Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2022 18:30 Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir var myrt á ferðalagi sínu um Suður-Ameríku árið 2008. vísir/samsett Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. Í gær fjölluðum við um mál Hrafnhildar Lilju sem myrt var á hrottafenginn hátt fyrir fjórtán árum í Dóminíska lýðveldinu. Móðir Hrafnhildar sagði stjórnvöld hafa brugðist í málinu með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn þess. Hún vill að málið verði opnað á ný, en morðinginn gengur enn laus. Fengu ekki fyllileg svör við spurningum „Þetta hafði auðvitað áhrif á okkur eins og alla aðra þegar maður sér hvað það er erfitt að bera þessi mál sem ekki hafa fengið lúkningu, við þekkjum það. Í tilefni af umfjölluninni þá fórum við að skoða þetta mál og komumst að því að það hafði ekki verið svarað öllum fyrirspurnum íslenskra stjórnvalda á þeim tíma þannig við ákváðum að fara aftur af stað með það,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Yfirlögregluþjónn hringdi í móðurina í gær Líney Hrafnsdóttir, móðir Hrafnhildar Lilju, segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi haft samband við hana símleiðis í gærkvöldi strax eftir að viðtalið var birt til að tilkynna henni að lögregla ætli að skoða gögn í málinu. „Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, talaði við móðurina sem steig fram og hún var sátt við það þannig að það sem við erum að gera er að láta reyna á þetta lögreglusamstarf sem er alltaf að þróast og þroskast.“ Hrafnhildur Lilja hvílir á Ólafsfirði.stöð 2 Forsendur fyrir lögreglusamstarfi betri nú en áður Á hún þar við alþjóðlegt lögreglusamstarf sem Sigríður segir að hafi styrkst mikið á á undanförnum árum. „Þetta er í rauninni í gegnum Interpol sem við myndum ná þessu samstarfi. Við teljum að forsendurnar séu kannski betri núna en áður. Við gerum okkar besta en getum engu lofað eins og staðan er núna, en við gerum aðra atlögu.“ Reyna að fá lúkningu Lögreglan á Íslandi hefur ekki heimildir til þess að rannsaka málið sjálf, nema að um samstarfsrannsókn sé að ræða, en í þessari seinni tilraun mun lögreglan nýta þær leiðir sem hún hefur í gegnum þetta alþjóðlegt samstarf. Skoða þurfi ýmsa þætti. „Hvað var gert? Var málið fullrannsakað? Eru einhverjar vísbendingar? Hvers vegna var því lokið? Þannig að þær upplýsingar skili sér til aðstandenda til þess að reyna að fá lúkningu málsins með einhverjum hætti.“ Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Lögreglan Lögreglumál Íslendingar erlendis Ferðalög Tengdar fréttir Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23 „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Í gær fjölluðum við um mál Hrafnhildar Lilju sem myrt var á hrottafenginn hátt fyrir fjórtán árum í Dóminíska lýðveldinu. Móðir Hrafnhildar sagði stjórnvöld hafa brugðist í málinu með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn þess. Hún vill að málið verði opnað á ný, en morðinginn gengur enn laus. Fengu ekki fyllileg svör við spurningum „Þetta hafði auðvitað áhrif á okkur eins og alla aðra þegar maður sér hvað það er erfitt að bera þessi mál sem ekki hafa fengið lúkningu, við þekkjum það. Í tilefni af umfjölluninni þá fórum við að skoða þetta mál og komumst að því að það hafði ekki verið svarað öllum fyrirspurnum íslenskra stjórnvalda á þeim tíma þannig við ákváðum að fara aftur af stað með það,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Yfirlögregluþjónn hringdi í móðurina í gær Líney Hrafnsdóttir, móðir Hrafnhildar Lilju, segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi haft samband við hana símleiðis í gærkvöldi strax eftir að viðtalið var birt til að tilkynna henni að lögregla ætli að skoða gögn í málinu. „Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, talaði við móðurina sem steig fram og hún var sátt við það þannig að það sem við erum að gera er að láta reyna á þetta lögreglusamstarf sem er alltaf að þróast og þroskast.“ Hrafnhildur Lilja hvílir á Ólafsfirði.stöð 2 Forsendur fyrir lögreglusamstarfi betri nú en áður Á hún þar við alþjóðlegt lögreglusamstarf sem Sigríður segir að hafi styrkst mikið á á undanförnum árum. „Þetta er í rauninni í gegnum Interpol sem við myndum ná þessu samstarfi. Við teljum að forsendurnar séu kannski betri núna en áður. Við gerum okkar besta en getum engu lofað eins og staðan er núna, en við gerum aðra atlögu.“ Reyna að fá lúkningu Lögreglan á Íslandi hefur ekki heimildir til þess að rannsaka málið sjálf, nema að um samstarfsrannsókn sé að ræða, en í þessari seinni tilraun mun lögreglan nýta þær leiðir sem hún hefur í gegnum þetta alþjóðlegt samstarf. Skoða þurfi ýmsa þætti. „Hvað var gert? Var málið fullrannsakað? Eru einhverjar vísbendingar? Hvers vegna var því lokið? Þannig að þær upplýsingar skili sér til aðstandenda til þess að reyna að fá lúkningu málsins með einhverjum hætti.“
Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Lögreglan Lögreglumál Íslendingar erlendis Ferðalög Tengdar fréttir Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23 „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23
„Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30