Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2022 12:23 Hrafnhildur Lilja var myrt í september 2008. Enginn var sakfelldur fyrir morðið og aðstandendur segja íslensk stjórnvöld hafa brugðist þeim. Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma Í gær var rætt við móður og móðursystur Hrafnhildar Lilju Georgsdóttir, íslenskrar konu sem var 29 ára myrt í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Þær segja að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Málið telst óupplýst í dag og gengur morðingi Hrafnhildar enn laus. Þær vilja að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra horfði á viðtalið í gær og segir að í kjölfar þess hafi lögreglan ákveðið að óska eftir upplýsingum um málið. Möguleiki á samtali „Eftir að ég sá þessa umfjöllun þá fórum við að skoða hjá okkur og við erum að senda af stað frekari fyrirspurnir núna um þetta tiltekna mál. Við getum ekki alveg séð lyktir af því og erum að fara af stað með það. Það verður þó að segjast eins og er að það eru lönd í þessum heimshluta sem við höfum hingað til ekki verið í mjög miklum samskiptum við en þó er það er þannig að í gegnum Interpol samstarfið þá erum við að hitta fulltrúa frá þessum löndum á hverju einasta ári þannig það er alltaf möguleiki á ákveðnu samtali,“ sagði Karl Steinar. Óska eftir upplýsingum Þá hafi lögreglan ekki fengið þær upplýsingar sem hún óskaði eftir á sínum tíma. „Við erum að senda út fyrirspurnir því við erum ekki að sjá að við séum með þær upplýsingar sem við höfðum óskað eftir þannig við erum að fara yfir þetta tiltekna mál. Ég verð að viðurkenna að ég þekkti þetta mál ekki, þetta er áður en ég kem í þetta starf þannig ég þekki ekki til þessa tiltekna máls, þannig við erum að skoða það hvort það sé eitthvað sem við getum gert í því.“ Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra.Vísir/Stöð 2 Forræðið hjá staðarlögreglu Aðspurður hvað lögreglan á Íslandi geti gert ef Íslendingur er myrtur erlendis segir hann það misjafnt eftir löndum. „Í fyrsta lagi er það þannig að forræðið á rannsókn svona mála er alltaf hjá staðarlögreglu í viðkomandi landi en við höfum á undanförnum árum verið að byggja markvisst upp allt okkar erlenda samstarf og það markast svolítið af því í hvaða landi svona atburðarás hefur átt sér stað, hvaða leiðum við beitum til þess að fá þær upplýsingar sem hægt er og leyfilegt er eftir þeim reglum sem gilda í þeim löndum.“ „Það skiptir máli á hvaða stigi greina þeir lögreglu í öðrum löndum frá því hver framvindan er í rannsókn eða hvort einhverjir hafa verið handteknir eða slíkt. Við reynum bara að virkja þær samskiptaleiðir sem við teljum líklegastar og bestar til að geta þjónustað aðstandendur hér heima og eftir þeim reglum sem gilda á hverjum tíma.“ Hvernig er það, getur lögregla haft aðkomu í málum sem gerast í útlöndum? Getið þið óskað eftir því að fá að taka þátt í rannsókn máls? „Það er allur gangur á því. Oft og tíðum er verið að veita ákveðnar upplýsingar sem lögregluliðin þurfa við rannsóknina sína, það er oft liður í samskiptunum. Í ákveðnum tilvikum höfum við hreinlega óskað eftir því að eiga fund með löndunum til þess að fara yfir og fá upplýsingar um það hver staðan er og tryggja að þau séu með þær upplýsingar sem þau þurfa héðan frá okkur en við höfum ekkert leiðbeiningarvald eða neitt slíkt það er ekki í þessu, ekki nema um sé að ræða sameiginlega rannsókn sem auðvitað er möguleiki. Og við erum með alþjóðasamninga við Interpol og Europol þar sem við erum aðilar að mjög öflugu norrænu samstarfi og beitum því mjög mikið.“ Hafa verði í huga að dómskerfin í heiminum séu mjög mismunandi. „Varðandi framkvæmd og upplýsingaflæði, þannig það þarf að hafa í huga í hverju tilviki fyrir sig.“ Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Lögreglumál Ferðalög Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Í gær var rætt við móður og móðursystur Hrafnhildar Lilju Georgsdóttir, íslenskrar konu sem var 29 ára myrt í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Þær segja að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Málið telst óupplýst í dag og gengur morðingi Hrafnhildar enn laus. Þær vilja að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra horfði á viðtalið í gær og segir að í kjölfar þess hafi lögreglan ákveðið að óska eftir upplýsingum um málið. Möguleiki á samtali „Eftir að ég sá þessa umfjöllun þá fórum við að skoða hjá okkur og við erum að senda af stað frekari fyrirspurnir núna um þetta tiltekna mál. Við getum ekki alveg séð lyktir af því og erum að fara af stað með það. Það verður þó að segjast eins og er að það eru lönd í þessum heimshluta sem við höfum hingað til ekki verið í mjög miklum samskiptum við en þó er það er þannig að í gegnum Interpol samstarfið þá erum við að hitta fulltrúa frá þessum löndum á hverju einasta ári þannig það er alltaf möguleiki á ákveðnu samtali,“ sagði Karl Steinar. Óska eftir upplýsingum Þá hafi lögreglan ekki fengið þær upplýsingar sem hún óskaði eftir á sínum tíma. „Við erum að senda út fyrirspurnir því við erum ekki að sjá að við séum með þær upplýsingar sem við höfðum óskað eftir þannig við erum að fara yfir þetta tiltekna mál. Ég verð að viðurkenna að ég þekkti þetta mál ekki, þetta er áður en ég kem í þetta starf þannig ég þekki ekki til þessa tiltekna máls, þannig við erum að skoða það hvort það sé eitthvað sem við getum gert í því.“ Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra.Vísir/Stöð 2 Forræðið hjá staðarlögreglu Aðspurður hvað lögreglan á Íslandi geti gert ef Íslendingur er myrtur erlendis segir hann það misjafnt eftir löndum. „Í fyrsta lagi er það þannig að forræðið á rannsókn svona mála er alltaf hjá staðarlögreglu í viðkomandi landi en við höfum á undanförnum árum verið að byggja markvisst upp allt okkar erlenda samstarf og það markast svolítið af því í hvaða landi svona atburðarás hefur átt sér stað, hvaða leiðum við beitum til þess að fá þær upplýsingar sem hægt er og leyfilegt er eftir þeim reglum sem gilda í þeim löndum.“ „Það skiptir máli á hvaða stigi greina þeir lögreglu í öðrum löndum frá því hver framvindan er í rannsókn eða hvort einhverjir hafa verið handteknir eða slíkt. Við reynum bara að virkja þær samskiptaleiðir sem við teljum líklegastar og bestar til að geta þjónustað aðstandendur hér heima og eftir þeim reglum sem gilda á hverjum tíma.“ Hvernig er það, getur lögregla haft aðkomu í málum sem gerast í útlöndum? Getið þið óskað eftir því að fá að taka þátt í rannsókn máls? „Það er allur gangur á því. Oft og tíðum er verið að veita ákveðnar upplýsingar sem lögregluliðin þurfa við rannsóknina sína, það er oft liður í samskiptunum. Í ákveðnum tilvikum höfum við hreinlega óskað eftir því að eiga fund með löndunum til þess að fara yfir og fá upplýsingar um það hver staðan er og tryggja að þau séu með þær upplýsingar sem þau þurfa héðan frá okkur en við höfum ekkert leiðbeiningarvald eða neitt slíkt það er ekki í þessu, ekki nema um sé að ræða sameiginlega rannsókn sem auðvitað er möguleiki. Og við erum með alþjóðasamninga við Interpol og Europol þar sem við erum aðilar að mjög öflugu norrænu samstarfi og beitum því mjög mikið.“ Hafa verði í huga að dómskerfin í heiminum séu mjög mismunandi. „Varðandi framkvæmd og upplýsingaflæði, þannig það þarf að hafa í huga í hverju tilviki fyrir sig.“
Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Lögreglumál Ferðalög Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30