Segja Ronaldo vera til sölu | Aubameyang gæti leyst hann af hólmi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 11:00 Cristiano Ronaldo er ekki enn komið á blað á leiktíðinni. EPA-EFE/Peter Powell Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er Man United að íhuga það að láta Ronaldo fara fyrr heldur en síðar eftir dapra byrjun á tímabilinu. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 37 ára gamla framherja en dagar hans á Old Trafford virðast taldir. Þó Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, hafi sagt að leikamaðurinn sé ekki til sölu þá keppast fjölmiðlar ytra við að orða hann frá félaginu. Heimildir BBC herma að ekki sé hægt að lagfæra vandamál Man Utd fyrr en Ronaldo hafi yfirgefið félagið og að það gæti gerst áður en 1. september gengur í garð. Nú hefur Talksport, stærsta íþróttaútvarpsstöð heims, sagt að Man United sé tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann. It s the right decision, just too late. Could he go back to Sporting? Man Utd are now listening to offers for Ronaldo, according to our sources.Laura Woods and Ally McCoist discuss where Ronaldo could end up next. pic.twitter.com/ZdL921Ts3w— talkSPORT (@talkSPORT) August 16, 2022 Man United hefur byrjað skelfilega í deildinni og tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með markatölunni 1-6. Liverpool kemur í heimsókn á Old Trafford næsta mánudag og gæti Ten Hag farið úr öskunni í eldinn fari svo að sá leikur tapist. Á vef Sky Sports er farið yfir helsta leikmannaslúður dagsins og þar er áhugavert nafn nefnt til sögunnar sem mögulegur arftaki Ronaldo. Um er að ræða hinn 33 ára gamla Pierre-Emerick Aubameyang sem er í dag leikmaður Barcelona en hann var fyrirliði Arsenal þar á undan. Talið var að Chelsea væri á höttunum á eftir Aubameyang en nú ku Man United vera að íhuga að reyna fá leikmanninn í sínar raðir. Barcelona þarf að losa leikmenn og er líklegt að framherjinn fáist ódýrt eða jafnvel frítt. Where next for Auba? — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 16, 2022 Ten Hag ku einnig vera að íhuga tilboð í Matheus Cunha, framherja Atlético Madríd. Sá að baki sjö A-landsleiki fyrir Brasilíu án þess þó að skora mark. Hann gekk í raðir Atlético á síðasta ári en virðist ekki vera í plönum Diego Simeone, þjálfara liðsins. Cunha er falur fyrir í kringum 50 milljónir punda. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01 Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er Man United að íhuga það að láta Ronaldo fara fyrr heldur en síðar eftir dapra byrjun á tímabilinu. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 37 ára gamla framherja en dagar hans á Old Trafford virðast taldir. Þó Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, hafi sagt að leikamaðurinn sé ekki til sölu þá keppast fjölmiðlar ytra við að orða hann frá félaginu. Heimildir BBC herma að ekki sé hægt að lagfæra vandamál Man Utd fyrr en Ronaldo hafi yfirgefið félagið og að það gæti gerst áður en 1. september gengur í garð. Nú hefur Talksport, stærsta íþróttaútvarpsstöð heims, sagt að Man United sé tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann. It s the right decision, just too late. Could he go back to Sporting? Man Utd are now listening to offers for Ronaldo, according to our sources.Laura Woods and Ally McCoist discuss where Ronaldo could end up next. pic.twitter.com/ZdL921Ts3w— talkSPORT (@talkSPORT) August 16, 2022 Man United hefur byrjað skelfilega í deildinni og tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með markatölunni 1-6. Liverpool kemur í heimsókn á Old Trafford næsta mánudag og gæti Ten Hag farið úr öskunni í eldinn fari svo að sá leikur tapist. Á vef Sky Sports er farið yfir helsta leikmannaslúður dagsins og þar er áhugavert nafn nefnt til sögunnar sem mögulegur arftaki Ronaldo. Um er að ræða hinn 33 ára gamla Pierre-Emerick Aubameyang sem er í dag leikmaður Barcelona en hann var fyrirliði Arsenal þar á undan. Talið var að Chelsea væri á höttunum á eftir Aubameyang en nú ku Man United vera að íhuga að reyna fá leikmanninn í sínar raðir. Barcelona þarf að losa leikmenn og er líklegt að framherjinn fáist ódýrt eða jafnvel frítt. Where next for Auba? — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 16, 2022 Ten Hag ku einnig vera að íhuga tilboð í Matheus Cunha, framherja Atlético Madríd. Sá að baki sjö A-landsleiki fyrir Brasilíu án þess þó að skora mark. Hann gekk í raðir Atlético á síðasta ári en virðist ekki vera í plönum Diego Simeone, þjálfara liðsins. Cunha er falur fyrir í kringum 50 milljónir punda.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01 Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. 16. ágúst 2022 09:01
Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31
Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30