetta er bara ekki boðleg frammistaða, gargandi allan leikinn,“ sagði Alexander og hélt svo áfram. „Mér fannst þetta vera þannig að þegar við komumst í 2-1 þá taka Keflvíkingar yfir leikinn. Ég reyndi að kalla inn á völlinn að við yrðum að þrauka í 10-15 mínútur og reyna að halda stöðunni. Í þessu atviki þegar vítaspyrnan er dæmd eins og ég ræddi við þig áðan. Frá okkur séð og ég er svo búinn að spyrja nokkra hérna. Þetta er bara 50/50 og menn verða bara að treysta dómaranum. Það sást að dómarinn tók 10 sekúndur að hugsa þetta og það er meðan þeir eru að ráðast að fjórða dómaranum. Ég spurði dómarana hvort ég ætti bara að fylla vini mína á skýrslu og hjóla bara alltaf í þá. Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu.“ Eyrún Vala Harðardóttir kom inná eftir 53. mínútna leik og skoraði strax við fyrstu snertingu sína um 20 sekúndum síðar. „Hún er búin að vera meidd í allt sumar. Hún kemur inná í síðasta leik í hálftíma og kemur núna inná með krafti. Hún er spennt að fá að komast aftur inn á völlinn og stóð sig frábærlega eftir að hún kom inná,“ sagði Alexander um Eyrúnu. Afturelding situr áfram í 9. sæti með 9 stig eftir leikinn í kvöld. Aðeins einu stigi frá öruggu sæti en 4 stigum frá Keflavík sem tók stigin þrjú í kvöld. „Það er alltaf möguleiki í þessu en ég meina auðvitað er þetta þannig að Keflavík fer upp í fjögur stig á okkur og núna er þetta bara að halda áfram. Þetta er bara íslenskur fótbolti. Bara halda áfram að keyra á þetta og hafa trú á þessu. Við getum unnið öll lið í þessari deild en líka tapað á móti öllum- þannig að við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Alexander brattur að lokum. Fótbolti Afturelding Keflavík ÍF Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:12 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
„Ekki sáttur nei. Ég er sáttur við frammistöðuna hjá leikmönnunum en ég er bara ekki sáttur við þetta atvik þegar vítaspyrnan er dæmd. Þetta er 50/50 og það hleypur allur bekkurinn hjá Keflavík í fjórða dómarann. Þetta er bara miður. Við erum að tala um að reyna að bæta dómgæsluna eitthvað en við verðum bara að fara að haga okkur á bekknum. Þetta er bara ekki boðleg frammistaða, gargandi allan leikinn,“ sagði Alexander og hélt svo áfram. „Mér fannst þetta vera þannig að þegar við komumst í 2-1 þá taka Keflvíkingar yfir leikinn. Ég reyndi að kalla inn á völlinn að við yrðum að þrauka í 10-15 mínútur og reyna að halda stöðunni. Í þessu atviki þegar vítaspyrnan er dæmd eins og ég ræddi við þig áðan. Frá okkur séð og ég er svo búinn að spyrja nokkra hérna. Þetta er bara 50/50 og menn verða bara að treysta dómaranum. Það sást að dómarinn tók 10 sekúndur að hugsa þetta og það er meðan þeir eru að ráðast að fjórða dómaranum. Ég spurði dómarana hvort ég ætti bara að fylla vini mína á skýrslu og hjóla bara alltaf í þá. Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu.“ Eyrún Vala Harðardóttir kom inná eftir 53. mínútna leik og skoraði strax við fyrstu snertingu sína um 20 sekúndum síðar. „Hún er búin að vera meidd í allt sumar. Hún kemur inná í síðasta leik í hálftíma og kemur núna inná með krafti. Hún er spennt að fá að komast aftur inn á völlinn og stóð sig frábærlega eftir að hún kom inná,“ sagði Alexander um Eyrúnu. Afturelding situr áfram í 9. sæti með 9 stig eftir leikinn í kvöld. Aðeins einu stigi frá öruggu sæti en 4 stigum frá Keflavík sem tók stigin þrjú í kvöld. „Það er alltaf möguleiki í þessu en ég meina auðvitað er þetta þannig að Keflavík fer upp í fjögur stig á okkur og núna er þetta bara að halda áfram. Þetta er bara íslenskur fótbolti. Bara halda áfram að keyra á þetta og hafa trú á þessu. Við getum unnið öll lið í þessari deild en líka tapað á móti öllum- þannig að við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Alexander brattur að lokum.
Fótbolti Afturelding Keflavík ÍF Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:12 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Leik lokið: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:12